Reiknar með að Icelandair bæti fólki tjónið Heimir Már Pétursson skrifar 26. janúar 2022 11:46 Guðlaug Jóhannsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands fagnar dómi Félagsdóms frá í gær um að Icelandair hafi staðið ólöglega að uppsögnum flugfreyja og flugþjóna og endurráðningum þeirra í fyrra. Vísir Formaður Flugfreyjufélags Íslands reiknar með að Icelandair bæti um sjötíu flugfreyjum það tjón sem þær urðu fyrir vegna brota félagsins við uppsagnir og endurráðningar þeirra á síðasta ári. Félagið vilji viðræður við félagið um framhaldið. Icelandair sagði upp nær öllum flugfreyjum og flugþjónum félagsins í miðjum kjaraviðræðum og kórónuveirufaraldri á síðasta ári. Þegar félagið tók síðan að endurráða fólk var ekki farið eftir reglum um að fólk yrði endurráðið samkvæmt starfsaldri eins og samningar kváðu á um. Alþýðusambandið kærði málið til Félagsdóms fyrir hönd Flugfreyjufélagsins og í gær dæmdi dómurinn flugfreyjum í vil. Guðlaug Jóhannsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands segir hennar félagsfólk fagna fullnaðar sigri í Félagsdómi í gær.vísir Guðlaug Jóhannsdóttir formaður félagsins segir niðurstöðuna mikið réttlætismál eftir að brotið hafi verið á þessum hópi. „Þetta er fólk sem hefur starfað áratugum saman hjá Icelandair. Það þarf að bæta þessu fólki þetta upp á einhvern hátt. Við gerum ráð fyrir viðræðum við Icelandair á næstu dögum,“ segir Guðlaug. Hún vonist einnig til að hægt verði að funda með hópnum fljótlega í ljósi sóttvarnareglna en hún reikni með að flestir myndu vilji hefja störf á ný. Þetta fólk hafi nú fengið viðurkenningu á að uppsögn þeirra var ólögmæt. „Einhverjir eru komnir í vinnu. Aðrir ekki. Það er nokkuð ljóst að þessi hópur er búinn að ganga í gegnum mjög erfiða tíma. Þessi hópur var allur í starfi án athugasemda fyrir þennan heimsfaraldur. Fær svo þarna skell í lok uppsagnarfrests. Það má segja að hópurinn fagni þessu en vonast að sjálfsögðu eftir góðri niðurstöðu. Ég veit að margir vilja starfa aftur. Það verður hins vegar bara að koma í ljós,“ segir formaður Flugfreyjufélags Íslands. Vonandi verði hægt að funda með Icelandair sem fyrst og að félagið láti dóm Félagsdóms sér að kenningu verða. „Þetta er mjög afgerandi og fullnaðar sigur fyrir okkur. Ég vona að fólk sjái sér fært um að virða þetta í framtíðinni,“ segir Guðlaug Jóhannsdóttir. Icelandair Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Reynslumiklu flugfreyjurnar lögðu Icelandair Icelandair bar að fara eftir starfsaldri þegar félagið afturkallaði uppsagnir flugfreyja og flugþjóna rúmum þremur mánuðum eftir að fólkinu hafði verið sagt upp í apríl 2020. 25. janúar 2022 16:23 Smitandi ósvífni gagnvart launafólki Gul stéttarfélög eru félög sem eru undir áhrifavaldi atvinnurekenda og eru stofnuð til að koma í veg fyrir að starfsfólkið sé félagar í óháðum og raunverulegum stéttarfélögum. 28. maí 2021 12:00 Segir vegið að grundvallarreglum á vinnumarkaði og undirbúa málsókn Alþýðusamband Íslands hyggst stefna Icelandair fyrir félagsdómi vegna framgöngu félagsins í kjaradeilu við flugfreyjur. Lögfræðingur ASÍ segir Icelandair hafa vegið að grundvallarreglum á vinnumarkaði. 25. ágúst 2020 13:24 Svarar ekki hvort flugfreyjum verði sagt upp aftur verði nýi samningurinn felldur Hann hafi ekki trú á öðru en að samningurinn verði samþykktur. Formaður Flugfreyjufélagsins mun mæla með samningnum við félagsmenn sína. 19. júlí 2020 18:35 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Icelandair sagði upp nær öllum flugfreyjum og flugþjónum félagsins í miðjum kjaraviðræðum og kórónuveirufaraldri á síðasta ári. Þegar félagið tók síðan að endurráða fólk var ekki farið eftir reglum um að fólk yrði endurráðið samkvæmt starfsaldri eins