Fílabeinsströndin sló Afríkumeistarana úr leik | Kwame Quee sá rautt í tapi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. janúar 2022 18:05 Nicolas Pepe skoraði þriðja mark Fílabeinsstrandarinnar í öruggum sigri gegn ríkjandi Afríkumeisturum. EPA-EFE/Alain Guy Suffo Ríkjandi Afríkumeistarar Alsír eru ú leik á Afríkumótinu í fótbolta eftir 3-1 tap gegn Fílabeinsströndinni í dag. Þá tryggði Miðbaugs-Gínea sér einnig sæti í 16-liða úrslitum með 1-0 sigri gegn Síerra Leóne þar sem Víkingurinn Kwame Quee sá rautt á lokamínútunum. Alsír þurfti nauðsynlega á sigri að halda gegn Fílabeinsströndinni til að koma sér í 16-liða úrslit. Leikurinn fór þó ekki nógu vel af stað fyrir þá þar sem að Franck Kessie kom Fílabeinsströndinni yfir eftir rúmlega tuttugu mínútna leik. Ibrahim Sangare tvöfaldaði forystu Fílabeinsstrendinga stuttu fyrir hálfleik eftir stoðsendingu frá Serge Aurier og því var staðan 2-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Nicolas Pepe stráði salti í sár Alsíringa þegar hann breytti stöðunni í 3-0 á 54. mínútu. Riyad Mahrez fékk svo tækifæri til að minnka muninn af vítapunktinum eftir klukkutíma leik, en klikkaði á spyrnunni. Alsíringar náðu loks að minnka muninn á 73. mínútu með marki frá Sofiane Bendebka, en þá var of seint í rassinn gripið og niðurstaðan 3-1 sigur Fílabeinsstrandarinnar. Fílabeinsströndin endar því í efsta sæti E-riðils með sjö stig, en Alsíringar eru úr leik eftir að hafa aðeins náð í eitt stig í riðlakeppninni og hafna í neðsta sæti. ⏩🌟 FINAL 1️⃣6️⃣ 🌟 🔥 #TeamCotedIvoire book their spot in the Round of 16 of the #TotalEnergiesAFCON2021 🎫 ✅ #AFCON2021 | @FIFCI_tweet pic.twitter.com/t21TrZc3c2— #TotalEnergiesAFCON2021 🏆 (@CAF_Online) January 20, 2022 Þá tryggði Miðbaugs-Gínea sér einnig sæti í 16-liða úrslitum með 1-0 sigri gegn Síerra Leóne. Eina mark leiksins skoraði Pablo Ganet á 38. mínútu. Kei Ansu Kamara fékk gullið tækifæri til að jafna leikinn af vítapunktinum stuttu fyrir leikslok, en klikkaði á spyrnunni. Þá fékk Kwame Quee, leikmaður Íslandsmeistara Víkings, að líta sitt annað gula spjald, og þar með rautt, á lokamínútu leiksins. Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Sjá meira
Alsír þurfti nauðsynlega á sigri að halda gegn Fílabeinsströndinni til að koma sér í 16-liða úrslit. Leikurinn fór þó ekki nógu vel af stað fyrir þá þar sem að Franck Kessie kom Fílabeinsströndinni yfir eftir rúmlega tuttugu mínútna leik. Ibrahim Sangare tvöfaldaði forystu Fílabeinsstrendinga stuttu fyrir hálfleik eftir stoðsendingu frá Serge Aurier og því var staðan 2-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Nicolas Pepe stráði salti í sár Alsíringa þegar hann breytti stöðunni í 3-0 á 54. mínútu. Riyad Mahrez fékk svo tækifæri til að minnka muninn af vítapunktinum eftir klukkutíma leik, en klikkaði á spyrnunni. Alsíringar náðu loks að minnka muninn á 73. mínútu með marki frá Sofiane Bendebka, en þá var of seint í rassinn gripið og niðurstaðan 3-1 sigur Fílabeinsstrandarinnar. Fílabeinsströndin endar því í efsta sæti E-riðils með sjö stig, en Alsíringar eru úr leik eftir að hafa aðeins náð í eitt stig í riðlakeppninni og hafna í neðsta sæti. ⏩🌟 FINAL 1️⃣6️⃣ 🌟 🔥 #TeamCotedIvoire book their spot in the Round of 16 of the #TotalEnergiesAFCON2021 🎫 ✅ #AFCON2021 | @FIFCI_tweet pic.twitter.com/t21TrZc3c2— #TotalEnergiesAFCON2021 🏆 (@CAF_Online) January 20, 2022 Þá tryggði Miðbaugs-Gínea sér einnig sæti í 16-liða úrslitum með 1-0 sigri gegn Síerra Leóne. Eina mark leiksins skoraði Pablo Ganet á 38. mínútu. Kei Ansu Kamara fékk gullið tækifæri til að jafna leikinn af vítapunktinum stuttu fyrir leikslok, en klikkaði á spyrnunni. Þá fékk Kwame Quee, leikmaður Íslandsmeistara Víkings, að líta sitt annað gula spjald, og þar með rautt, á lokamínútu leiksins.
Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Sjá meira