Óvænt afmælisveisla í Downingstræti enn eitt höggið fyrir Johnson Fanndís Birna Logadóttir skrifar 24. janúar 2022 20:47 Boris Johnson á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Vísir/Getty Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er sagður hafa verið viðstaddur afmælisviðburð í Downingstræti í júní 2020 þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi. Johnson hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarið fyrir önnur veisluhöld vorið 2020 og hafa þingmenn jafnvel kallað eftir afsögn hans. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, á undir högg að sækja um þessar mundir vegna veisluhalda meðan harðar samkomutakmarkanir voru í gildi í Bretlandi en ITV greinir frá því í dag að svo virðist sem að Johnson hafi verið viðstaddur afmælisveislu í Downing stræti sumarið 2020. Að því er kemur fram í frétt ITV um málið er talið að Carrie Johnson, eiginkona forsætisráðherrans, hafi skipulagt óvænta afmælisveislu um miðjan dag þann 19. júní sem að um 30 manns sóttu. Þá hafi annað teiti átt sér stað um kvöldið. Aðeins níu dögum fyrr hafði Johnson biðlað til almennings að forðast samkomur innandyra eftir fremsta megni. Samkvæmt þáverandi reglum máttu aðeins sex manns safnast saman utandyra og tveir innandyra. Talsmenn ríkisstjórnarinnar hafa þó alfarið neitað því að fjölmennt teiti hafi farið fram á staðnum heldur hafi aðeins nokkrir fjölskyldumeðlimir fagnað með Johnson innandyra. Þá hafi hópur starfsmanna sem voru við störf þann dag safnast saman á skrifstofu Johnson til að óska honum til hamingju með daginn. Sjálfur hafi Johnson aðeins verið þar í um tíu mínútur. Fyrr í mánuðinum baðst Johnson afsökunar á því að hafa sótt garðveislu í Downingstræti 19 í maí 2020 en hann hefur verið sakaður um að ljúga að breska þinginu um hvað hann vissi um samkvæmið. Hann sagðist hafa talið að um vinnuviðburð væri að ræða og fullyrti að enginn hefði varað hann við að veisluhöldin væru brot á samkomutakmörkunum, líkt og Dominic Cummings, fyrrverandi ráðgjafi Johnson hélt fram. Guardian greindi frá því í síðustu viku að þingmenn breska Íhaldsflokksins væru sagðir leggja drög að því að koma forsætisráðherranum frá. Framganga hans síðustu vikur og mánuði hafi grafið verulega undan trúverðugleika hans. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ríkisstjórnin sökuð um að hóta þingmönnum og jafnvel kúga þá Þingmenn Íhaldsflokks Englands, sem vilja velta Boris Johnson, forsætisráðherra, úr sessi sem leiðtogi flokksins, hafa orðið fyrir hótunum frá meðlimum úr ríkisstjórn Bretlands. Þetta segir einn þingmaður flokksins og ráðleggur hann flokksbræðrum sínum og systrum sem hafa orðið fyrir kúgunum að leita til lögreglunnar. 20. janúar 2022 16:45 Reiknað með að tilkynnt verði um afléttingar í Englandi Búist er við því að Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, kynni afléttingar á sóttvarnatakmörkunum í Englandi síðar í dag. 19. janúar 2022 07:54 Enn uppljóstrað um djamm í Downingsstræti Starfsmenn Downingsstrætis 10, skrifstofu forsætisráðherra Breta hafa nú enn og aftur verið sakaðir um veisluhöld á sama tíma og almenningi var gert að fara eftir ströngum sóttvarnareglum sem bönnuðu allt slíkt. 14. janúar 2022 06:57 Boris Johnson biðst afsökunar á veisluhöldum í samkomubanni Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, baðst í dag afsökunar á að hafa sótt garðveislu sem fram fór í garði Downingstrætis 10 í maí 2020 þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi í Bretlandi. Stjórnarandstæðingar hafa krafist afsagnar forsætisráðherrans vegna málsins. 12. janúar 2022 13:15 Johnson situr fyrir svörum um ólögleg veisluhöld Boris Johnson forsætisráðherra Breta situr fyrir svörum í breska þinginu í dag og er fastlega búist við því að þingmenn stjórnarandstöðunnar og einnig hans eigin flokksmenn muni ganga hart fram gegn honum. 