Segir „erfitt að réttlæta“ samkvæmin og að leiðtogar hafi brugðist Samúel Karl Ólason skrifar 31. janúar 2022 14:58 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. EPA/Neil Hall Sue Gray, sem hefur haldið utan um rannsókn á tíðum samkvæmum að Downingstræti tíu, þar sem heimili og skrifstofa Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er til húsa, segir erfitt að réttlæta samkvæmin. Það sé sérstaklega erfitt í ljósi þeirra sóttvarnarreglna og samkomutakmarkana sem voru þá í gildi. Samkvæmin sem um ræðir voru haldin á um tuttugu mánaða tímabili árin 2020 til 2021, þegar stífar reglur voru í gildi á Bretlandi. Gray er með sextán samkvæmi til skoðunar og lögreglan er að rannsaka tólf þeirra. Í bráðabirgðaskýrslu sem afhent var ráðuneytinu í dag segir að ljóst sé að einhver þessarar samkvæma hefðu aldrei átt að vera haldin. Útlit sé fyrir að forsvarsmenn ráðuneytisins hafi lítið verið að huga að því sem breska þjóðin var að ganga í gegnum og segir Gray að leiðtogar hafi brugðist og sýnt af sér dómgreindarleysi, samkvæmt frétt Sky News. Hér má sjá fréttamann Sky News hlaupa yfir niðurstöður bráðabirgðarskýrslunnar. BREAKING: The long-awaited Sue Gray report into alleged lockdown-busting parties in Downing Street and Whitehall has been published.Our deputy political editor @SamCoatesSky talks us through the key findings.https://t.co/NITaIamuQh Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 pic.twitter.com/ebFB8hQsDO— Sky News (@SkyNews) January 31, 2022 Eins og áður segir er um bráðabirgðaútgáfu af skýrslunni að ræða. Hún er ellefu blaðsíður og byggir á viðtölum við um sjötíu manns. Lögreglan er eins og áður segir með tólf samkvæmi til rannsóknar og því segir Gray að hún geti ekki birt ítarlegri skýrslu fyrr en rannsókn lögreglunnar er lokið. Áhugasamir geta lesið Gray-skýrsluna hér. Í niðurstöðuhluta skýrslunnar segir að erfitt sé að réttlæta einhver af þessum samkvæmum og að sum þeirra séu til marks um alvarleg brot á þeim viðmiðum sem búist er við að opinberir starfsmenn eigi að halda á lofti. Sömuleiðis fari þau gegn þeim viðmiðum sem öll þjóðin átti að halda á lofti á þessum tíma. Í skýrslunni segir enn fremur að óhófleg neysla áfengis sé ekki við hæfi á vinnustöðum og ganga þurfi úr skugga um að skýr stefna varðandi drykkju sé mótuð. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bráðabirgðaútgáfa Gray-skýrslunnar komin á borð Johnson Forsætisráðherra hefur fengið afhent afrit af bráðabirgðaniðurstöðum Sue Gray um partýhald í Downing-stræti þegar sóttvarnaaðgerðir stóðu yfir á Bretlandseyjum. Ráðherrann mun flytja yfirlýsingu um skýrsluna í þinginu seinna í dag. 31. janúar 2022 12:38 Enn bætist á vandræði Borisar Vandræði Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, virðast engan enda ætla að taka. Ný-opinberaðir tölvupóstar sína að hann heimilaði brottflutning gæludýra frá Afganistan í fyrra persónulega, sem forsætisráðherrann hafði áður sagt að væri „þvættingur“. 26. janúar 2022 15:11 Lögreglan rannsakar Borisar-boðin Lögreglan í London hefur hafið rannsókn á samkvæmum sem haldin voru í Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana í Bretlandi. Verið er að rannsaka hvort brot voru framin á sóttvarnalögum en uppljóstranir um samkvæmi hafa valdið Boris Johnson, forsætisráðherra, miklum vandræðum. 25. janúar 2022 11:08 Ríkisstjórnin sökuð um að hóta þingmönnum og jafnvel kúga þá Þingmenn Íhaldsflokks Englands, sem vilja velta Boris Johnson, forsætisráðherra, úr sessi sem leiðtogi flokksins, hafa orðið fyrir hótunum frá meðlimum úr ríkisstjórn Bretlands. Þetta segir einn þingmaður flokksins og ráðleggur hann flokksbræðrum sínum og systrum sem hafa orðið fyrir kúgunum að leita til lögreglunnar. 