og samningar kváðu á um. Alþýðusambandið kærði málið til Félagsdóms fyrir hönd Flugfreyjufélagsins og í gær dæmdi dómurinn flugfreyjum í vil. Guðlaug Jóhannsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands segir hennar félagsfólk fagna fullnaðar sigri í Félagsdómi í gær.vísir Guðlaug Jóhannsdóttir formaður félagsins segir niðurstöðuna mikið réttlætismál eftir að brotið hafi verið á þessum hópi. „Þetta er fólk sem hefur starfað áratugum saman hjá Icelandair. Það þarf að bæta þessu fólki þetta upp á einhvern hátt. Við gerum ráð fyrir viðræðum við Icelandair á næstu dögum,“ segir Guðlaug. Hún vonist einnig til að hægt verði að funda með hópnum fljótlega í ljósi sóttvarnareglna en hún reikni með að flestir myndu vilji hefja störf á ný. Þetta fólk hafi nú fengið viðurkenningu á að uppsögn þeirra var ólögmæt. „Einhverjir eru komnir í vinnu. Aðrir ekki. Það er nokkuð ljóst að þessi hópur er búinn að ganga í gegnum mjög erfiða tíma. Þessi hópur var allur í starfi án athugasemda fyrir þennan heimsfaraldur. Fær svo þarna skell í lok uppsagnarfrests. Það má segja að hópurinn fagni þessu en vonast að sjálfsögðu eftir góðri niðurstöðu. Ég veit að margir vilja starfa aftur. Það verður hins vegar bara að koma í ljós,“ segir formaður Flugfreyjufélags Íslands. Vonandi verði hægt að funda með Icelandair sem fyrst og að félagið láti dóm Félagsdóms sér að kenningu verða. „Þetta er mjög afgerandi og fullnaðar sigur fyrir okkur. Ég vona að fólk sjái sér fært um að virða þetta í framtíðinni,“ segir Guðlaug Jóhannsdóttir.
Icelandair Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Reynslumiklu flugfreyjurnar lögðu Icelandair Icelandair bar að fara eftir starfsaldri þegar félagið afturkallaði uppsagnir flugfreyja og flugþjóna rúmum þremur mánuðum eftir að fólkinu hafði verið sagt upp í apríl 2020. 25. janúar 2022 16:23 Smitandi ósvífni gagnvart launafólki Gul stéttarfélög eru félög sem eru undir áhrifavaldi atvinnurekenda og eru stofnuð til að koma í veg fyrir að starfsfólkið sé félagar í óháðum og raunverulegum stéttarfélögum. 28. maí 2021 12:00 Segir vegið að grundvallarreglum á vinnumarkaði og undirbúa málsókn Alþýðusamband Íslands hyggst stefna Icelandair fyrir félagsdómi vegna framgöngu félagsins í kjaradeilu við flugfreyjur. Lögfræðingur ASÍ segir Icelandair hafa vegið að grundvallarreglum á vinnumarkaði. 25. ágúst 2020 13:24 Svarar ekki hvort flugfreyjum verði sagt upp aftur verði nýi samningurinn felldur Hann hafi ekki trú á öðru en að samningurinn verði samþykktur. Formaður Flugfreyjufélagsins mun mæla með samningnum við félagsmenn sína. 19. júlí 2020 18:35 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Reynslumiklu flugfreyjurnar lögðu Icelandair Icelandair bar að fara eftir starfsaldri þegar félagið afturkallaði uppsagnir flugfreyja og flugþjóna rúmum þremur mánuðum eftir að fólkinu hafði verið sagt upp í apríl 2020. 25. janúar 2022 16:23
Smitandi ósvífni gagnvart launafólki Gul stéttarfélög eru félög sem eru undir áhrifavaldi atvinnurekenda og eru stofnuð til að koma í veg fyrir að starfsfólkið sé félagar í óháðum og raunverulegum stéttarfélögum. 28. maí 2021 12:00
Segir vegið að grundvallarreglum á vinnumarkaði og undirbúa málsókn Alþýðusamband Íslands hyggst stefna Icelandair fyrir félagsdómi vegna framgöngu félagsins í kjaradeilu við flugfreyjur. Lögfræðingur ASÍ segir Icelandair hafa vegið að grundvallarreglum á vinnumarkaði. 25. ágúst 2020 13:24
Svarar ekki hvort flugfreyjum verði sagt upp aftur verði nýi samningurinn felldur Hann hafi ekki trú á öðru en að samningurinn verði samþykktur. Formaður Flugfreyjufélagsins mun mæla með samningnum við félagsmenn sína. 19. júlí 2020 18:35
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent