Guðmundur: Með ólíkindum hvað liðið hefur staðið sig stórkostlega Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. janúar 2022 17:05 Guðmundur Guðmundsson á hliðarlínunni í dag. getty/Sanjin Strukic Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, kvaðst afar stoltur af sínu liði eftir leikinn gegn Noregi um 5. sætið á EM í dag. Norðmenn unnu, 33-34, þökk sé flautumarki Haralds Reinkind og tryggðu sér þar með sæti á HM á næsta ári. „Þetta er með ólíkindum og eiginlega sorgleg niðurstaða eftir þetta allt. Við höfum orðið fyrir sífelldum vonbrigðum og lamdir niður, stigum upp, vorum lamdir niður en stigum upp. Þá er ég að tala um covid-vesenið og hvernig við lentum í því og erum enn að glíma við það,“ sagði Guðmundur við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn í Búdapest í dag. „Það voru vonbrigði að upplifa það að Danir skildu ekki vinna Frakka og við skildum ekki komast inn í undanúrslit sem við áttum skilið. Mér fannst við líka eiga skilið að vinna í dag. Við fengum gullið tækifæri undir lok venjulegs leiktíma en boltinn fór hársbreidd framhjá. Þetta er ótrúlegt. Svo var jafnt á öllum tölum í framlengingunni og þetta gat farið á hvorn veginn sem var.“ Þrái að við fáum að stilla upp okkar sterkasta liði Íslenska liðið vann fimm af átta leikjum sínum á EM og tapaði þremur, þar af tveimur með einu marki, þrátt fyrir að vera án fjölda lykilmanna. „Mér þætti gaman að stilla okkar sterkasta liði upp á móti þessum liðum í dag. Ég þrái að það gerist og við fáum að sjá það. Í fyrsta lagi fengum við menn inn sem hafa verið lokaðir inni á hótelherbergi síðustu daga og ekki getað æft. Svo bættust meiðsli ofan á það og við áttum bara einn línumann eftir,“ sagði Guðmundur en Þráinn Orri Jónsson meiddist um miðjan fyrri hálfleik og komast ekkert við sögu eftir það. Arnar Freyr Arnarsson og Elliði Snær Viðarsson eru enn í einangrun. „Það er með ólíkindum hvað liðið hefur staðið sig stórkostlega og þessir leikmenn, ég á ekki orð til að lýsa þessu. Þvílíkir karakterar, þvílíkir sigurvegarar. Það er búið að slá okkur margoft í gólfið en við stóðum alltaf upp aftur og komum tvíefldir til baka. Ég hef aldrei upplifað svona áður.“ Búinn að vera undir ansi miklum þrýstingi Þegar Guðmundur tók við íslenska landsliðinu í þriðja sinn 2018 setti hann sér það markmið að koma því aftur á meðal átta bestu liða heims. Og það tókst. Guðmundur segir að síðustu ár hafi tekið á. „Ég er búinn að vera undir ansi miklum þrýstingi sem þjálfari og þetta hefur verið mjög erfitt. Mér fannst menn ekki hafa almennilegan skilning á þessu þegar ég sagðist ætla að gera þetta 2018. Mér fannst menn ekki tengja við það, ég skal játa það,“ sagði Guðmundur. „Ég veit að þegar við erum að taka skrefin fram á veginn, bæta okkur og leikmennirnir að þroskast liggjum við stundum vel við höggi. Það hefur verið þannig. En ég sjálfur hafði þessa sýn og setti hana fram og núna er hún að koma í ljós. Þetta er þrotlaus vinna og þetta gerist ekkert á einni nóttu ef menn halda það.“ Klippa: Guðmundur Guðmundsson eftir tap Íslands EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Topparnir í tölfræðinni á móti Noregi: Ómar Ingi átti orku í enn einn stórleikinn Ómar Ingi Magnússon og íslenska liðið gróf sig upp úr holu á móti geysisterku norsku liði en voru svo grátlega nálægt því að taka fimmta sætið. 28. janúar 2022 16:45 Einkunnir á móti Noregi: Ómar Ingi og Elvar fá báðir hæstu einkunn Ómar Ingi Magnússon bauð upp á enn einn stórleikinn og að þessu sinni sýndi Elvar Örn Jónsson okkur líka hversu framtíð hans er björt í íslensku landsliðstreyjunni. 