Danski bakvörðurinn August Emil Haas hefur samið við körfuknattleiksdeild Þórs á Akureyri um að leika með liðinu út leiktíðina.
Þórsarar hafa aðeins unnið einn leik á tímabilinu og virðist fall blasa við Norðanmönnum.
August er 24 ára gamall og lék síðast með Herlev í dönsku úrvalsdeildinni en áður í bandaríska háskólaboltanum. Hann á leiki að baki fyrir öll landslið Danmerkur.