Ýmir: Geðveikt að soga þetta í sig og drepa svo niður í höllinni Sindri Sverrisson skrifar 18. janúar 2022 19:43 Ýmir Örn Gíslason í glímu við Mate Lekai í sigrinum gegn Ungverjum í dag. EPA-EFE/Tamas Kovacs „Ég er rosalega sáttur. Við erum með fullt hús stiga en núna hefst bara nýtt mót,“ sagði Ýmir Örn Gíslason sigurreifur eftir sigurinn gegn Ungverjalandi á EM í handbolta í dag. Ýmir var spurður hvernig líkamleg og andleg heilsa væri hreinlega eftir þennan háspennuleik, þar sem hann glímdi auk þess við línutröllið magnaða Bence Bánhidi. „Ég held að ég sé ennþá svo hátt uppi að ég næ ekki að átta mig á því. En ég veit að ég er þreyttur, bæði líkamlega og andlega. Það voru mikil læti í höllinni og það var geðveikt að soga þetta inn í sig, og hvað þá að vinna leikinn og drepa aðeins niður í höllinni og heyra svo bara í okkar áhorfendum,“ sagði Ýmir. Klippa: Ýmir eftir sigurleikinn gegn Ungverjum „Þetta er ekki eðlilegt, hvað við erum með marga Íslendinga hérna að fylgja okkur. Þessi stuðningur er ómetanlegur. Þetta er ótrúlegt,“ bætti hann við. Ýmir á eflaust fyrir höndum langan feril í atvinnumennsku og með landsliðinu, en sigurinn í kvöld mun eflaust lifa lengi í minningunni: „Þetta er sá sætasti eins og staðan er núna. Þetta var alveg geðveikt. Alvöru liðsheild. Ekki hætta, bara halda áfram, sama hvað gerist, í vörn og sókn. Við gáfumst ekki upp, og ég held að við séum líka orðnir betri í að „klára“ leiki. Það er stór punktur í þessu líka.“ En hvernig var eiginlega að glíma við Bánhidi? „Hann er stór og þungur, með háa hendi líka og grípur helvíti mikið. Við gerðum ekki nógu vel fyrstu tuttugu mínúturnar og Bjöggi [Björgvin Páll Gústavsson] kom með þennan punkt, að við þyrftum bara að bakka niður því hann var alveg með þá fyrir utan (skyttur Ungverja). Hann stóð við það. Einhverjir boltar láku inn eins og gengur og gerist en þetta lokaðist betur í seinni hálfleik.“ EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira
Ýmir var spurður hvernig líkamleg og andleg heilsa væri hreinlega eftir þennan háspennuleik, þar sem hann glímdi auk þess við línutröllið magnaða Bence Bánhidi. „Ég held að ég sé ennþá svo hátt uppi að ég næ ekki að átta mig á því. En ég veit að ég er þreyttur, bæði líkamlega og andlega. Það voru mikil læti í höllinni og það var geðveikt að soga þetta inn í sig, og hvað þá að vinna leikinn og drepa aðeins niður í höllinni og heyra svo bara í okkar áhorfendum,“ sagði Ýmir. Klippa: Ýmir eftir sigurleikinn gegn Ungverjum „Þetta er ekki eðlilegt, hvað við erum með marga Íslendinga hérna að fylgja okkur. Þessi stuðningur er ómetanlegur. Þetta er ótrúlegt,“ bætti hann við. Ýmir á eflaust fyrir höndum langan feril í atvinnumennsku og með landsliðinu, en sigurinn í kvöld mun eflaust lifa lengi í minningunni: „Þetta er sá sætasti eins og staðan er núna. Þetta var alveg geðveikt. Alvöru liðsheild. Ekki hætta, bara halda áfram, sama hvað gerist, í vörn og sókn. Við gáfumst ekki upp, og ég held að við séum líka orðnir betri í að „klára“ leiki. Það er stór punktur í þessu líka.“ En hvernig var eiginlega að glíma við Bánhidi? „Hann er stór og þungur, með háa hendi líka og grípur helvíti mikið. Við gerðum ekki nógu vel fyrstu tuttugu mínúturnar og Bjöggi [Björgvin Páll Gústavsson] kom með þennan punkt, að við þyrftum bara að bakka niður því hann var alveg með þá fyrir utan (skyttur Ungverja). Hann stóð við það. Einhverjir boltar láku inn eins og gengur og gerist en þetta lokaðist betur í seinni hálfleik.“
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira