Bruno ósáttur með að þéna ekki jafn mikið og launahæstu leikmenn Man Utd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. janúar 2022 23:01 Samkvæmt The Athletic þénar Ronaldo fjórfalt meira en Fernandes. Robbie Jay Barratt/Getty Images Bruno Fernandes hefur neitað að skrifa undir nýjan samning við Manchester United þar sem hann er ósáttur með að samningurinn gefi honum ekki hærri laun en raun ber vitni. Samkvæmt The Athletic fær Bruno tæp 100 þúsund pund á viku frá Manchester United. Hann var á 50 þúsund pundum er hann var leikmaður Sporting Lissabon og því nokkuð sáttur að tvöfalda laun sín er hann færði sig um set til Englands árið 2020. Ofan á 100 þúsund pundin á viku fær Bruno bónusgreiðslur fyrir árangur Manchester United í Meistaradeild Evrópu. Í nóvember á síðasta ári hóf félagið viðræður við Bruno um nýjan samning en Portúgalinn er ekki sáttur þar sem hann telur samninginn ekki endurspegla mikilvægi hans í liðinu. Frá því Fernandes var keyptur til Manchester-borgar í janúar 2020 hafa aðeins Mohamed Salah og Harry Kane skorað fleiri mörk í ensku úrvalsdeildinni. Alls hefur Fernandes skorað 33 mörk og lagt upp 23 til viðbótar í þeim 70 leikjum sem hann hefur spilað. Ekki kemur fram í frétt The Athletic hversu háa upphæð er um að ræða en ljóst er að hann er ekki á pari við launahæstu leikmenn félagsins. Cristiano Ronaldo er með 400 þúsund pund á viku, David De Gea kemur þar á eftir með 375 þúsund. Þeir Paul Pogba, Raphaël Varane, Anthony Martial, Jadon Sancho, Edinson Cavani og Marcus Rashford eru allir með í kringum 200 þúsund pund á viku. Harry Maguire og Luke Shaw koma skammt þar á eftir. Forráðamenn Man Utd eru enn rólegir yfir stöðu mála þar sem Feranndes er samningsbundinn til ársins 2025 og meira að segja þá getur félagið framlengt samning hans um eitt ár. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Sjá meira
Samkvæmt The Athletic fær Bruno tæp 100 þúsund pund á viku frá Manchester United. Hann var á 50 þúsund pundum er hann var leikmaður Sporting Lissabon og því nokkuð sáttur að tvöfalda laun sín er hann færði sig um set til Englands árið 2020. Ofan á 100 þúsund pundin á viku fær Bruno bónusgreiðslur fyrir árangur Manchester United í Meistaradeild Evrópu. Í nóvember á síðasta ári hóf félagið viðræður við Bruno um nýjan samning en Portúgalinn er ekki sáttur þar sem hann telur samninginn ekki endurspegla mikilvægi hans í liðinu. Frá því Fernandes var keyptur til Manchester-borgar í janúar 2020 hafa aðeins Mohamed Salah og Harry Kane skorað fleiri mörk í ensku úrvalsdeildinni. Alls hefur Fernandes skorað 33 mörk og lagt upp 23 til viðbótar í þeim 70 leikjum sem hann hefur spilað. Ekki kemur fram í frétt The Athletic hversu háa upphæð er um að ræða en ljóst er að hann er ekki á pari við launahæstu leikmenn félagsins. Cristiano Ronaldo er með 400 þúsund pund á viku, David De Gea kemur þar á eftir með 375 þúsund. Þeir Paul Pogba, Raphaël Varane, Anthony Martial, Jadon Sancho, Edinson Cavani og Marcus Rashford eru allir með í kringum 200 þúsund pund á viku. Harry Maguire og Luke Shaw koma skammt þar á eftir. Forráðamenn Man Utd eru enn rólegir yfir stöðu mála þar sem Feranndes er samningsbundinn til ársins 2025 og meira að segja þá getur félagið framlengt samning hans um eitt ár.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Sjá meira