12. janúar 2022 06:54 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, á undir högg að sækja um þessar mundir vegna veisluhalda meðan harðar samkomutakmarkanir voru í gildi í Bretlandi en ITV greinir frá því í dag að svo virðist sem að Johnson hafi verið viðstaddur afmælisveislu í Downing stræti sumarið 2020. Að því er kemur fram í frétt ITV um málið er talið að Carrie Johnson, eiginkona forsætisráðherrans, hafi skipulagt óvænta afmælisveislu um miðjan dag þann 19. júní sem að um 30 manns sóttu. Þá hafi annað teiti átt sér stað um kvöldið. Aðeins níu dögum fyrr hafði Johnson biðlað til almennings að forðast samkomur innandyra eftir fremsta megni. Samkvæmt þáverandi reglum máttu aðeins sex manns safnast saman utandyra og tveir innandyra. Talsmenn ríkisstjórnarinnar hafa þó alfarið neitað því að fjölmennt teiti hafi farið fram á staðnum heldur hafi aðeins nokkrir fjölskyldumeðlimir fagnað með Johnson innandyra. Þá hafi hópur starfsmanna sem voru við störf þann dag safnast saman á skrifstofu Johnson til að óska honum til hamingju með daginn. Sjálfur hafi Johnson aðeins verið þar í um tíu mínútur. Fyrr í mánuðinum baðst Johnson afsökunar á því að hafa sótt garðveislu í Downingstræti 19 í maí 2020 en hann hefur verið sakaður um að ljúga að breska þinginu um hvað hann vissi um samkvæmið. Hann sagðist hafa talið að um vinnuviðburð væri að ræða og fullyrti að enginn hefði varað hann við að veisluhöldin væru brot á samkomutakmörkunum, líkt og Dominic Cummings, fyrrverandi ráðgjafi Johnson hélt fram. Guardian greindi frá því í síðustu viku að þingmenn breska Íhaldsflokksins væru sagðir leggja drög að því að koma forsætisráðherranum frá. Framganga hans síðustu vikur og mánuði hafi grafið verulega undan trúverðugleika hans.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ríkisstjórnin sökuð um að hóta þingmönnum og jafnvel kúga þá Þingmenn Íhaldsflokks Englands, sem vilja velta Boris Johnson, forsætisráðherra, úr sessi sem leiðtogi flokksins, hafa orðið fyrir hótunum frá meðlimum úr ríkisstjórn Bretlands. Þetta segir einn þingmaður flokksins og ráðleggur hann flokksbræðrum sínum og systrum sem hafa orðið fyrir kúgunum að leita til lögreglunnar. 20. janúar 2022 16:45 Reiknað með að tilkynnt verði um afléttingar í Englandi Búist er við því að Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, kynni afléttingar á sóttvarnatakmörkunum í Englandi síðar í dag. 19. janúar 2022 07:54 Enn uppljóstrað um djamm í Downingsstræti Starfsmenn Downingsstrætis 10, skrifstofu forsætisráðherra Breta hafa nú enn og aftur verið sakaðir um veisluhöld á sama tíma og almenningi var gert að fara eftir ströngum sóttvarnareglum sem bönnuðu allt slíkt. 14. janúar 2022 06:57 Boris Johnson biðst afsökunar á veisluhöldum í samkomubanni Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, baðst í dag afsökunar á að hafa sótt garðveislu sem fram fór í garði Downingstrætis 10 í maí 2020 þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi í Bretlandi. Stjórnarandstæðingar hafa krafist afsagnar forsætisráðherrans vegna málsins. 12. janúar 2022 13:15 Johnson situr fyrir svörum um ólögleg veisluhöld Boris Johnson forsætisráðherra Breta situr fyrir svörum í breska þinginu í dag og er fastlega búist við því að þingmenn stjórnarandstöðunnar og einnig hans eigin flokksmenn muni ganga hart fram gegn honum. 12. janúar 2022 06:54 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira
Ríkisstjórnin sökuð um að hóta þingmönnum og jafnvel kúga þá Þingmenn Íhaldsflokks Englands, sem vilja velta Boris Johnson, forsætisráðherra, úr sessi sem leiðtogi flokksins, hafa orðið fyrir hótunum frá meðlimum úr ríkisstjórn Bretlands. Þetta segir einn þingmaður flokksins og ráðleggur hann flokksbræðrum sínum og systrum sem hafa orðið fyrir kúgunum að leita til lögreglunnar. 20. janúar 2022 16:45
Reiknað með að tilkynnt verði um afléttingar í Englandi Búist er við því að Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, kynni afléttingar á sóttvarnatakmörkunum í Englandi síðar í dag. 19. janúar 2022 07:54
Enn uppljóstrað um djamm í Downingsstræti Starfsmenn Downingsstrætis 10, skrifstofu forsætisráðherra Breta hafa nú enn og aftur verið sakaðir um veisluhöld á sama tíma og almenningi var gert að fara eftir ströngum sóttvarnareglum sem bönnuðu allt slíkt. 14. janúar 2022 06:57
Boris Johnson biðst afsökunar á veisluhöldum í samkomubanni Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, baðst í dag afsökunar á að hafa sótt garðveislu sem fram fór í garði Downingstrætis 10 í maí 2020 þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi í Bretlandi. Stjórnarandstæðingar hafa krafist afsagnar forsætisráðherrans vegna málsins. 12. janúar 2022 13:15
Johnson situr fyrir svörum um ólögleg veisluhöld Boris Johnson forsætisráðherra Breta situr fyrir svörum í breska þinginu í dag og er fastlega búist við því að þingmenn stjórnarandstöðunnar og einnig hans eigin flokksmenn muni ganga hart fram gegn honum. 12. janúar 2022 06:54