Síðustu daga hefur þó verið mikill órói í landinu eftir að hermenn gerður uppreisn gegn hershöfðingjum sínum. Hermennirnir krefjast betri búnaðar en þeir hafa verið látnir berjast við íslamista sem hafa staðið í uppreisn í landinu allar götur frá árinu 2015.
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í landinu og útgöngubanni komið á um nætur en það hleypti illu blóði í almenning sem hefur nú slegist í hóp með hermönnunum til að mótmæla ríkisstjórninni.