Guardiola segir Southampton vera með besta aukaspyrnumann í heimi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. janúar 2022 09:00 James Ward-Prowse er sá besti í heimi í að taka aukaspyrnur að mati Pep Guardiola. Clive Brunskill/Getty Images Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að Southampton sé með besta aukaspyrnumann í heimi í herbúðum sínum, en liðin mætast í ensku úrvalsdeildinni í dag. James Ward-Prowse, miðjumaður Southampton, hefur vakið verðskuldaða athygli á seinustu árum fyrir hættulegar aukaspyrnur. Hvort sem það eru fyrirgjafir utan af kanti, eða skot á mark, þá virðast aukaspyrnur Ward-Prowse alltaf vekja upp ótta andstæðinga hans. Guardiola var á sínum tíma þjálfari Barcelona og á tíma hans þar var leikmaður sem einnig hefur verið talinn nokkuð góður í að taka aukaspyrnur. Sá heitir Lionel Messi, en Guardiola segir að Ward-Prowse sé sá besti sem hann hefur séð. „Það er enginn betri að taka aukaspyrnur en hann,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í gær. „Southampton er með besta aukaspyrnumann sem ég hef nokkurn tíman séð. Hann er að minnsta kostui sá besti í heimi á þessari stundu.“ Man City boss Pep Guardiola feels Southampton's James Ward-Prowse is the BEST free-kick taker in the world 🌍 pic.twitter.com/LFQpgtfbWa— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 21, 2022 Þrátt fyrir þetta lof frá spænska þjálfaranum á Ward-Prowse ansi langt í land til að ná Lionel Messi í mörkum skoruðum úr aukaspyrnum. Ef skoðuð eru seinustu fimm ár hefur Ward-Prowse skorað úr 11 aukasprynum, en Messi nánast tvöfalt fleiri, eða 20. Guardiola stóð þó fastur á sínu og hélt áfram að hrósa Englendingnum. „Hann er svo góður að maður horfir kannski aðeins framhjá getu hans í fótbolta. Hann er mikill liðsmaður sem býður upp á mikil gæði, bæði með og án bolta.“ „Hann hefur mikinn skilning á leiknum, en það eru aukaspyrnurnar, föstu leikatriðin og hornspyrnurnar sem fólkið horfir á,“ sagði Guardiola að lokum. Enski boltinn Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
James Ward-Prowse, miðjumaður Southampton, hefur vakið verðskuldaða athygli á seinustu árum fyrir hættulegar aukaspyrnur. Hvort sem það eru fyrirgjafir utan af kanti, eða skot á mark, þá virðast aukaspyrnur Ward-Prowse alltaf vekja upp ótta andstæðinga hans. Guardiola var á sínum tíma þjálfari Barcelona og á tíma hans þar var leikmaður sem einnig hefur verið talinn nokkuð góður í að taka aukaspyrnur. Sá heitir Lionel Messi, en Guardiola segir að Ward-Prowse sé sá besti sem hann hefur séð. „Það er enginn betri að taka aukaspyrnur en hann,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í gær. „Southampton er með besta aukaspyrnumann sem ég hef nokkurn tíman séð. Hann er að minnsta kostui sá besti í heimi á þessari stundu.“ Man City boss Pep Guardiola feels Southampton's James Ward-Prowse is the BEST free-kick taker in the world 🌍 pic.twitter.com/LFQpgtfbWa— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 21, 2022 Þrátt fyrir þetta lof frá spænska þjálfaranum á Ward-Prowse ansi langt í land til að ná Lionel Messi í mörkum skoruðum úr aukaspyrnum. Ef skoðuð eru seinustu fimm ár hefur Ward-Prowse skorað úr 11 aukasprynum, en Messi nánast tvöfalt fleiri, eða 20. Guardiola stóð þó fastur á sínu og hélt áfram að hrósa Englendingnum. „Hann er svo góður að maður horfir kannski aðeins framhjá getu hans í fótbolta. Hann er mikill liðsmaður sem býður upp á mikil gæði, bæði með og án bolta.“ „Hann hefur mikinn skilning á leiknum, en það eru aukaspyrnurnar, föstu leikatriðin og hornspyrnurnar sem fólkið horfir á,“ sagði Guardiola að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira