Samflokksmenn Johnson sagðir leggja drög að hallarbyltingu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. janúar 2022 08:30 Forsætisráðherrann hefur sætt harðri gagnrýni og meðal annars tekist að koma sér í ónáð hjá samflokksmönnum sínum. epa/Andy Rain Þingmenn breska Íhaldsflokksins eru sagðir leggja drög að því að koma forsætisráðherranum Boris Johnson frá. Framganga hans síðustu vikur og mánuði hefur grafið verulega undan trúverðugleika hans og samflokksmenn hans eru sagðir hafa fengið sig fullsadda. The Guardian hefur eftir þingmönnum flokksins að svo virðist sem Johnson geri sér enn ekki grein fyrir því hversu alvarleg staða hans er orðin en meira en tugur nýrra þingmanna hittist í gær og ræddi framtíð forsætsráðherrans. Að þeim fundi loknum sagði einn þeirra að um það bil 20 vantraustsyfirlýsingar hefðu annað hvort verið lagðar fram eða væru í undirbúningi en 54 þarf til að gengið verði til atkvæðagreiðslu um vantraust á forsætisráðherrann. Johnson steig sjálfur fram í gær og neitaði staðhæfingum Dominic Cummings, fyrrverandi ráðgjafa síns, um að hann hefði logið að þinginu þegar hann sagði að hann hefði ekki vitað að garðpartý sem haldið var í Downingstræti þegar fyrstu sóttvarnaaðgerðirnar stóðu yfir hefði falið í sér brot á sóttvarnareglum. Rannsókn stendur yfir á framgöngu forsætisráðherra og meintum sóttvarnabrotum og Cummings mun bera vitni fyrir rannsóknarnefndinni. Gert er ráð fyrir að skýrsla nefndarinnar komi út í næstu viku og heimildir Guardian herma að þeir sem vilja Johnson frá telji heppilegast að bíða eftir henni, til að hámarka líkurnar á því að vantraust nái fram að ganga. Heimildarmenn Guardian telja líklegra að Johnson segi af sér en ganga í gegnum atkvæðagreiðslu um vantraust en á sama tíma segja þeir hann ekki gera sér grein fyrir hversu alvarleg staða hans er orðin.epa/Jessica Taylor Nokkrir þingmenn Íhaldsflokksins eru sagðir þeirrar skoðunar að Johnson sé líklegri til að segja af sér frekar en að þola atkvæðagreiðslu um vantraust samflokksmanna sinna. Líkurnar á atkvæðagreiðslu hafi aukist en óánægjan með forsætisráðherrann sé ekki bara meðal nýrra þingmann heldur einnig reynslubolta flokksins. „Þetta er á lokastigi. Veruleg reiði hefur umbreyst í kalt mat á því hvernig best er að gera þetta. Og hvern viljum við í staðinn? Þetta er spurning um hvenær, ekki hvort,“ hefur Guardian eftir einum þingmanna Íhaldsflokksins. Hann segir vantraustyfirlýsingarnar koma úr öllum áttum; frá hægri og vinstri, og frá þeim sem studdu Brexit og þeim sem vildu vera áfram innan Evrópusambandsins. Fjármálaráðherrann Rishi Sunak, utnaríkisráðherrann Liz Truss og heilbrigðisráðherrann Sajid David eru meðal þeirra sem nefndir hafa verið sem möguleikir arftakar Johnson. Þá hefur Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, gefið út að hann hafi mögulega áhuga á að sækjast eftir leiðtogahlutverkinu en mikið þyrfti til. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Reiknað með að tilkynnt verði um afléttingar í Englandi Búist er við því að Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, kynni afléttingar á sóttvarnatakmörkunum í Englandi síðar í dag. 19. janúar 2022 07:54 „Enginn sagði mér að þetta væri brot á reglunum“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir það rangt að hann hafi verið varaður við því að samkvæmi á Downingstræti væri brot á samkomutakmörkunum og sóttvarnarreglum. Ráðherrann hefur verið sakaður um að ljúga að þinginu um hvað hann vissi um samkvæmið sem haldið var í maí 2020. 18. janúar 2022 14:50 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
