Agla María skoraði en hinn nýliðinn fótbrotnaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2022 14:01 Agla María Albertsdóttir í búningi BK Häcken en hún byrjaði vel í sínum fyrsta leik í honum. Instagram/@aglamariaalberts Það var draumur og martröð hjá nýliðum sænska úrvalsdeildarliðsins BK Häcken en liðin í sænska kvennaboltanum eru farin að undirbúa sig fyrir komandi tímabili. Íslenska landsliðskonan Agla María Albertsdóttir þannig spilaði sinn fyrsta leik með Häcken um helgina þegar liðið vann 6-0 stórsigur á Lidköping í æfingarleik. Agla María hefur farið á kostum í Pepsi Max deild kvenna undanfarin ár og hefur verið stoðsendingadrottning síðustu tvö sumur. Nú tók hún stóra skrefið út í atvinnumennsku og það er ekki hægt að karta yfir byrjuninni. View this post on Instagram A post shared by Rusul Rosa Kafaji (@rosakafaji) Agla María kom inn á sem varamaður og skoraði sjötta og síðasta mark leiksins fjórum mínútum fyrir leikslok. Algjör draumabyrjun hjá Öglu en að er ekki hægt að segja það sama um Rosu Kafaji sem var líka að spila sinn fyrsta leik með Häcken. Rosa er átján ára framherji og ein efnilegasta knattspyrnukona Svía en hún kom til Häcken frá AIK fyrir þetta tímabili. Rosa Kafaji skoraði reyndar fyrsta mark leiksins á sjöundu mínútu en lenti um leið í slæmu samstuði við markvörð Lidköping. Hún var borin af velli og seinna kom í ljós að hún hafi fótbrotnað. „Þetta er svo óraunverulegt en ég vissi alltaf að maður tekur áhættu með því að spila fótbolta,“ sagði Rosa í samtali við heimasíðu Häcken. View this post on Instagram A post shared by BK HA CKEN (@bkhackenofcl) Rosa fór strax í aðgerð en Häcken óttast það að hún gæti verið frá í átta til tíu mánuði. Gangi allt að óskum þá gæti hún náð síðustu leikjum tímabilsins. Häcken keypti Rosu frá AIK í desember fyrir sjö hundruð þúsund sænskar krónur sem er það mesta sem félagið hefur borgað fyrir sænskan leikmann en það eru rúmar níu og hálf milljón íslenskar krónur. Það er enginn uppgjafartónn í henni þrátt fyrir þetta mikla áfall. „Eitt er víst. Sigurvegari kemur alltaf til baka,“ sagði Rosa. Diljá Ýr Zomers var í byrjunarliðinu hjá Häcken í þessum leik og lagði upp mark annað markið en hún er að byrja sitt annað tímabil með liðinu. Sænski boltinn Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Sjá meira
Íslenska landsliðskonan Agla María Albertsdóttir þannig spilaði sinn fyrsta leik með Häcken um helgina þegar liðið vann 6-0 stórsigur á Lidköping í æfingarleik. Agla María hefur farið á kostum í Pepsi Max deild kvenna undanfarin ár og hefur verið stoðsendingadrottning síðustu tvö sumur. Nú tók hún stóra skrefið út í atvinnumennsku og það er ekki hægt að karta yfir byrjuninni. View this post on Instagram A post shared by Rusul Rosa Kafaji (@rosakafaji) Agla María kom inn á sem varamaður og skoraði sjötta og síðasta mark leiksins fjórum mínútum fyrir leikslok. Algjör draumabyrjun hjá Öglu en að er ekki hægt að segja það sama um Rosu Kafaji sem var líka að spila sinn fyrsta leik með Häcken. Rosa er átján ára framherji og ein efnilegasta knattspyrnukona Svía en hún kom til Häcken frá AIK fyrir þetta tímabili. Rosa Kafaji skoraði reyndar fyrsta mark leiksins á sjöundu mínútu en lenti um leið í slæmu samstuði við markvörð Lidköping. Hún var borin af velli og seinna kom í ljós að hún hafi fótbrotnað. „Þetta er svo óraunverulegt en ég vissi alltaf að maður tekur áhættu með því að spila fótbolta,“ sagði Rosa í samtali við heimasíðu Häcken. View this post on Instagram A post shared by BK HA CKEN (@bkhackenofcl) Rosa fór strax í aðgerð en Häcken óttast það að hún gæti verið frá í átta til tíu mánuði. Gangi allt að óskum þá gæti hún náð síðustu leikjum tímabilsins. Häcken keypti Rosu frá AIK í desember fyrir sjö hundruð þúsund sænskar krónur sem er það mesta sem félagið hefur borgað fyrir sænskan leikmann en það eru rúmar níu og hálf milljón íslenskar krónur. Það er enginn uppgjafartónn í henni þrátt fyrir þetta mikla áfall. „Eitt er víst. Sigurvegari kemur alltaf til baka,“ sagði Rosa. Diljá Ýr Zomers var í byrjunarliðinu hjá Häcken í þessum leik og lagði upp mark annað markið en hún er að byrja sitt annað tímabil með liðinu.
Sænski boltinn Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Sjá meira