28. janúar 2022 17:25 Fyrirliðinn Ýmir Örn: Ég elska þessa stráka alveg út af lífinu „Ég held bara að við höfum allir gefið allt sem við áttum í þetta mót. Hvað þá í dag. Þetta eru skrítnar tilfinningar,“ sagði Ýmir Örn Gíslason, fyrirliði Íslands, eftir einkar súrt eins marks gegn Noregi tap um 5. sætið á EM í handbolta í dag. 28. janúar 2022 16:54 Ómar Ingi: Er loksins að spila af eðlilegri getu þó það sé margt hægt að bæta „Ég held það sé alveg tía. Þetta var bara svekkjandi í dag, við börðumst og gáfum allt en þetta voru bara smáatriði í lokin,“ sagði Ómar Ingi Magnússon – ein af hetjum Íslands á Evrópumótinu í handbolta – um hversu þreyttir menn væru á skalanum 1-10 eftir allt sem íslenska liðið hefur gengið í gegnum. 28. janúar 2022 17:16 Bjarki Már: Bjartsýnn en svekktur að hafa ekki unnið í dag Bjarki Már Elísson, ein af stjörnum íslenska landsliðsins í handbolta, var eðlilega mjög svekktur eftir súrt eins marks tap Íslands gegn Noregi í framlengdum leik um 5. sæti mótsins. Ekki nóg með að leikur dagsins hafi verið upp á 5. sæti Evrópumótsins heldur var sæti á HM í Póllandi og Svíþjóð á næsta ári í boði. 28. janúar 2022 16:45 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sjá meira
„Þetta er með ólíkindum og eiginlega sorgleg niðurstaða eftir þetta allt. Við höfum orðið fyrir sífelldum vonbrigðum og lamdir niður, stigum upp, vorum lamdir niður en stigum upp. Þá er ég að tala um covid-vesenið og hvernig við lentum í því og erum enn að glíma við það,“ sagði Guðmundur við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn í Búdapest í dag. „Það voru vonbrigði að upplifa það að Danir skildu ekki vinna Frakka og við skildum ekki komast inn í undanúrslit sem við áttum skilið. Mér fannst við líka eiga skilið að vinna í dag. Við fengum gullið tækifæri undir lok venjulegs leiktíma en boltinn fór hársbreidd framhjá. Þetta er ótrúlegt. Svo var jafnt á öllum tölum í framlengingunni og þetta gat farið á hvorn veginn sem var.“ Þrái að við fáum að stilla upp okkar sterkasta liði Íslenska liðið vann fimm af átta leikjum sínum á EM og tapaði þremur, þar af tveimur með einu marki, þrátt fyrir að vera án fjölda lykilmanna. „Mér þætti gaman að stilla okkar sterkasta liði upp á móti þessum liðum í dag. Ég þrái að það gerist og við fáum að sjá það. Í fyrsta lagi fengum við menn inn sem hafa verið lokaðir inni á hótelherbergi síðustu daga og ekki getað æft. Svo bættust meiðsli ofan á það og við áttum bara einn línumann eftir,“ sagði Guðmundur en Þráinn Orri Jónsson meiddist um miðjan fyrri hálfleik og komast ekkert við sögu eftir það. Arnar Freyr Arnarsson og Elliði Snær Viðarsson eru enn í einangrun. „Það er með ólíkindum hvað liðið hefur staðið sig stórkostlega og þessir leikmenn, ég á ekki orð til að lýsa þessu. Þvílíkir karakterar, þvílíkir sigurvegarar. Það er búið að slá okkur margoft í gólfið en við stóðum alltaf upp aftur og komum tvíefldir til baka. Ég hef aldrei upplifað svona áður.“ Búinn að vera undir ansi miklum þrýstingi Þegar Guðmundur tók við íslenska landsliðinu í þriðja sinn 2018 setti hann sér það markmið að koma því aftur á meðal átta bestu liða heims. Og það tókst. Guðmundur segir að síðustu ár hafi tekið á. „Ég er búinn að vera undir ansi miklum þrýstingi sem þjálfari og þetta hefur verið mjög erfitt. Mér fannst menn ekki hafa almennilegan skilning á þessu þegar ég sagðist ætla að gera þetta 2018. Mér fannst menn ekki tengja við það, ég skal játa það,“ sagði Guðmundur. „Ég veit að þegar við erum að taka skrefin fram á veginn, bæta okkur og leikmennirnir að þroskast liggjum við stundum vel við höggi. Það hefur verið þannig. En ég sjálfur hafði þessa sýn og setti hana fram og núna er hún að koma í ljós. Þetta er þrotlaus vinna og þetta gerist ekkert á einni nóttu ef menn halda það.“ Klippa: Guðmundur Guðmundsson eftir tap Íslands
