Wycombe er sem stendur á toppi ensku C-deildarinnar og gerir sér vonir um að spila í B-deildinni að nýju á næstu leiktíð. Liðið mætti Oxford United á Adams Park, heimavelli sínum, á laugardaginn og vann þægilegan 2-0 sigur.
Sigurinn er hins vegar ekki það sem lifir í minningunni eftir að ungur stuðningsmaður annars liðsins gerði sér lítið fyrir og fór inn á völlinn á meðan leik stóð.
„18 ára gamall einstaklingur hefur verið bannaður fyrir lífstíð fyrir að fara inn á völlinn er leikur var enn í gangi og ógna þar með öryggi leikmanna. Hegðun hans endurspeglar ekki hegðun stuðningsmanna félagsins sem er yfirhöfuð til fyrirmynda,“ segir í yfirlýsingu Wycombe.
An 18-year-old has been banned for life from Adams Park after entering the field of play from the terrace and endangering player safety during Saturday s League 1 encounter against Oxford United.#WYCvOXF
— Wycombe Wanderers (@wwfcofficial) January 17, 2022
Alls voru 8005 áhorfendur á leiknum og mönnum almennt heitt í hamsi. Rannsókn er í gangi á hegðun stuðningsmanna Oxford en þeir létu allskyns fúkyrði falla á meðan leik stóð.
Forsvarsmaður þeirra hefur staðfest að téður táningur hafi ekki verið á þeirra vegum og þá hefur Wycombe staðfest að táningurinn hafi ekki keypt miða á leiki félagsins í gegnum tíðina.
Hvað sem því líður er ljóst að drengurinn mætir ekki á fleiri leiki á Adams Park.