Enn bætist á vandræði Borisar Samúel Karl Ólason skrifar 26. janúar 2022 15:11 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er undir miklum þrýstingi þessa dagana. AP/Leon Neal Vandræði Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, virðast engan enda ætla að taka. Ný-opinberaðir tölvupóstar sína að hann heimilaði brottflutning gæludýra frá Afganistan í fyrra persónulega, sem forsætisráðherrann hafði áður sagt að væri „þvættingur“. Fyrrverandi starfsmaður utanríkisráðuneytis Bretlands sakaði í desember Johnson um að hafa lagt meiri áherslu á að koma gæludýrum frá Afganistan en fólki þegar óreiðan þar var hvað mest við yfirtöku Talibana í fyrra. Það sagði Johnson að væri „algjör þvættingur“. In December, Boris Johnson described claims he had authorised Afghan animal evacuation as "complete nonsense"New leaked emails suggest he was personally involved in ensuring animals and charity workers were evacuated from Kabul#BBCRealityCheck https://t.co/V9PlXnlJJZ pic.twitter.com/6SFuM4kJsI— BBC Politics (@BBCPolitics) January 26, 2022 Utanríkismálanefnd breska þingsins, sem hefur verið að rannsaka aðgerðir ríkisstjórnar Johnsons varðandi brottförina frá Afganistan, opinberaði hins vegar í dag tölvupósta þar sem fram kemur að forsætisráðherrann gaf sjálfur heimild til að kettir og hundar á vegum góðgerðafélags yrðu flutt frá Afganistan. Í frétt Sky News kemur fram að málið snýr að góðgerðafélaginu Nowzad sem rekið er af Pen Farthing, fyrrverandi landgönguliða í breska hernum. Þegar varnir stjórnarhers Afganistans féllu eins og spilaborg í haust lagði Farthing mikið kapp á að koma dýrum sínum frá landinu og leigði til þess flugvél. Yfirvöld Bretlands veittu Farthing heimild til að fljúga til og frá Afganistan til að sækja dýrin. Strax í kjölfarið heyrðist gagnrýni á þá leið að verið væri að leggja meiri áherslu á að sækja dýr en fólk og þar á meðal menn sem höfðu unnið með breska hernum. Raphael Marshall sakaði svo ríkisstjórn Johnsons í desember um mikið skipulagsleysi í tengslum við brottflutningana. Hann sagði einnig að Jonhson hefði ákveðið að forgangsraða dýraflutningana og sagði þá ákvörðun hafa komið beint niður á brottflutningi breskra og afganskra ríkisborgara. Í tölvupóstunum segir berum orðum að forsætisráðherrann hafi veitt heimild til að flytja dýr Nowzad frá Afganistan og sömuleiðis starfsmenn góðgerðasamtakanna, sem hefðu ekki verið fluttir til Bretlands án inngrips Johnsons, samkvæmt einum tölvupóstinum. Talsmaður forsætisráðuneytisins segir það enn satt að Johnson hafi aldrei skipað embættismönnum að grípa til sérstakra aðgerða, samkvæmt svörum við fyrirspurn Sky News. Stjórnarandstaðan var fljót að gagnrýna Johnson vegna tölvupóstanna og hefur hann meðal annars verið sakaður um að ljúga „enn og aftur“ að bresku þjóðinni. Bretland Afganistan Tengdar fréttir Mun aftur svara fyrir veisluvöldin í breska þinginu í dag Boris Johnson forsætisráðherra Breta mun sitja fyrir svörum í breska þinginu síðar í dag og er búist við að ráðherrann lendi í orrahríð, enda er einnig von á skýrslu frá Sue Gray, embættismanni sem falið var að rannsaka möguleg sóttvarnabrot í kórónuveirufaraldrinum. 26. janúar 2022 06:39 Lögreglan rannsakar Borisar-boðin Lögreglan í London hefur hafið rannsókn á samkvæmum sem haldin voru í Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana í Bretlandi. Verið er að rannsaka hvort brot voru framin á sóttvarnalögum en uppljóstranir um samkvæmi hafa valdið Boris Johnson, forsætisráðherra, miklum vandræðum. 25. janúar 2022 11:08 Óvænt afmælisveisla í Downingstræti enn eitt höggið fyrir Johnson Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er sagður hafa verið viðstaddur afmælisviðburð í Downingstræti í júní 2020 þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi. Johnson hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarið fyrir önnur veisluhöld vorið 2020 og hafa þingmenn jafnvel kallað eftir afsögn hans. 24. janúar 2022 20:47 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira
Fyrrverandi starfsmaður utanríkisráðuneytis Bretlands sakaði í desember Johnson um að hafa lagt meiri áherslu á að koma gæludýrum frá Afganistan en fólki þegar óreiðan þar var hvað mest við yfirtöku Talibana í fyrra. Það sagði Johnson að væri „algjör þvættingur“. In December, Boris Johnson described claims he had authorised Afghan animal evacuation as "complete nonsense"New leaked emails suggest he was personally involved in ensuring animals and charity workers were evacuated from Kabul#BBCRealityCheck https://t.co/V9PlXnlJJZ pic.twitter.com/6SFuM4kJsI— BBC Politics (@BBCPolitics) January 26, 2022 Utanríkismálanefnd breska þingsins, sem hefur verið að rannsaka aðgerðir ríkisstjórnar Johnsons varðandi brottförina frá Afganistan, opinberaði hins vegar í dag tölvupósta þar sem fram kemur að forsætisráðherrann gaf sjálfur heimild til að kettir og hundar á vegum góðgerðafélags yrðu flutt frá Afganistan. Í frétt Sky News kemur fram að málið snýr að góðgerðafélaginu Nowzad sem rekið er af Pen Farthing, fyrrverandi landgönguliða í breska hernum. Þegar varnir stjórnarhers Afganistans féllu eins og spilaborg í haust lagði Farthing mikið kapp á að koma dýrum sínum frá landinu og leigði til þess flugvél. Yfirvöld Bretlands veittu Farthing heimild til að fljúga til og frá Afganistan til að sækja dýrin. Strax í kjölfarið heyrðist gagnrýni á þá leið að verið væri að leggja meiri áherslu á að sækja dýr en fólk og þar á meðal menn sem höfðu unnið með breska hernum. Raphael Marshall sakaði svo ríkisstjórn Johnsons í desember um mikið skipulagsleysi í tengslum við brottflutningana. Hann sagði einnig að Jonhson hefði ákveðið að forgangsraða dýraflutningana og sagði þá ákvörðun hafa komið beint niður á brottflutningi breskra og afganskra ríkisborgara. Í tölvupóstunum segir berum orðum að forsætisráðherrann hafi veitt heimild til að flytja dýr Nowzad frá Afganistan og sömuleiðis starfsmenn góðgerðasamtakanna, sem hefðu ekki verið fluttir til Bretlands án inngrips Johnsons, samkvæmt einum tölvupóstinum. Talsmaður forsætisráðuneytisins segir það enn satt að Johnson hafi aldrei skipað embættismönnum að grípa til sérstakra aðgerða, samkvæmt svörum við fyrirspurn Sky News. Stjórnarandstaðan var fljót að gagnrýna Johnson vegna tölvupóstanna og hefur hann meðal annars verið sakaður um að ljúga „enn og aftur“ að bresku þjóðinni.
Bretland Afganistan Tengdar fréttir Mun aftur svara fyrir veisluvöldin í breska þinginu í dag Boris Johnson forsætisráðherra Breta mun sitja fyrir svörum í breska þinginu síðar í dag og er búist við að ráðherrann lendi í orrahríð, enda er einnig von á skýrslu frá Sue Gray, embættismanni sem falið var að rannsaka möguleg sóttvarnabrot í kórónuveirufaraldrinum. 26. janúar 2022 06:39 Lögreglan rannsakar Borisar-boðin Lögreglan í London hefur hafið rannsókn á samkvæmum sem haldin voru í Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana í Bretlandi. Verið er að rannsaka hvort brot voru framin á sóttvarnalögum en uppljóstranir um samkvæmi hafa valdið Boris Johnson, forsætisráðherra, miklum vandræðum. 25. janúar 2022 11:08 Óvænt afmælisveisla í Downingstræti enn eitt höggið fyrir Johnson Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er sagður hafa verið viðstaddur afmælisviðburð í Downingstræti í júní 2020 þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi. Johnson hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarið fyrir önnur veisluhöld vorið 2020 og hafa þingmenn jafnvel kallað eftir afsögn hans. 24. janúar 2022 20:47 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira
Mun aftur svara fyrir veisluvöldin í breska þinginu í dag Boris Johnson forsætisráðherra Breta mun sitja fyrir svörum í breska þinginu síðar í dag og er búist við að ráðherrann lendi í orrahríð, enda er einnig von á skýrslu frá Sue Gray, embættismanni sem falið var að rannsaka möguleg sóttvarnabrot í kórónuveirufaraldrinum. 26. janúar 2022 06:39
Lögreglan rannsakar Borisar-boðin Lögreglan í London hefur hafið rannsókn á samkvæmum sem haldin voru í Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana í Bretlandi. Verið er að rannsaka hvort brot voru framin á sóttvarnalögum en uppljóstranir um samkvæmi hafa valdið Boris Johnson, forsætisráðherra, miklum vandræðum. 25. janúar 2022 11:08
Óvænt afmælisveisla í Downingstræti enn eitt höggið fyrir Johnson Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er sagður hafa verið viðstaddur afmælisviðburð í Downingstræti í júní 2020 þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi. Johnson hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarið fyrir önnur veisluhöld vorið 2020 og hafa þingmenn jafnvel kallað eftir afsögn hans. 24. janúar 2022 20:47