Sport

Titilvonir Chelsea lifa áfram eftir sigur á Tottenham

Atli Arason skrifar
Thiago Silva var áhrifaríkur á báðum endum vallarins í dag.
Thiago Silva var áhrifaríkur á báðum endum vallarins í dag.

Chelsea vann sanngjarnan 2-0 sigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Harry Kane skoraði fyrsta mark leiksins á 40. mínútu en það var dæmt af vegna þess að Kane braut á Thagio Silva í aðdraganda marksins að mati dómarateymis leiksins.

Hakim Ziyech skoraði svo fyrsta löglega mark leiksins í upphafi síðari hálfleiks og það var ekki af verri gerðinni. Callum Hudson-Odoi keyrir upp vænginn og leggur boltann út á Ziyech sem stendur við horn vítateigsins, opnar líkaman og skrúfar knettinum upp í fjærhornið á marki Tottenham. Óverjandi fyrir Hugo Loris sem varla hreyfði sig á marklínunni.

Á 55. mínútu tvöfaldar Thiago Silva forystu Chelsea með kollspyrnu eftir aukaspyrnu Masoun Mount á vinstri væng og þar við sat.

Chelsea fer með sigrinum upp í 47 stig og er nú tíu stigum á eftir toppliði Manchester City. Með ósigrinum mistekst Tottenham að komast upp fyrir Manchester United í meistaradeildarsæti. Tottenham á þó enn þá tvo leiki til góða á rauðu djöflana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×