Vill að hetjan úr Hótel Rúanda verði dæmd í lífstíðarfangelsi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. janúar 2022 11:06 Ákæruvaldið fer nú fram á að Paul Rusesabagina verði dæmdur í lífstíðarfangelsi. Rusesabagina er 67 ára gamall. Getty/Stringer Saksóknari í Rúanda hefur farið fram á að dómur yfir Paul Rusesabagina, hetjunni úr kvikmyndinni Hótel Rúanda, verði þyngdur í lífstíðardóm. Rusesabagina var dæmdur í 25 ára fangelsi í september fyrir hryðjuverk. Rusesabagina er frægur fyrir að hafa nýtt sér stöðu sína sem hótelstjóri og tengsl sín við þjóðflokk Hútúa til að vernda Tútsa sem flúðu þjóðarmorðið árið 1994. Flestir kannast eflaust við sögu hans úr kvikmyndinni Hótel Rúanda, en Don Cheadle fór með hlutverk hans í myndinni. Rusesabagina var í fyrra handtekinn og ákærður fyrir hryðjuverk en hann á að hafa stutt samtök, sem mótmælt hafa stjórnarháttum Paul Kagame forsetta landsins, fjárhagslega. Rusesabagina var í september dæmdur í 25 ára fangelsi, sem hann afplánar nú. Rusesabagina hefur neitað öllum ásökunum og tekið fyrir að taka virkan þátt í réttarhöldunum yfir honum. Stuðningsmenn hans segja málið drifið áfram af pólitíkusum og lítið til í ásökununum. Hann var dreginn fyrir dóm í Kigali í dag en ákæruvaldið hefur áfrýjað dómnum og fer fram á lífstíðarfangelsi yfir honum. Hann hefur viðurkennt að hafa sinnt einhvers konar leiðtogahlutverki í Samtökum fyrir lýðræðisþróun í Rúanda en tekur fyrir að hafa nokkuð haft með árásir herskás arms samtakanna, National Liberation Front, að gera. Dómarar í máli hans mátu það svo að ekki væri hægt að skilja að þessa tvo arma sömu samtakanna. Eins og áður segir bjargaði Rusesabagina fjölda fólks á hótelinu sínu í höfuðborg Rúanda á meðan á hundrað daga þjóðarmorði stóð. Meira en 800 þúsund Tútsar og Hútúar, sem voru á móti ofbeldinu, voru myrtir á þessum hundrað dögum. Rusesabagina naut mikillar hylli í kjölfar þess að kvikmyndin kom út og hann nýtti sér aðstöðu sína og vettvanginn sem honum var veittur til þess að vekja athygli á því, sem hann taldi ofbeldi af hálfu ríkisstjórnar Kagames. Kagame, sem hefur verið forseti landsins síðan árið 1994, hefur tekið fyrir ásakanir Rusesabagina og hefur notið stuðnings vestrænna ríkja fyrir að takast að koma á friði og stöðugleika í landinu. Mannréttinasamtök hafa þá lýst því yfir að málið gegn Rusesabagina sé enn eitt dæmið sem sýni kúgun Kagames á andstæðingum hans. Rúanda Tengdar fréttir Hótelstjórinn í Rúanda sakfelldur fyrir hryðjuverk Dómstóll í Rúanda sakfelldi Paul Rusesabagina fyrir hryðjuverk í dag. Rusesabagina var hylltur sem hetja þegar hann bjargaði á annað þúsund manns frá þjóðarmorði í landinu árið 1994. Hann heldur fram sakleysi sínu og telur sakirnar eiga sér pólitískar rætur. 20. september 2021 12:21 Hótel Rúanda hetjan sökuð um hryðjuverk Paul Rusesabagina er sagður hafa bjargað rúmlega tólf hundruð manns sem hann skýldi á hóteli sínu í þjóðarmorðinu í Rúanda 1994. Hann var hylltur sem hetja, naut heimsfrægðar þegar kvikmyndin Hotel Rwanda með Don Cheadle kom út árið 2004 og fékk frelsisorðu forseta Bandaríkjanna árið 2005. 24. febrúar 2021 06:16 Segir hetjunni úr Hótel Rúanda ekki hafa verið rænt Paul Kagame, forseti Rúanda, segir að maðurinn sem var fyrirmynd Hollywood myndar um þjóðarmorðið í Rúanda árið 1994 hafa snúið aftur til heimalands síns af sjálfsdáðum þar sem hann var handtekinn og ákærður fyrir morð og hryðjuverk. 6. september 2020 22:48 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Sjá meira
