Sviðahausinn klár á pizzunni frá Ölverki í Hveragerði.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Veitingamaður í Hveragerði ætlar að fara alla leið á bóndadaginn, sem er í dag því hann verður með sviðahausapizzur fyrir þá sem þora.
Laufey Sif Lárusdóttir og Elvar Þrastarson eiga veitingastaðinn Ölverk í Hveragerði, sem er fyrst og fremst pizzustaður en þar brugga þau líka sinn eigin bjór. Nú er allt að verða klárt fyrir bóndadaginn og þorrann en íslenskir sviðakjammar koma þar við sögu.
Kjamminn fer fyrst inn í pizzaofninn og snýst þar nokkra hringi. Strax á eftir er pizzunni skellt inn og síðan fer Elvar pizzugerðameistari að föndra við kjammann og pizzuna með alls konar góðgæti, m.a. frábæri BBQ sósu, sem hann býr til sjálfur.
Elvar Þrastarson veitingamaður hjá Ölverki segir að þeir sem hafa nú þegar fengið að smakka á sviðahausapizzunum gefi þeim sína bestu einkunn.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Sviðahausapizzan verður á boðstólnum í dag, bóndadag og jafnvel líka á morgun ef viðtökurnar verða góðar.
Ölverk er veitingastaður í Hveragerði þar sem eigendurnir eru alltaf tilbúnir að prófa einhverjar nýjungar.Magnús Hlynur HreiðarssonÝmis varningur, sem tengist þorranum á einn eða annar hátt hjá Ölverki í Hveragerði.Magnús Hlynur HreiðarssonSóði er nafnið á þorrabjór Ölverks í ár, sem er bruggaður á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson