Guardiola segir Southampton vera með besta aukaspyrnumann í heimi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. janúar 2022 09:00 James Ward-Prowse er sá besti í heimi í að taka aukaspyrnur að mati Pep Guardiola. Clive Brunskill/Getty Images Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að Southampton sé með besta aukaspyrnumann í heimi í herbúðum sínum, en liðin mætast í ensku úrvalsdeildinni í dag. James Ward-Prowse, miðjumaður Southampton, hefur vakið verðskuldaða athygli á seinustu árum fyrir hættulegar aukaspyrnur. Hvort sem það eru fyrirgjafir utan af kanti, eða skot á mark, þá virðast aukaspyrnur Ward-Prowse alltaf vekja upp ótta andstæðinga hans. Guardiola var á sínum tíma þjálfari Barcelona og á tíma hans þar var leikmaður sem einnig hefur verið talinn nokkuð góður í að taka aukaspyrnur. Sá heitir Lionel Messi, en Guardiola segir að Ward-Prowse sé sá besti sem hann hefur séð. „Það er enginn betri að taka aukaspyrnur en hann,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í gær. „Southampton er með besta aukaspyrnumann sem ég hef nokkurn tíman séð. Hann er að minnsta kostui sá besti í heimi á þessari stundu.“ Man City boss Pep Guardiola feels Southampton's James Ward-Prowse is the BEST free-kick taker in the world 🌍 pic.twitter.com/LFQpgtfbWa— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 21, 2022 Þrátt fyrir þetta lof frá spænska þjálfaranum á Ward-Prowse ansi langt í land til að ná Lionel Messi í mörkum skoruðum úr aukaspyrnum. Ef skoðuð eru seinustu fimm ár hefur Ward-Prowse skorað úr 11 aukasprynum, en Messi nánast tvöfalt fleiri, eða 20. Guardiola stóð þó fastur á sínu og hélt áfram að hrósa Englendingnum. „Hann er svo góður að maður horfir kannski aðeins framhjá getu hans í fótbolta. Hann er mikill liðsmaður sem býður upp á mikil gæði, bæði með og án bolta.“ „Hann hefur mikinn skilning á leiknum, en það eru aukaspyrnurnar, föstu leikatriðin og hornspyrnurnar sem fólkið horfir á,“ sagði Guardiola að lokum. Enski boltinn Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
James Ward-Prowse, miðjumaður Southampton, hefur vakið verðskuldaða athygli á seinustu árum fyrir hættulegar aukaspyrnur. Hvort sem það eru fyrirgjafir utan af kanti, eða skot á mark, þá virðast aukaspyrnur Ward-Prowse alltaf vekja upp ótta andstæðinga hans. Guardiola var á sínum tíma þjálfari Barcelona og á tíma hans þar var leikmaður sem einnig hefur verið talinn nokkuð góður í að taka aukaspyrnur. Sá heitir Lionel Messi, en Guardiola segir að Ward-Prowse sé sá besti sem hann hefur séð. „Það er enginn betri að taka aukaspyrnur en hann,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í gær. „Southampton er með besta aukaspyrnumann sem ég hef nokkurn tíman séð. Hann er að minnsta kostui sá besti í heimi á þessari stundu.“ Man City boss Pep Guardiola feels Southampton's James Ward-Prowse is the BEST free-kick taker in the world 🌍 pic.twitter.com/LFQpgtfbWa— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 21, 2022 Þrátt fyrir þetta lof frá spænska þjálfaranum á Ward-Prowse ansi langt í land til að ná Lionel Messi í mörkum skoruðum úr aukaspyrnum. Ef skoðuð eru seinustu fimm ár hefur Ward-Prowse skorað úr 11 aukasprynum, en Messi nánast tvöfalt fleiri, eða 20. Guardiola stóð þó fastur á sínu og hélt áfram að hrósa Englendingnum. „Hann er svo góður að maður horfir kannski aðeins framhjá getu hans í fótbolta. Hann er mikill liðsmaður sem býður upp á mikil gæði, bæði með og án bolta.“ „Hann hefur mikinn skilning á leiknum, en það eru aukaspyrnurnar, föstu leikatriðin og hornspyrnurnar sem fólkið horfir á,“ sagði Guardiola að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira