Sveindís hóf leik á varamannabekknum en kom inná fyrir þýsku landsliðskonuna Lenu Oberdorf á 74.mínútu.
Þá var staðan 0-2 Wolfsburg í vil en leiknum lauk með 0-3 sigri Wolfsburg sem lyfti sér þar með upp í efsta sæti deildarinnar.
Sveindís hóf að æfa með Wolfsburg í lok síðasta árs eftir að hafa verið á láni hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Kristianstad á síðustu leiktíð. Þýska úrvalsdeildin hófst svo að nýju eftir vetrarfrí í dag.
Wolfsburg hefur eins stigs forystu á Íslendingalið Bayern Munchen þegar tíu umferðum er ólokið af þýsku úrvalsdeildinni.
Bayern Munchen hefur leik að nýju eftir vetrarfrí um næstu helgi en í dag lék liðið æfingaleik gegn Nurnberg þar sem þær Cecilia Rán Rúnarsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir voru allar í byrjunarliði Bayern sem vann stórsigur, 9-0.