Guðni í smitgát og Elísa í sóttkví eftir að sonur þeirra greindist Atli Ísleifsson skrifar 2. febrúar 2022 08:33 Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er kominn í smitgát og Eliza Reid forsetafrú í sóttkví eftir að sonur þeirra hjóna greindist með kórónuveiruna. Þetta kemur fram í færslu forsetans á Facebook. Guðni segir að sonur þeirra sé eldhress og geti verið í einangrun heima á Bessastöðum. „Sjálfur er ég í smitgát eins og forsætisráðherra, þríbólusettur. Ýmsa fundi er unnt að halda með stafrænum hætti en ekki er ráð að vera í margmenni og því þarf að fresta merkum viðburði sem til stóð að halda á morgun, veitingu nýsköpunarverðlauna forseta,“ segir forsetinn, en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra greindi einmitt frá því í gær að hún væri komin í smitgát vegna kórónuveirusmits á heimilinu. „Eliza Reid þarf að vera í sóttkví ásamt hinum börnunum þar sem hún fékk Jansen-bóluefni og aðeins er vika liðin frá þriðja skammti hennar. Við hjónin færum öllum, sem nú eru veik af veirunni, batakveðjur. Sömuleiðis fær allt fólk í sóttkví, einangrun eða smitgát góðar kveðjur. Smitrakningarteymið öfluga hefur sent spurningalista og fylgst með líðan stráksa. Allt er það mjög fagmannlega gert og við lýsum enn aðdáun okkar og þakklæti í garð heilbrigðisstarfsfólks og annarra sem hafa staðið veiruvaktina í rúm tvö ár. Núna virðist hilla undir lok þeirra róttæku aðgerða sem grípa þurfti til í heimsfaraldrinum. Við þreyjum þorrann en vonandi getum við bráðum litið um öxl, strokið um frjálst höfuð og sagt: Ekki fór allt alveg eins og best var á kosið en okkur tókst þetta samt,“ segir Guðni í færslunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Forsætisráðherra í smitgát á afmælisdaginn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er í smitgát vegna kórónuveirunnar, eftir að sonur hennar fékk jákvæða niðurstöðu úr heimaprófi. Frá þessu greinir Katrín á Facebook, en hún á afmæli í dag. 1. febrúar 2022 18:21 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu forsetans á Facebook. Guðni segir að sonur þeirra sé eldhress og geti verið í einangrun heima á Bessastöðum. „Sjálfur er ég í smitgát eins og forsætisráðherra, þríbólusettur. Ýmsa fundi er unnt að halda með stafrænum hætti en ekki er ráð að vera í margmenni og því þarf að fresta merkum viðburði sem til stóð að halda á morgun, veitingu nýsköpunarverðlauna forseta,“ segir forsetinn, en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra greindi einmitt frá því í gær að hún væri komin í smitgát vegna kórónuveirusmits á heimilinu. „Eliza Reid þarf að vera í sóttkví ásamt hinum börnunum þar sem hún fékk Jansen-bóluefni og aðeins er vika liðin frá þriðja skammti hennar. Við hjónin færum öllum, sem nú eru veik af veirunni, batakveðjur. Sömuleiðis fær allt fólk í sóttkví, einangrun eða smitgát góðar kveðjur. Smitrakningarteymið öfluga hefur sent spurningalista og fylgst með líðan stráksa. Allt er það mjög fagmannlega gert og við lýsum enn aðdáun okkar og þakklæti í garð heilbrigðisstarfsfólks og annarra sem hafa staðið veiruvaktina í rúm tvö ár. Núna virðist hilla undir lok þeirra róttæku aðgerða sem grípa þurfti til í heimsfaraldrinum. Við þreyjum þorrann en vonandi getum við bráðum litið um öxl, strokið um frjálst höfuð og sagt: Ekki fór allt alveg eins og best var á kosið en okkur tókst þetta samt,“ segir Guðni í færslunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Forsætisráðherra í smitgát á afmælisdaginn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er í smitgát vegna kórónuveirunnar, eftir að sonur hennar fékk jákvæða niðurstöðu úr heimaprófi. Frá þessu greinir Katrín á Facebook, en hún á afmæli í dag. 1. febrúar 2022 18:21 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Forsætisráðherra í smitgát á afmælisdaginn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er í smitgát vegna kórónuveirunnar, eftir að sonur hennar fékk jákvæða niðurstöðu úr heimaprófi. Frá þessu greinir Katrín á Facebook, en hún á afmæli í dag. 1. febrúar 2022 18:21