Bráðabirgðaútgáfa Gray-skýrslunnar komin á borð Johnson Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. janúar 2022 12:38 Boris mun flytja yfirlýsingu vegna skýrslunnar á þinginu í dag. epa/UK Parliament/Jessica Taylor Forsætisráðherra hefur fengið afhent afrit af bráðabirgðaniðurstöðum Sue Gray um partýhald í Downing-stræti þegar sóttvarnaaðgerðir stóðu yfir á Bretlandseyjum. Ráðherrann mun flytja yfirlýsingu um skýrsluna í þinginu seinna í dag. Skýrslu Gray hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu en niðurstaða hennar er sögð munu hafa úrslitaáhrif á það hvort samflokksmenn Boris Johnson leggja fram vantraustsyfirlýsingu honum til höfuðs. Nokkur óvissa ríkir þó um áhrifamátt skýrslunnar, þar sem lögregluyfirvöld tilkynntu á dögunum að þau hygðust einnig rannsaka meint sóttvarnabrot í Downing-stræti og beindu þeim fyrirmælum til Gray að ritskoða skýrslu sína og taka úr henni ýmis atriði sem gætu að óbreyttu haft áhrif á lögreglurannsóknina. Breskir miðlar segja þá staðreynd að Gray hafi talað um skýrsluna sem afhent var forsætisráðherra sem „stöðuuppfærslu“ til marks um það að plaggið sé langt í frá endanleg útgáfa skýrslunnar. Menn velta því nú fyrir sér hvort skýrslan í heild muni yfirhöfuð líta dagsins ljós eða hvort henni verði stungið ofan í skúffu þegar hún liggur fyrir. Talsmaður Johnson segir að útgáfan sem ráðherra fékk í dag verði birt en hefur ekki viljað tjá sig um birtingu lokaútgáfunnar. Inngrip lögreglu í hina pólitísku atburðarás hefur bæði verið sögð bölvun og blessun fyrir forsætisráðherrann. Á annan bóginn vildi hann gjarnan ljúka málinu en á hinn bóginn hafi þeim uppljóstrunum sem gagnrýnendur hans hafa beðið eftir verið slegið á frest, sem gefi Johsnson tíma til að beina athygli almennings að öðru. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Enn bætist á vandræði Borisar Vandræði Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, virðast engan enda ætla að taka. Ný-opinberaðir tölvupóstar sína að hann heimilaði brottflutning gæludýra frá Afganistan í fyrra persónulega, sem forsætisráðherrann hafði áður sagt að væri „þvættingur“. 26. janúar 2022 15:11 Lögreglan rannsakar Borisar-boðin Lögreglan í London hefur hafið rannsókn á samkvæmum sem haldin voru í Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana í Bretlandi. Verið er að rannsaka hvort brot voru framin á sóttvarnalögum en uppljóstranir um samkvæmi hafa valdið Boris Johnson, forsætisráðherra, miklum vandræðum. 25. janúar 2022 11:08 Óvænt afmælisveisla í Downingstræti enn eitt höggið fyrir Johnson Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er sagður hafa verið viðstaddur afmælisviðburð í Downingstræti í júní 2020 þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi. Johnson hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarið fyrir önnur veisluhöld vorið 2020 og hafa þingmenn jafnvel kallað eftir afsögn hans. 24. janúar 2022 20:47 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Skýrslu Gray hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu en niðurstaða hennar er sögð munu hafa úrslitaáhrif á það hvort samflokksmenn Boris Johnson leggja fram vantraustsyfirlýsingu honum til höfuðs. Nokkur óvissa ríkir þó um áhrifamátt skýrslunnar, þar sem lögregluyfirvöld tilkynntu á dögunum að þau hygðust einnig rannsaka meint sóttvarnabrot í Downing-stræti og beindu þeim fyrirmælum til Gray að ritskoða skýrslu sína og taka úr henni ýmis atriði sem gætu að óbreyttu haft áhrif á lögreglurannsóknina. Breskir miðlar segja þá staðreynd að Gray hafi talað um skýrsluna sem afhent var forsætisráðherra sem „stöðuuppfærslu“ til marks um það að plaggið sé langt í frá endanleg útgáfa skýrslunnar. Menn velta því nú fyrir sér hvort skýrslan í heild muni yfirhöfuð líta dagsins ljós eða hvort henni verði stungið ofan í skúffu þegar hún liggur fyrir. Talsmaður Johnson segir að útgáfan sem ráðherra fékk í dag verði birt en hefur ekki viljað tjá sig um birtingu lokaútgáfunnar. Inngrip lögreglu í hina pólitísku atburðarás hefur bæði verið sögð bölvun og blessun fyrir forsætisráðherrann. Á annan bóginn vildi hann gjarnan ljúka málinu en á hinn bóginn hafi þeim uppljóstrunum sem gagnrýnendur hans hafa beðið eftir verið slegið á frest, sem gefi Johsnson tíma til að beina athygli almennings að öðru.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Enn bætist á vandræði Borisar Vandræði Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, virðast engan enda ætla að taka. Ný-opinberaðir tölvupóstar sína að hann heimilaði brottflutning gæludýra frá Afganistan í fyrra persónulega, sem forsætisráðherrann hafði áður sagt að væri „þvættingur“. 26. janúar 2022 15:11 Lögreglan rannsakar Borisar-boðin Lögreglan í London hefur hafið rannsókn á samkvæmum sem haldin voru í Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana í Bretlandi. Verið er að rannsaka hvort brot voru framin á sóttvarnalögum en uppljóstranir um samkvæmi hafa valdið Boris Johnson, forsætisráðherra, miklum vandræðum. 25. janúar 2022 11:08 Óvænt afmælisveisla í Downingstræti enn eitt höggið fyrir Johnson Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er sagður hafa verið viðstaddur afmælisviðburð í Downingstræti í júní 2020 þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi. Johnson hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarið fyrir önnur veisluhöld vorið 2020 og hafa þingmenn jafnvel kallað eftir afsögn hans. 24. janúar 2022 20:47 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Enn bætist á vandræði Borisar Vandræði Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, virðast engan enda ætla að taka. Ný-opinberaðir tölvupóstar sína að hann heimilaði brottflutning gæludýra frá Afganistan í fyrra persónulega, sem forsætisráðherrann hafði áður sagt að væri „þvættingur“. 26. janúar 2022 15:11
Lögreglan rannsakar Borisar-boðin Lögreglan í London hefur hafið rannsókn á samkvæmum sem haldin voru í Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana í Bretlandi. Verið er að rannsaka hvort brot voru framin á sóttvarnalögum en uppljóstranir um samkvæmi hafa valdið Boris Johnson, forsætisráðherra, miklum vandræðum. 25. janúar 2022 11:08
Óvænt afmælisveisla í Downingstræti enn eitt höggið fyrir Johnson Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er sagður hafa verið viðstaddur afmælisviðburð í Downingstræti í júní 2020 þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi. Johnson hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarið fyrir önnur veisluhöld vorið 2020 og hafa þingmenn jafnvel kallað eftir afsögn hans. 24. janúar 2022 20:47