Kærastan óvænt hetja handboltalandsliðs Svía á Evrópumótinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2022 08:31 Sænski Evrópumeistarinn Lucas Pellas og kærasta hans Hanna Edwinson. Samsett/Instagram og EPA Svíar urðu Evrópumeistarar um helgina en það þurfti hjálp úr óvæntri átt til að koma liðinu í úrslitaleikinn. Sænski landsliðsmaðurinn Lucas Pellas átti mikinn þátt í því að Svíar komust alla leið í úrslitaleikinn á Evrópumótinu í handbolta. Á fimmtudagskvöldinu, sólarhring fyrir undanúrslitaleikinn á móti Frökkum, þá var hann ekki hluti af sænska hópnum og í raun staddur í öðru landi. Lucas Pellas om flickvännen Hanna Edwinson: Hon är hjälten i dag . https://t.co/JRH1QoTiG8— (@Ghostdog_us) January 29, 2022 Svíar þurftu vinstri hornamann en Pellas var staddur í Frakklandi þar sem hann var að spila æfingarleik með liði sínu Montpellier. Það tókst hins vegar að hafa upp á honum og koma honum til Búdapest. Lucas kom eins og kallaður til móts við sænska liðið í tíma fyrir undanúrslitaleikinn en hann skoraði sjö mörk úr átta skotum þær 24 mínútur sem hann spilaði á móti Frökkum. Svíar unnu leikinn með minnsta mun, 34-33. Instagram Sænska pressan var ekki bara tilbúinn að kalla Lucas Pellas eina af hetjum sænska landsliðsins því kærasta hans, Hanna Edwinson, fær einnig mikið hrós. Ástæðan er að Lucas Pellas var ekki staddur í Montpellier þegar símtalið kom frá sænska landsliðsþjálfaranum heldur í borginni Saint Etienne þar sem æfingarleikurinn fór fram. Sem betur fer var kærasta hans stödd heima í Montpellier og gat komið vegabréfinu til hans. Til þess þurfti hún aftur á móti að fórna miklu. Lucas fékk það staðfest að hann væri kallaður út á EM eftir miðnætti en kærasta hans, Hanna Edwinson, var tilbúin að fórna einni nótt til að sjá til þess að hann kæmist til Ungverjalands. Hún tók vegabréfið hans og tók næturrútu frá Montpellier til Lyon. Lucas tók sjálfur leigubíl á flugvöllinn. Ferðin hans tók frekar stuttan tíma en hún var aftur á móti þrjá og hálfa klukkutíma í rútunni. „Ég vildi ekki keyra bílinn um miðja nótt í Frakklandi því það eru bara fimm vikur síðan ég fékk ökuskírteinið,“ sagði Hanna Edwinson í viðtali við Aftonbladet en hún hefur skapað sér nafn sem fyrirsæta. View this post on Instagram A post shared by Hanna Edwinson (@hannaedwinson) Hanna kom vegabréfinu til kærastans og hann gat því flogið frá Lyon til Búdapest. Flugið fór af stað 6.20 og lenti í Búdapest klukkan 12.45. Hanna fékk auðvitað að fara með. „Hún er hetjan í dag,“ sagði Pellas um kærustu sína í viðtali við Aftonbladet. „Ég vissi hvað hann langaði mikið að komast þangað og hversu gaman honum finnst að spila með þessum strákum,“ sagði Hanna. Stepping up in his first #ehfeuro2022 match - Lucas Pellas! @hlandslaget #ehfeuro2022 #watchgamesseemore pic.twitter.com/sAq2A2RuHZ— EHF EURO (@EHFEURO) January 28, 2022 EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Fleiri fréttir Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira
Sænski landsliðsmaðurinn Lucas Pellas átti mikinn þátt í því að Svíar komust alla leið í úrslitaleikinn á Evrópumótinu í handbolta. Á fimmtudagskvöldinu, sólarhring fyrir undanúrslitaleikinn á móti Frökkum, þá var hann ekki hluti af sænska hópnum og í raun staddur í öðru landi. Lucas Pellas om flickvännen Hanna Edwinson: Hon är hjälten i dag . https://t.co/JRH1QoTiG8— (@Ghostdog_us) January 29, 2022 Svíar þurftu vinstri hornamann en Pellas var staddur í Frakklandi þar sem hann var að spila æfingarleik með liði sínu Montpellier. Það tókst hins vegar að hafa upp á honum og koma honum til Búdapest. Lucas kom eins og kallaður til móts við sænska liðið í tíma fyrir undanúrslitaleikinn en hann skoraði sjö mörk úr átta skotum þær 24 mínútur sem hann spilaði á móti Frökkum. Svíar unnu leikinn með minnsta mun, 34-33. Instagram Sænska pressan var ekki bara tilbúinn að kalla Lucas Pellas eina af hetjum sænska landsliðsins því kærasta hans, Hanna Edwinson, fær einnig mikið hrós. Ástæðan er að Lucas Pellas var ekki staddur í Montpellier þegar símtalið kom frá sænska landsliðsþjálfaranum heldur í borginni Saint Etienne þar sem æfingarleikurinn fór fram. Sem betur fer var kærasta hans stödd heima í Montpellier og gat komið vegabréfinu til hans. Til þess þurfti hún aftur á móti að fórna miklu. Lucas fékk það staðfest að hann væri kallaður út á EM eftir miðnætti en kærasta hans, Hanna Edwinson, var tilbúin að fórna einni nótt til að sjá til þess að hann kæmist til Ungverjalands. Hún tók vegabréfið hans og tók næturrútu frá Montpellier til Lyon. Lucas tók sjálfur leigubíl á flugvöllinn. Ferðin hans tók frekar stuttan tíma en hún var aftur á móti þrjá og hálfa klukkutíma í rútunni. „Ég vildi ekki keyra bílinn um miðja nótt í Frakklandi því það eru bara fimm vikur síðan ég fékk ökuskírteinið,“ sagði Hanna Edwinson í viðtali við Aftonbladet en hún hefur skapað sér nafn sem fyrirsæta. View this post on Instagram A post shared by Hanna Edwinson (@hannaedwinson) Hanna kom vegabréfinu til kærastans og hann gat því flogið frá Lyon til Búdapest. Flugið fór af stað 6.20 og lenti í Búdapest klukkan 12.45. Hanna fékk auðvitað að fara með. „Hún er hetjan í dag,“ sagði Pellas um kærustu sína í viðtali við Aftonbladet. „Ég vissi hvað hann langaði mikið að komast þangað og hversu gaman honum finnst að spila með þessum strákum,“ sagði Hanna. Stepping up in his first #ehfeuro2022 match - Lucas Pellas! @hlandslaget #ehfeuro2022 #watchgamesseemore pic.twitter.com/sAq2A2RuHZ— EHF EURO (@EHFEURO) January 28, 2022
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Fleiri fréttir Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira