Langflestir hermenn (e. army) hafa nú að minnsta kosti fengið einn skammt af bóluefni gegn kórónuveirunni. Í frétt Reuters segir að 79 bandarískir hermenn hafi nú látist úr Covid.
Christine Wormouth ritari Bandaríkjahers segir nauðsynlegt að bólusetja hermennina: „Við getum ekki látið hermennina okkar veikjast. Hermenn þurfa alltaf að vera tilbúnir í átök og óbólusettir hermenn geta lagt stein í götu herliðs okkar, sem þarf alltaf að vera viðbúið.“
Aðrir flokkar innan bandaríska hersins, til að mynda flugherinn, hafa nú þegar byrjað að reka óbólusetta hermenn.