Alfreð Gísla um öll smitin: Þetta er búið að vera mjög skrautlegt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2022 09:00 Alfreð Gíslason á bekknum hjá þýska landsliðinu. Þar gengur oft mikið á. EPA-EFE/MARTIN DIVISEK Alfreð Gíslason, þjálfari þýska landsliðsins í handbolta, þurfti að vera með stórt leikmanna útkall í miðri riðlakeppni EM eftir að fjöldi leikmanna hans höfðu smitast af kórónuveirunni. Þrátt fyrir það tókst þýska liðinu að spila frábæran leik og vinna stóran sigur á Pólverjum. Fréttir bárust í vikunni af miklu hópsmiti hjá lærisveinum Alfreðs Gíslasonar. Liðið hafði unnið tvo fyrstu leiki sína og var komið áfram en síðasti leikurinn var úrslitaleikur um það hvort Þýskaland eða Pólland færu með stig með sér í milliriðilinn. Búinn að missa níu leikmenn „Þetta er búið að vera hrikalegt hjá okkur og við erum búnir að missa níu leikmenn út úr átján manna hópnum. Við fengum fimm nýja frá Þýskalandi í gær þannig að þetta er búið að vera mjög skrautlegt,“ sagði Alfreð Gíslason í viðtali á Rás 2 í morgun. Alfreð var samt ekki á því að það hafi verið staðið illa af sóttvarnarráðstöfunum í Slóvakíu þar sem þýska liðið spilaði sinn riðil. Það hafi verið meira vandamál í Ungverjalandi og hann gat ekki kvartað yfir því. „Við vorum allir saman í einangrun frá 5. janúar og það var búið að passa mjög vel upp á þetta. Síðan erum við í Bratislava í Slóvakíu og þetta hefur verið gert mjög vel hérna,“ sagði Alfreð. Það stóð tæpt að fá niðurstöðu úr kórónuveiruprófum nýju leikmannanna þegar þeir komu til Slóvakíu fyrir Póllandsleikinn í gær. Einn af þeim nýju var líka smitaður „Einn af þeim sem áttu að komu var síðan jákvæður þannig að þetta var orðið mjög skrautlegt. Við sátum uppi með einn markmann í leiknum í gær á móti Póllandi. Þetta er mjög erfitt en við höfum svarað þessu mjög vel samt sem áður,“ sagði Alfreð. Þrátt fyrir allt sem gekk á þá tókst Alfreð að stýra sínu liði til sigurs á Póllandi og um leið tryggði þýska landsliðið sér sigur í riðlinum. Hvernig leið Alfreð eftir leikinn? „Mjög vel. Þetta var náttúrulega mikilvægur leikur, að ná að vinna riðilinn undir öllum þessum vandræðum sem við vorum í. Þetta var frábær leikur hjá mínum mönnum og þótt að maður sé upptjúnaður þá er allt öðruvísi þegar maður vinnur leik heldur en ekki,“ sagði Alfreð en hvernig verður það fyrir hann að fá breyttan hóp til að spila sem lið? „Í gær fékk ég fimm nýja leikmenn inn í liðið sem voru að koma inn á leikdegi. Einn af þeim var markvörður sem hefur verið með okkur síðustu ár. Vinstri hornamaður, sem var með mér hjá Kiel, kom líka inn og hann þekkti allt sem við vorum að gera. Hina lét ég ekkert spila. Ég spilaði á öllum þeim sem voru búnir að vera í æfingabúðunum hjá okkur allan tíma,“ sagði Alfreð. Þjóðverjar ekki með súperstjörnur eins og Aron og Ómar Inga „Á móti Spánverjum og daginn eftir á móti Norðmönnum þá verð ég að fara róta liðinu og spila leikmönnum sem hafa ekki æft með okkur. Þetta verður mjög athyglisvert að sjá,“ sagði Alfreð. Hann býr þó að því að geta sótt leikmenn í bestu deild í heimi, þýsku bundesliguna. „Þjóðverjar eru með mikla breidd og margar góða leikmen en ekki þessar súperstjörnur. Ekki þessa frábæru leikmenn eins og Mikkel Hansen hjá Dönum, Aron Pálmars eða Ómar Ingi hjá Íslendingum. Við erum með mjög mikla breidd og mjög góða yngri stráka. Þetta er svona langtímaverkefni hjá okkur,“ sagði Alfreð. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sjá meira