20. janúar 2022 16:45 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Samkvæmin sem um ræðir voru haldin á um tuttugu mánaða tímabili árin 2020 til 2021, þegar stífar reglur voru í gildi á Bretlandi. Gray er með sextán samkvæmi til skoðunar og lögreglan er að rannsaka tólf þeirra. Í bráðabirgðaskýrslu sem afhent var ráðuneytinu í dag segir að ljóst sé að einhver þessarar samkvæma hefðu aldrei átt að vera haldin. Útlit sé fyrir að forsvarsmenn ráðuneytisins hafi lítið verið að huga að því sem breska þjóðin var að ganga í gegnum og segir Gray að leiðtogar hafi brugðist og sýnt af sér dómgreindarleysi, samkvæmt frétt Sky News. Hér má sjá fréttamann Sky News hlaupa yfir niðurstöður bráðabirgðarskýrslunnar. BREAKING: The long-awaited Sue Gray report into alleged lockdown-busting parties in Downing Street and Whitehall has been published.Our deputy political editor @SamCoatesSky talks us through the key findings.https://t.co/NITaIamuQh Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 pic.twitter.com/ebFB8hQsDO— Sky News (@SkyNews) January 31, 2022 Eins og áður segir er um bráðabirgðaútgáfu af skýrslunni að ræða. Hún er ellefu blaðsíður og byggir á viðtölum við um sjötíu manns. Lögreglan er eins og áður segir með tólf samkvæmi til rannsóknar og því segir Gray að hún geti ekki birt ítarlegri skýrslu fyrr en rannsókn lögreglunnar er lokið. Áhugasamir geta lesið Gray-skýrsluna hér. Í niðurstöðuhluta skýrslunnar segir að erfitt sé að réttlæta einhver af þessum samkvæmum og að sum þeirra séu til marks um alvarleg brot á þeim viðmiðum sem búist er við að opinberir starfsmenn eigi að halda á lofti. Sömuleiðis fari þau gegn þeim viðmiðum sem öll þjóðin átti að halda á lofti á þessum tíma. Í skýrslunni segir enn fremur að óhófleg neysla áfengis sé ekki við hæfi á vinnustöðum og ganga þurfi úr skugga um að skýr stefna varðandi drykkju sé mótuð.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bráðabirgðaútgáfa Gray-skýrslunnar komin á borð Johnson Forsætisráðherra hefur fengið afhent afrit af bráðabirgðaniðurstöðum Sue Gray um partýhald í Downing-stræti þegar sóttvarnaaðgerðir stóðu yfir á Bretlandseyjum. Ráðherrann mun flytja yfirlýsingu um skýrsluna í þinginu seinna í dag. 31. janúar 2022 12:38 Enn bætist á vandræði Borisar Vandræði Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, virðast engan enda ætla að taka. Ný-opinberaðir tölvupóstar sína að hann heimilaði brottflutning gæludýra frá Afganistan í fyrra persónulega, sem forsætisráðherrann hafði áður sagt að væri „þvættingur“. 26. janúar 2022 15:11 Lögreglan rannsakar Borisar-boðin Lögreglan í London hefur hafið rannsókn á samkvæmum sem haldin voru í Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana í Bretlandi. Verið er að rannsaka hvort brot voru framin á sóttvarnalögum en uppljóstranir um samkvæmi hafa valdið Boris Johnson, forsætisráðherra, miklum vandræðum. 25. janúar 2022 11:08 Ríkisstjórnin sökuð um að hóta þingmönnum og jafnvel kúga þá Þingmenn Íhaldsflokks Englands, sem vilja velta Boris Johnson, forsætisráðherra, úr sessi sem leiðtogi flokksins, hafa orðið fyrir hótunum frá meðlimum úr ríkisstjórn Bretlands. Þetta segir einn þingmaður flokksins og ráðleggur hann flokksbræðrum sínum og systrum sem hafa orðið fyrir kúgunum að leita til lögreglunnar. 20. janúar 2022 16:45 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Bráðabirgðaútgáfa Gray-skýrslunnar komin á borð Johnson Forsætisráðherra hefur fengið afhent afrit af bráðabirgðaniðurstöðum Sue Gray um partýhald í Downing-stræti þegar sóttvarnaaðgerðir stóðu yfir á Bretlandseyjum. Ráðherrann mun flytja yfirlýsingu um skýrsluna í þinginu seinna í dag. 31. janúar 2022 12:38
Enn bætist á vandræði Borisar Vandræði Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, virðast engan enda ætla að taka. Ný-opinberaðir tölvupóstar sína að hann heimilaði brottflutning gæludýra frá Afganistan í fyrra persónulega, sem forsætisráðherrann hafði áður sagt að væri „þvættingur“. 26. janúar 2022 15:11
Lögreglan rannsakar Borisar-boðin Lögreglan í London hefur hafið rannsókn á samkvæmum sem haldin voru í Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana í Bretlandi. Verið er að rannsaka hvort brot voru framin á sóttvarnalögum en uppljóstranir um samkvæmi hafa valdið Boris Johnson, forsætisráðherra, miklum vandræðum. 25. janúar 2022 11:08
Ríkisstjórnin sökuð um að hóta þingmönnum og jafnvel kúga þá Þingmenn Íhaldsflokks Englands, sem vilja velta Boris Johnson, forsætisráðherra, úr sessi sem leiðtogi flokksins, hafa orðið fyrir hótunum frá meðlimum úr ríkisstjórn Bretlands. Þetta segir einn þingmaður flokksins og ráðleggur hann flokksbræðrum sínum og systrum sem hafa orðið fyrir kúgunum að leita til lögreglunnar. 20. janúar 2022 16:45