Ralf sáttur með De Gea og segir eðlilegt að Ronaldo hafi verið pirraður Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. janúar 2022 22:45 Ronaldo var ekki sáttur þegar hann var tekinn af velli. Twitter/MirrorFootball Það var glaður Ralf Rangnick sem ræddi við fjölmiðla að loknum 3-1 sigri sinna manna í Manchester United á Brentford í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Hann var þó ekki sáttur með frammistöðuna í fyrri hálfleik. „Það voru engin læti í hálfleik en augljóslega þurfum við að breyta nokkrum hlutum. Fyrri hálfleikur var ekki góður þegar kemur að mörgum þáttum leiksins. Í þeim síðari spiluðum við af meiri ákefð, fórum hærra upp á völlinn og fórum að taka réttar ákvarðanir þegar við vorum með boltann. Svo skoruðum við, sem er breytir öllu.“ „Anthony Elanga hélt áfram uppteknum hætti frá því á Villa Park. Hann var frábær í síðari hálfleik, vann mikið án bolta og skoraði svo fyrsta mark leiksins,“ sagði Rangnick um hinn 19 ára gamla markaskorara sinn. „Ég er mjög ánægður fyrir hönd allra ungu leikmanna minna í kvöld, þrír ungir og enskir markaskorarar,“ bætti Þjóðverjinn við en ásamt Elanga skoruðu þeir Mason Greenwood og Marcus Rashford. Það virðist sem Rangnick hafði aðeins ruglast í viðtalinu en þó Elanga komi vissulega úr akademíu Manchester United líkt og hinir tveir markaskorarar kvöldsins þá er hann fæddur í Svíþjóð og hefur leikið með yngri landsliðum Svía. Um David De Gea „Hann hefur verið að spila svona í nokkrar vikur núna, frábærar markvörslur í fyrri hálfleik. hann er einn besti markvörður í heimi að mínu mati.“ Um pirring Cristiano „Þetta er venjulegt, framherji vill vera inn á og skora mörk. Hann var hins vegar að koma til baka eftir meiðsli og það var mikilvægt að muna að við eigum annan leik innan skamms,“ sagði Rangnick um sjáanlegan pirring Ronaldo er hann var tekinn af velli í stöðunni 2-0. Cristiano Ronaldo after being subbed off pic.twitter.com/hkJHzDJSVF— B/R Football (@brfootball) January 19, 2022 „Eftir það sem gerðist á Villa Park (þar sem Man Utd henti frá sér 2-0 forystu) þá þurftum við að verja forystuna að þessu sinni. Það var mikilvægt fyrir okkur að fara í fimm manna vörn og þó við höfum ekki haldið hreinu var mikilvægt fyrir okkur að sjá til þess að ekkert annað gerðist,“ sagði Rangnick að lokum. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
„Það voru engin læti í hálfleik en augljóslega þurfum við að breyta nokkrum hlutum. Fyrri hálfleikur var ekki góður þegar kemur að mörgum þáttum leiksins. Í þeim síðari spiluðum við af meiri ákefð, fórum hærra upp á völlinn og fórum að taka réttar ákvarðanir þegar við vorum með boltann. Svo skoruðum við, sem er breytir öllu.“ „Anthony Elanga hélt áfram uppteknum hætti frá því á Villa Park. Hann var frábær í síðari hálfleik, vann mikið án bolta og skoraði svo fyrsta mark leiksins,“ sagði Rangnick um hinn 19 ára gamla markaskorara sinn. „Ég er mjög ánægður fyrir hönd allra ungu leikmanna minna í kvöld, þrír ungir og enskir markaskorarar,“ bætti Þjóðverjinn við en ásamt Elanga skoruðu þeir Mason Greenwood og Marcus Rashford. Það virðist sem Rangnick hafði aðeins ruglast í viðtalinu en þó Elanga komi vissulega úr akademíu Manchester United líkt og hinir tveir markaskorarar kvöldsins þá er hann fæddur í Svíþjóð og hefur leikið með yngri landsliðum Svía. Um David De Gea „Hann hefur verið að spila svona í nokkrar vikur núna, frábærar markvörslur í fyrri hálfleik. hann er einn besti markvörður í heimi að mínu mati.“ Um pirring Cristiano „Þetta er venjulegt, framherji vill vera inn á og skora mörk. Hann var hins vegar að koma til baka eftir meiðsli og það var mikilvægt að muna að við eigum annan leik innan skamms,“ sagði Rangnick um sjáanlegan pirring Ronaldo er hann var tekinn af velli í stöðunni 2-0. Cristiano Ronaldo after being subbed off pic.twitter.com/hkJHzDJSVF— B/R Football (@brfootball) January 19, 2022 „Eftir það sem gerðist á Villa Park (þar sem Man Utd henti frá sér 2-0 forystu) þá þurftum við að verja forystuna að þessu sinni. Það var mikilvægt fyrir okkur að fara í fimm manna vörn og þó við höfum ekki haldið hreinu var mikilvægt fyrir okkur að sjá til þess að ekkert annað gerðist,“ sagði Rangnick að lokum.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira