Aubameyang og Traore kynntir hjá Barcelona og verða með í Evrópudeildinni Arnar Geir Halldórsson skrifar 2. febrúar 2022 17:46 Nær Aubameyang að finna sitt fyrra form í Katalóníu? vísir/getty Spænska stórveldið Barcelona kynnti tvo nýjustu leikmenn sína með pompi og pragt á Nývangi í dag. Þeir Pierre-Emerick Aubameyang og Adama Traore hafa fært sig um set úr ensku úrvalsdeildinni eftir að Aubameyang náði að losa sig undan samningi við Arsenal á meðan Traore kemur sem lánsmaður frá Wolverhampton Wanderers. Aubameyang gerir eins og hálfs árs samning við Barcelona en það er jafn langur tími og hann átti eftir af samningi sínum við Arsenal. Þessi 32 ára gamli framherji skoraði 92 mörk í 163 leikjum fyrir Arsenal eftir að hann var keyptur til félagsins frá Dortmund fyrir 56 milljónir punda fyrir fjórum árum síðan. NEW SIGNING! @Auba is blaugrana!— FC Barcelona (@FCBarcelona) February 2, 2022 Hinn 26 ára gamli Traore er að snúa til baka á heimaslóðir en hann fór í gegnum La Masia barna- og unglingastarfið hjá Barcelona frá átta ára aldri. Sautján ára gamall lék hann sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir félagið en náði ekki að festa sig í sessi. Hann hefur leikið fyrir Aston Villa, Middlesbrough og Wolves síðan hann yfirgaf Barcelona árið 2015. Our new number 1 1 pic.twitter.com/ddjRqRbOOC— FC Barcelona (@FCBarcelona) February 2, 2022 Ekki er ýkja langt síðan Xavi tók við stjórnartaumunum á Nou Camp og hann nýtti janúarmánuð til að gera miklar breytingar á sóknarlínu Börsunga því hans fyrsta verk í janúar var að sækja Ferran Torres til Manchester City. Aðeins má bæta þremur nýjum leikmönnum við leikmannahóp Barcelona í Evrópudeildinni og í dag var tilkynnt um að Aubameyang, Traore og Torres séu þeir þrír leikmenn sem þýðir að gamla brýnið Dani Alves þarf að láta sér nægja að taka þátt í spænsku deildinni auk bikarkeppna en hann kom einnig aftur til Barcelona á frjálsri sölu í janúarmánuði. The registered for the @EuropaLeague — FC Barcelona (@FCBarcelona) February 2, 2022 Spænski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Sjá meira
Þeir Pierre-Emerick Aubameyang og Adama Traore hafa fært sig um set úr ensku úrvalsdeildinni eftir að Aubameyang náði að losa sig undan samningi við Arsenal á meðan Traore kemur sem lánsmaður frá Wolverhampton Wanderers. Aubameyang gerir eins og hálfs árs samning við Barcelona en það er jafn langur tími og hann átti eftir af samningi sínum við Arsenal. Þessi 32 ára gamli framherji skoraði 92 mörk í 163 leikjum fyrir Arsenal eftir að hann var keyptur til félagsins frá Dortmund fyrir 56 milljónir punda fyrir fjórum árum síðan. NEW SIGNING! @Auba is blaugrana!— FC Barcelona (@FCBarcelona) February 2, 2022 Hinn 26 ára gamli Traore er að snúa til baka á heimaslóðir en hann fór í gegnum La Masia barna- og unglingastarfið hjá Barcelona frá átta ára aldri. Sautján ára gamall lék hann sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir félagið en náði ekki að festa sig í sessi. Hann hefur leikið fyrir Aston Villa, Middlesbrough og Wolves síðan hann yfirgaf Barcelona árið 2015. Our new number 1 1 pic.twitter.com/ddjRqRbOOC— FC Barcelona (@FCBarcelona) February 2, 2022 Ekki er ýkja langt síðan Xavi tók við stjórnartaumunum á Nou Camp og hann nýtti janúarmánuð til að gera miklar breytingar á sóknarlínu Börsunga því hans fyrsta verk í janúar var að sækja Ferran Torres til Manchester City. Aðeins má bæta þremur nýjum leikmönnum við leikmannahóp Barcelona í Evrópudeildinni og í dag var tilkynnt um að Aubameyang, Traore og Torres séu þeir þrír leikmenn sem þýðir að gamla brýnið Dani Alves þarf að láta sér nægja að taka þátt í spænsku deildinni auk bikarkeppna en hann kom einnig aftur til Barcelona á frjálsri sölu í janúarmánuði. The registered for the @EuropaLeague — FC Barcelona (@FCBarcelona) February 2, 2022
Spænski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Sjá meira