Komið hefur til innköllunar á þessum tveimur lotum heimaprófsins á Írlandi samkvæmt tilkynningu frá Lyfjastofnun. Framleiðandi prófanna, Genrui Biotech, hefur rannsakað grunnorsök gallans og komist að þeirri niðurstöðu að hann einskorðist eingöngu við þessar tvær lotur.
Loturnar sem um ræðir eru 20211008 og 20211125. Framleiðandinn hefur þá einnig staðfest að gallinn hafi ekki áhrif á hvernig prófin birta neikvæðar niðurstöður.
Dreifingar- og söluaðilar prófanna hér á landi eru beðnir um að kynna sér tilkynningu frá framleiðanda og fylgja þeim leiðbeiningum sem koma þar fram varðandi hvernig haga skuli innköllun og sölustöðvun.