Fréttir bárust í vikunni af miklu hópsmiti hjá lærisveinum Alfreðs Gíslasonar. Liðið hafði unnið tvo fyrstu leiki sína og var komið áfram en síðasti leikurinn var úrslitaleikur um það hvort Þýskaland eða Pólland færu með stig með sér í milliriðilinn. Búinn að missa níu leikmenn „Þetta er búið að vera hrikalegt hjá okkur og við erum búnir að missa níu leikmenn út úr átján manna hópnum. Við fengum fimm nýja frá Þýskalandi í gær þannig að þetta er búið að vera mjög skrautlegt,“ sagði Alfreð Gíslason í viðtali á Rás 2 í morgun. Alfreð var samt ekki á því að það hafi verið staðið illa af sóttvarnarráðstöfunum í Slóvakíu þar sem þýska liðið spilaði sinn riðil. Það hafi verið meira vandamál í Ungverjalandi og hann gat ekki kvartað yfir því. „Við vorum allir saman í einangrun frá 5. janúar og það var búið að passa mjög vel upp á þetta. Síðan erum við í Bratislava í Slóvakíu og þetta hefur verið gert mjög vel hérna,“ sagði Alfreð. Það stóð tæpt að fá niðurstöðu úr kórónuveiruprófum nýju leikmannanna þegar þeir komu til Slóvakíu fyrir Póllandsleikinn í gær. Einn af þeim nýju var líka smitaður „Einn af þeim sem áttu að komu var síðan jákvæður þannig að þetta var orðið mjög skrautlegt. Við sátum uppi með einn markmann í leiknum í gær á móti Póllandi. Þetta er mjög erfitt en við höfum svarað þessu mjög vel samt sem áður,“ sagði Alfreð. Þrátt fyrir allt sem gekk á þá tókst Alfreð að stýra sínu liði til sigurs á Póllandi og um leið tryggði þýska landsliðið sér sigur í riðlinum. Hvernig leið Alfreð eftir leikinn? „Mjög vel. Þetta var náttúrulega mikilvægur leikur, að ná að vinna riðilinn undir öllum þessum vandræðum sem við vorum í. Þetta var frábær leikur hjá mínum mönnum og þótt að maður sé upptjúnaður þá er allt öðruvísi þegar maður vinnur leik heldur en ekki,“ sagði Alfreð en hvernig verður það fyrir hann að fá breyttan hóp til að spila sem lið? „Í gær fékk ég fimm nýja leikmenn inn í liðið sem voru að koma inn á leikdegi. Einn af þeim var markvörður sem hefur verið með okkur síðustu ár. Vinstri hornamaður, sem var með mér hjá Kiel, kom líka inn og hann þekkti allt sem við vorum að gera. Hina lét ég ekkert spila. Ég spilaði á öllum þeim sem voru búnir að vera í æfingabúðunum hjá okkur allan tíma,“ sagði Alfreð. Þjóðverjar ekki með súperstjörnur eins og Aron og Ómar Inga „Á móti Spánverjum og daginn eftir á móti Norðmönnum þá verð ég að fara róta liðinu og spila leikmönnum sem hafa ekki æft með okkur. Þetta verður mjög athyglisvert að sjá,“ sagði Alfreð. Hann býr þó að því að geta sótt leikmenn í bestu deild í heimi, þýsku bundesliguna. „Þjóðverjar eru með mikla breidd og margar góða leikmen en ekki þessar súperstjörnur. Ekki þessa frábæru leikmenn eins og Mikkel Hansen hjá Dönum, Aron Pálmars eða Ómar Ingi hjá Íslendingum. Við erum með mjög mikla breidd og mjög góða yngri stráka. Þetta er svona langtímaverkefni hjá okkur,“ sagði Alfreð.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sjá meira