The Guardian hefur eftir þingmönnum flokksins að svo virðist sem Johnson geri sér enn ekki grein fyrir því hversu alvarleg staða hans er orðin en meira en tugur nýrra þingmanna hittist í gær og ræddi framtíð forsætsráðherrans. Að þeim fundi loknum sagði einn þeirra að um það bil 20 vantraustsyfirlýsingar hefðu annað hvort verið lagðar fram eða væru í undirbúningi en 54 þarf til að gengið verði til atkvæðagreiðslu um vantraust á forsætisráðherrann. Johnson steig sjálfur fram í gær og neitaði staðhæfingum Dominic Cummings, fyrrverandi ráðgjafa síns, um að hann hefði logið að þinginu þegar hann sagði að hann hefði ekki vitað að garðpartý sem haldið var í Downingstræti þegar fyrstu sóttvarnaaðgerðirnar stóðu yfir hefði falið í sér brot á sóttvarnareglum. Rannsókn stendur yfir á framgöngu forsætisráðherra og meintum sóttvarnabrotum og Cummings mun bera vitni fyrir rannsóknarnefndinni. Gert er ráð fyrir að skýrsla nefndarinnar komi út í næstu viku og heimildir Guardian herma að þeir sem vilja Johnson frá telji heppilegast að bíða eftir henni, til að hámarka líkurnar á því að vantraust nái fram að ganga. Heimildarmenn Guardian telja líklegra að Johnson segi af sér en ganga í gegnum atkvæðagreiðslu um vantraust en á sama tíma segja þeir hann ekki gera sér grein fyrir hversu alvarleg staða hans er orðin.epa/Jessica Taylor Nokkrir þingmenn Íhaldsflokksins eru sagðir þeirrar skoðunar að Johnson sé líklegri til að segja af sér frekar en að þola atkvæðagreiðslu um vantraust samflokksmanna sinna. Líkurnar á atkvæðagreiðslu hafi aukist en óánægjan með forsætisráðherrann sé ekki bara meðal nýrra þingmann heldur einnig reynslubolta flokksins. „Þetta er á lokastigi. Veruleg reiði hefur umbreyst í kalt mat á því hvernig best er að gera þetta. Og hvern viljum við í staðinn? Þetta er spurning um hvenær, ekki hvort,“ hefur Guardian eftir einum þingmanna Íhaldsflokksins. Hann segir vantraustyfirlýsingarnar koma úr öllum áttum; frá hægri og vinstri, og frá þeim sem studdu Brexit og þeim sem vildu vera áfram innan Evrópusambandsins. Fjármálaráðherrann Rishi Sunak, utnaríkisráðherrann Liz Truss og heilbrigðisráðherrann Sajid David eru meðal þeirra sem nefndir hafa verið sem möguleikir arftakar Johnson. Þá hefur Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, gefið út að hann hafi mögulega áhuga á að sækjast eftir leiðtogahlutverkinu en mikið þyrfti til.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Reiknað með að tilkynnt verði um afléttingar í Englandi Búist er við því að Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, kynni afléttingar á sóttvarnatakmörkunum í Englandi síðar í dag. 19. janúar 2022 07:54 „Enginn sagði mér að þetta væri brot á reglunum“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir það rangt að hann hafi verið varaður við því að samkvæmi á Downingstræti væri brot á samkomutakmörkunum og sóttvarnarreglum. Ráðherrann hefur verið sakaður um að ljúga að þinginu um hvað hann vissi um samkvæmið sem haldið var í maí 2020. 18. janúar 2022 14:50 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Reiknað með að tilkynnt verði um afléttingar í Englandi Búist er við því að Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, kynni afléttingar á sóttvarnatakmörkunum í Englandi síðar í dag. 19. janúar 2022 07:54
„Enginn sagði mér að þetta væri brot á reglunum“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir það rangt að hann hafi verið varaður við því að samkvæmi á Downingstræti væri brot á samkomutakmörkunum og sóttvarnarreglum. Ráðherrann hefur verið sakaður um að ljúga að þinginu um hvað hann vissi um samkvæmið sem haldið var í maí 2020. 18. janúar 2022 14:50