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Topparnir í tölfræðinni á móti Noregi: Ómar Ingi átti orku í enn einn stórleikinn Ómar Ingi Magnússon og íslenska liðið gróf sig upp úr holu á móti geysisterku norsku liði en voru svo grátlega nálægt því að taka fimmta sætið. 28. janúar 2022 16:45 Einkunnir á móti Noregi: Ómar Ingi og Elvar fá báðir hæstu einkunn Ómar Ingi Magnússon bauð upp á enn einn stórleikinn og að þessu sinni sýndi Elvar Örn Jónsson okkur líka hversu framtíð hans er björt í íslensku landsliðstreyjunni. 28. janúar 2022 17:25 Fyrirliðinn Ýmir Örn: Ég elska þessa stráka alveg út af lífinu „Ég held bara að við höfum allir gefið allt sem við áttum í þetta mót. Hvað þá í dag. Þetta eru skrítnar tilfinningar,“ sagði Ýmir Örn Gíslason, fyrirliði Íslands, eftir einkar súrt eins marks gegn Noregi tap um 5. sætið á EM í handbolta í dag. 28. janúar 2022 16:54 Ómar Ingi: Er loksins að spila af eðlilegri getu þó það sé margt hægt að bæta „Ég held það sé alveg tía. Þetta var bara svekkjandi í dag, við börðumst og gáfum allt en þetta voru bara smáatriði í lokin,“ sagði Ómar Ingi Magnússon – ein af hetjum Íslands á Evrópumótinu í handbolta – um hversu þreyttir menn væru á skalanum 1-10 eftir allt sem íslenska liðið hefur gengið í gegnum. 28. janúar 2022 17:16 Bjarki Már: Bjartsýnn en svekktur að hafa ekki unnið í dag Bjarki Már Elísson, ein af stjörnum íslenska landsliðsins í handbolta, var eðlilega mjög svekktur eftir súrt eins marks tap Íslands gegn Noregi í framlengdum leik um 5. sæti mótsins. Ekki nóg með að leikur dagsins hafi verið upp á 5. sæti Evrópumótsins heldur var sæti á HM í Póllandi og Svíþjóð á næsta ári í boði. 28. janúar 2022 16:45 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sjá meira
Topparnir í tölfræðinni á móti Noregi: Ómar Ingi átti orku í enn einn stórleikinn Ómar Ingi Magnússon og íslenska liðið gróf sig upp úr holu á móti geysisterku norsku liði en voru svo grátlega nálægt því að taka fimmta sætið. 28. janúar 2022 16:45
Einkunnir á móti Noregi: Ómar Ingi og Elvar fá báðir hæstu einkunn Ómar Ingi Magnússon bauð upp á enn einn stórleikinn og að þessu sinni sýndi Elvar Örn Jónsson okkur líka hversu framtíð hans er björt í íslensku landsliðstreyjunni. 28. janúar 2022 17:25
Fyrirliðinn Ýmir Örn: Ég elska þessa stráka alveg út af lífinu „Ég held bara að við höfum allir gefið allt sem við áttum í þetta mót. Hvað þá í dag. Þetta eru skrítnar tilfinningar,“ sagði Ýmir Örn Gíslason, fyrirliði Íslands, eftir einkar súrt eins marks gegn Noregi tap um 5. sætið á EM í handbolta í dag. 28. janúar 2022 16:54
Ómar Ingi: Er loksins að spila af eðlilegri getu þó það sé margt hægt að bæta „Ég held það sé alveg tía. Þetta var bara svekkjandi í dag, við börðumst og gáfum allt en þetta voru bara smáatriði í lokin,“ sagði Ómar Ingi Magnússon – ein af hetjum Íslands á Evrópumótinu í handbolta – um hversu þreyttir menn væru á skalanum 1-10 eftir allt sem íslenska liðið hefur gengið í gegnum. 28. janúar 2022 17:16
Bjarki Már: Bjartsýnn en svekktur að hafa ekki unnið í dag Bjarki Már Elísson, ein af stjörnum íslenska landsliðsins í handbolta, var eðlilega mjög svekktur eftir súrt eins marks tap Íslands gegn Noregi í framlengdum leik um 5. sæti mótsins. Ekki nóg með að leikur dagsins hafi verið upp á 5. sæti Evrópumótsins heldur var sæti á HM í Póllandi og Svíþjóð á næsta ári í boði. 28. janúar 2022 16:45