Rusesabagina er frægur fyrir að hafa nýtt sér stöðu sína sem hótelstjóri og tengsl sín við þjóðflokk Hútúa til að vernda Tútsa sem flúðu þjóðarmorðið árið 1994. Flestir kannast eflaust við sögu hans úr kvikmyndinni Hótel Rúanda, en Don Cheadle fór með hlutverk hans í myndinni. Rusesabagina var í fyrra handtekinn og ákærður fyrir hryðjuverk en hann á að hafa stutt samtök, sem mótmælt hafa stjórnarháttum Paul Kagame forsetta landsins, fjárhagslega. Rusesabagina var í september dæmdur í 25 ára fangelsi, sem hann afplánar nú. Rusesabagina hefur neitað öllum ásökunum og tekið fyrir að taka virkan þátt í réttarhöldunum yfir honum. Stuðningsmenn hans segja málið drifið áfram af pólitíkusum og lítið til í ásökununum. Hann var dreginn fyrir dóm í Kigali í dag en ákæruvaldið hefur áfrýjað dómnum og fer fram á lífstíðarfangelsi yfir honum. Hann hefur viðurkennt að hafa sinnt einhvers konar leiðtogahlutverki í Samtökum fyrir lýðræðisþróun í Rúanda en tekur fyrir að hafa nokkuð haft með árásir herskás arms samtakanna, National Liberation Front, að gera. Dómarar í máli hans mátu það svo að ekki væri hægt að skilja að þessa tvo arma sömu samtakanna. Eins og áður segir bjargaði Rusesabagina fjölda fólks á hótelinu sínu í höfuðborg Rúanda á meðan á hundrað daga þjóðarmorði stóð. Meira en 800 þúsund Tútsar og Hútúar, sem voru á móti ofbeldinu, voru myrtir á þessum hundrað dögum. Rusesabagina naut mikillar hylli í kjölfar þess að kvikmyndin kom út og hann nýtti sér aðstöðu sína og vettvanginn sem honum var veittur til þess að vekja athygli á því, sem hann taldi ofbeldi af hálfu ríkisstjórnar Kagames. Kagame, sem hefur verið forseti landsins síðan árið 1994, hefur tekið fyrir ásakanir Rusesabagina og hefur notið stuðnings vestrænna ríkja fyrir að takast að koma á friði og stöðugleika í landinu. Mannréttinasamtök hafa þá lýst því yfir að málið gegn Rusesabagina sé enn eitt dæmið sem sýni kúgun Kagames á andstæðingum hans.
Rúanda Tengdar fréttir Hótelstjórinn í Rúanda sakfelldur fyrir hryðjuverk Dómstóll í Rúanda sakfelldi Paul Rusesabagina fyrir hryðjuverk í dag. Rusesabagina var hylltur sem hetja þegar hann bjargaði á annað þúsund manns frá þjóðarmorði í landinu árið 1994. Hann heldur fram sakleysi sínu og telur sakirnar eiga sér pólitískar rætur. 20. september 2021 12:21 Hótel Rúanda hetjan sökuð um hryðjuverk Paul Rusesabagina er sagður hafa bjargað rúmlega tólf hundruð manns sem hann skýldi á hóteli sínu í þjóðarmorðinu í Rúanda 1994. Hann var hylltur sem hetja, naut heimsfrægðar þegar kvikmyndin Hotel Rwanda með Don Cheadle kom út árið 2004 og fékk frelsisorðu forseta Bandaríkjanna árið 2005. 24. febrúar 2021 06:16 Segir hetjunni úr Hótel Rúanda ekki hafa verið rænt Paul Kagame, forseti Rúanda, segir að maðurinn sem var fyrirmynd Hollywood myndar um þjóðarmorðið í Rúanda árið 1994 hafa snúið aftur til heimalands síns af sjálfsdáðum þar sem hann var handtekinn og ákærður fyrir morð og hryðjuverk. 6. september 2020 22:48 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Sjá meira
Hótelstjórinn í Rúanda sakfelldur fyrir hryðjuverk Dómstóll í Rúanda sakfelldi Paul Rusesabagina fyrir hryðjuverk í dag. Rusesabagina var hylltur sem hetja þegar hann bjargaði á annað þúsund manns frá þjóðarmorði í landinu árið 1994. Hann heldur fram sakleysi sínu og telur sakirnar eiga sér pólitískar rætur. 20. september 2021 12:21
Hótel Rúanda hetjan sökuð um hryðjuverk Paul Rusesabagina er sagður hafa bjargað rúmlega tólf hundruð manns sem hann skýldi á hóteli sínu í þjóðarmorðinu í Rúanda 1994. Hann var hylltur sem hetja, naut heimsfrægðar þegar kvikmyndin Hotel Rwanda með Don Cheadle kom út árið 2004 og fékk frelsisorðu forseta Bandaríkjanna árið 2005. 24. febrúar 2021 06:16
Segir hetjunni úr Hótel Rúanda ekki hafa verið rænt Paul Kagame, forseti Rúanda, segir að maðurinn sem var fyrirmynd Hollywood myndar um þjóðarmorðið í Rúanda árið 1994 hafa snúið aftur til heimalands síns af sjálfsdáðum þar sem hann var handtekinn og ákærður fyrir morð og hryðjuverk. 6. september 2020 22:48
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila