Segir starfsfólk Eflingar óttaslegið um endurkomu Sólveigar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. febrúar 2022 06:34 Sólveig Arna vill setjast í formannsstólinn á ný. Vísir/Vilhelm „Ætlar hún að biðja starfsfólkið afsökunar ef hún kemur aftur? Hvernig ætlar hún að koma inn og stjórna vinnustaðnum? Hún verður að biðja starfsfólkið afsökunar á hegðun sinni af því að þetta endurspeglar ekki það sem hún ætlast til af fyrirtækjum og stofnunum úti í bæ.“ Þetta segir Ragnheiður Valgarðsdóttir, annar trúnaðarmanna starfsmanna Eflingar, í samtali við mbl.is um mögulega endurkomu Sólveigar Önnu Jónsdóttur, fyrrverandi formanns stéttarfélagsins, á vinnustaðinn. Ragnheiður segir meirihluta starfsfólks Eflingar óttaslegið og að óvissan um hvort Sólveig gæfi kost á sér til endurkjörs hafi valdið því kvíða og vanlíðan. Eins og frægt er orðið sagði Sólveig af sér í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunnar um ástandið á skrifstofu Eflingar, þar sem hún var sökuð um óvægna stjórnarhætti. Ragnheiður segir að í kjölfarið hafi Sólveig farið mikinn gegn starfsmönnum félagsins, sem hafi ekki haft sama tækifæri og formaðurinn fráfarandi til að bera hönd fyrir höfuð sér. „Það sem særir okkur er það að hún er búin að æsa upp félagsmenn og aðra í kommentakerfum til að tala illa um okkur. Hún er að búa til óvild gagnvart okur til að skara eld að sinni köku. Hún er búin að gefa algjört skotleyfi á okkur. Það er algjörlega óviðeigandi og skapar vantraust milli félagsmanna og starfsfólks,“ segir Ragnheiður í samtali við mbl.is. Hún segir það hvorki hafa verið trúnaðarmenn starfsmanna né starfsmennirnir sjálfir sem hafi lekið margumræddri ályktun trúnaðarmannanna um starfsumhverfið á skrifstofu Eflingar til fjölmiðla. Það hafi ekki staðið til að gera það opinbert. „Við höfðum ekkert út á stefnu hennar að setja og unnum af heilum hug fyrir félagið. Hún ákvað sjálf að móðgast. Þetta er algjörlega leikrit sem hún setur upp sjálf,“ segir Ragnheiður um ákvörðun Sólveigar að segja af sér. „Þetta plagg átti ekkert að fara neitt. Þetta var bara vinnuplagg handa þeim.“ Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá mbl.is. Ólga innan Eflingar Kjaramál Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Þetta segir Ragnheiður Valgarðsdóttir, annar trúnaðarmanna starfsmanna Eflingar, í samtali við mbl.is um mögulega endurkomu Sólveigar Önnu Jónsdóttur, fyrrverandi formanns stéttarfélagsins, á vinnustaðinn. Ragnheiður segir meirihluta starfsfólks Eflingar óttaslegið og að óvissan um hvort Sólveig gæfi kost á sér til endurkjörs hafi valdið því kvíða og vanlíðan. Eins og frægt er orðið sagði Sólveig af sér í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunnar um ástandið á skrifstofu Eflingar, þar sem hún var sökuð um óvægna stjórnarhætti. Ragnheiður segir að í kjölfarið hafi Sólveig farið mikinn gegn starfsmönnum félagsins, sem hafi ekki haft sama tækifæri og formaðurinn fráfarandi til að bera hönd fyrir höfuð sér. „Það sem særir okkur er það að hún er búin að æsa upp félagsmenn og aðra í kommentakerfum til að tala illa um okkur. Hún er að búa til óvild gagnvart okur til að skara eld að sinni köku. Hún er búin að gefa algjört skotleyfi á okkur. Það er algjörlega óviðeigandi og skapar vantraust milli félagsmanna og starfsfólks,“ segir Ragnheiður í samtali við mbl.is. Hún segir það hvorki hafa verið trúnaðarmenn starfsmanna né starfsmennirnir sjálfir sem hafi lekið margumræddri ályktun trúnaðarmannanna um starfsumhverfið á skrifstofu Eflingar til fjölmiðla. Það hafi ekki staðið til að gera það opinbert. „Við höfðum ekkert út á stefnu hennar að setja og unnum af heilum hug fyrir félagið. Hún ákvað sjálf að móðgast. Þetta er algjörlega leikrit sem hún setur upp sjálf,“ segir Ragnheiður um ákvörðun Sólveigar að segja af sér. „Þetta plagg átti ekkert að fara neitt. Þetta var bara vinnuplagg handa þeim.“ Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá mbl.is.
Ólga innan Eflingar Kjaramál Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira