Kærastan óvænt hetja handboltalandsliðs Svía á Evrópumótinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2022 08:31 Sænski Evrópumeistarinn Lucas Pellas og kærasta hans Hanna Edwinson. Samsett/Instagram og EPA Svíar urðu Evrópumeistarar um helgina en það þurfti hjálp úr óvæntri átt til að koma liðinu í úrslitaleikinn. Sænski landsliðsmaðurinn Lucas Pellas átti mikinn þátt í því að Svíar komust alla leið í úrslitaleikinn á Evrópumótinu í handbolta. Á fimmtudagskvöldinu, sólarhring fyrir undanúrslitaleikinn á móti Frökkum, þá var hann ekki hluti af sænska hópnum og í raun staddur í öðru landi. Lucas Pellas om flickvännen Hanna Edwinson: Hon är hjälten i dag . https://t.co/JRH1QoTiG8— (@Ghostdog_us) January 29, 2022 Svíar þurftu vinstri hornamann en Pellas var staddur í Frakklandi þar sem hann var að spila æfingarleik með liði sínu Montpellier. Það tókst hins vegar að hafa upp á honum og koma honum til Búdapest. Lucas kom eins og kallaður til móts við sænska liðið í tíma fyrir undanúrslitaleikinn en hann skoraði sjö mörk úr átta skotum þær 24 mínútur sem hann spilaði á móti Frökkum. Svíar unnu leikinn með minnsta mun, 34-33. Instagram Sænska pressan var ekki bara tilbúinn að kalla Lucas Pellas eina af hetjum sænska landsliðsins því kærasta hans, Hanna Edwinson, fær einnig mikið hrós. Ástæðan er að Lucas Pellas var ekki staddur í Montpellier þegar símtalið kom frá sænska landsliðsþjálfaranum heldur í borginni Saint Etienne þar sem æfingarleikurinn fór fram. Sem betur fer var kærasta hans stödd heima í Montpellier og gat komið vegabréfinu til hans. Til þess þurfti hún aftur á móti að fórna miklu. Lucas fékk það staðfest að hann væri kallaður út á EM eftir miðnætti en kærasta hans, Hanna Edwinson, var tilbúin að fórna einni nótt til að sjá til þess að hann kæmist til Ungverjalands. Hún tók vegabréfið hans og tók næturrútu frá Montpellier til Lyon. Lucas tók sjálfur leigubíl á flugvöllinn. Ferðin hans tók frekar stuttan tíma en hún var aftur á móti þrjá og hálfa klukkutíma í rútunni. „Ég vildi ekki keyra bílinn um miðja nótt í Frakklandi því það eru bara fimm vikur síðan ég fékk ökuskírteinið,“ sagði Hanna Edwinson í viðtali við Aftonbladet en hún hefur skapað sér nafn sem fyrirsæta. View this post on Instagram A post shared by Hanna Edwinson (@hannaedwinson) Hanna kom vegabréfinu til kærastans og hann gat því flogið frá Lyon til Búdapest. Flugið fór af stað 6.20 og lenti í Búdapest klukkan 12.45. Hanna fékk auðvitað að fara með. „Hún er hetjan í dag,“ sagði Pellas um kærustu sína í viðtali við Aftonbladet. „Ég vissi hvað hann langaði mikið að komast þangað og hversu gaman honum finnst að spila með þessum strákum,“ sagði Hanna. Stepping up in his first #ehfeuro2022 match - Lucas Pellas! @hlandslaget #ehfeuro2022 #watchgamesseemore pic.twitter.com/sAq2A2RuHZ— EHF EURO (@EHFEURO) January 28, 2022 EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Fleiri fréttir Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Sjá meira
Sænski landsliðsmaðurinn Lucas Pellas átti mikinn þátt í því að Svíar komust alla leið í úrslitaleikinn á Evrópumótinu í handbolta. Á fimmtudagskvöldinu, sólarhring fyrir undanúrslitaleikinn á móti Frökkum, þá var hann ekki hluti af sænska hópnum og í raun staddur í öðru landi. Lucas Pellas om flickvännen Hanna Edwinson: Hon är hjälten i dag . https://t.co/JRH1QoTiG8— (@Ghostdog_us) January 29, 2022 Svíar þurftu vinstri hornamann en Pellas var staddur í Frakklandi þar sem hann var að spila æfingarleik með liði sínu Montpellier. Það tókst hins vegar að hafa upp á honum og koma honum til Búdapest. Lucas kom eins og kallaður til móts við sænska liðið í tíma fyrir undanúrslitaleikinn en hann skoraði sjö mörk úr átta skotum þær 24 mínútur sem hann spilaði á móti Frökkum. Svíar unnu leikinn með minnsta mun, 34-33. Instagram Sænska pressan var ekki bara tilbúinn að kalla Lucas Pellas eina af hetjum sænska landsliðsins því kærasta hans, Hanna Edwinson, fær einnig mikið hrós. Ástæðan er að Lucas Pellas var ekki staddur í Montpellier þegar símtalið kom frá sænska landsliðsþjálfaranum heldur í borginni Saint Etienne þar sem æfingarleikurinn fór fram. Sem betur fer var kærasta hans stödd heima í Montpellier og gat komið vegabréfinu til hans. Til þess þurfti hún aftur á móti að fórna miklu. Lucas fékk það staðfest að hann væri kallaður út á EM eftir miðnætti en kærasta hans, Hanna Edwinson, var tilbúin að fórna einni nótt til að sjá til þess að hann kæmist til Ungverjalands. Hún tók vegabréfið hans og tók næturrútu frá Montpellier til Lyon. Lucas tók sjálfur leigubíl á flugvöllinn. Ferðin hans tók frekar stuttan tíma en hún var aftur á móti þrjá og hálfa klukkutíma í rútunni. „Ég vildi ekki keyra bílinn um miðja nótt í Frakklandi því það eru bara fimm vikur síðan ég fékk ökuskírteinið,“ sagði Hanna Edwinson í viðtali við Aftonbladet en hún hefur skapað sér nafn sem fyrirsæta. View this post on Instagram A post shared by Hanna Edwinson (@hannaedwinson) Hanna kom vegabréfinu til kærastans og hann gat því flogið frá Lyon til Búdapest. Flugið fór af stað 6.20 og lenti í Búdapest klukkan 12.45. Hanna fékk auðvitað að fara með. „Hún er hetjan í dag,“ sagði Pellas um kærustu sína í viðtali við Aftonbladet. „Ég vissi hvað hann langaði mikið að komast þangað og hversu gaman honum finnst að spila með þessum strákum,“ sagði Hanna. Stepping up in his first #ehfeuro2022 match - Lucas Pellas! @hlandslaget #ehfeuro2022 #watchgamesseemore pic.twitter.com/sAq2A2RuHZ— EHF EURO (@EHFEURO) January 28, 2022
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Fleiri fréttir Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Sjá meira