Handbolti

Styttir sér stundir í einangrun: Lætur fólki bregða og sendir framkvæmdastjórann í sendiferðir

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Björgvin Páll Gústavsson lætur sér ekki leiðast í einangruninni.
Björgvin Páll Gústavsson lætur sér ekki leiðast í einangruninni. Vísir/Vilhelm

Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gúsatvsson lætur sér ekki leiðast í einangrun á hóteli í Ungverjalandi og leyfir fólki að fylgjast með hvað hann er að bralla á daginn til að stytta sér stundir.

Björgvin hefur verið duglegur að deila með fylgjendum sínum á Instagram hvað hann gerir til að stytta sér stundir í einangrun seinustu daga og fyrir utan það að æfa og borða vel hefur hann fundið leiðir til að skemmta sjálfum sér.

Hann hefur meðal annars staðið við herbergishurðina sína og beðið eftir að starfsmenn landsliðsins gangi framhjá og reynt að láta þeim bregða með því að berja í hurðina.

Björgvin Páll beið eftir að starfsmenn landsliðsins gengu framhjá og reyndi þá að láta þeim bregða.Instagram/skjáskot

Þá ákvað hann einnig að athuga hvað hann gæti komist upp með að biðja framkvæmdarstjóra HSÍ, Róbert Geir Gíslason, um að sækja fyrir sig. Björgvin bað um klósettpappír, handklæði og helling af smjöri og viti menn, framkvæmdarstjórinn kom færandi hendi.

Ásamt því að sýna frá þessum hrekkjum sínum hefur Björgvin einnig verið duglegur að sýna frá því þegar hann tekur æfingar, hvað hann borðar og ýmislegt fleira. Hægt er að sjá þessi uppátæki Björgvins í „Highlights“ á Instagram síðu hans með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×