Svona breytti Janus sóknarleik Íslands á ögurstundu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. janúar 2022 14:00 Janus Daði Smárason átti afar mikilvæga innkomu gegn Hollandi. vísir/vilhelm Ísland vann Holland með minnsta mun, 29-28, í öðrum leik sínum á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu. Íslendingar gátu ekki síst þakkað Janusi Daða Smárasyni fyrir sigurinn en hann fann leiðina í gegnum framliggjandi vörn Hollendinga sem hafði breytt gangi mála. Ísland var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 15-13. Íslensku strákarnir byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti, komust mest fimm mörkum yfir og allt stefndi í öruggan íslenskan sigur. En Erlingur Richardsson og hollensku strákarnir hans gáfust ekki upp og Eyjamaðurinn átti ás uppi í erminni. Eftir að Luc Steins minnkaði muninn í 22-18 á 41. mínútu breytti Erlingur í 5-1 vörn. Íslendingar voru þá manni færri. Þessi breyting Erlings gaf góða raun. Holland vann næstu ellefu mínútur 6-2, þrátt fyrir að hafa verið tveimur mönnum færri um tíma, og jafnaði í 24-24. Í fyrstu átta sóknunum eftir að Holland skipti um vörn skoraði Ísland aðeins tvö mörk, bæði í yfirtölu. Ómar Ingi Magnússon tapaði boltanum í þrígang og Elliði Snær Viðarsson, Aron Pálmarsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson klikkuðu allir á skotum. Á 52. mínútu kom Janus inn á í fyrsta sinn á mótinu, ef frá eru taldar nokkrar mínútur í fyrri hálfleik. Með innkomu hans kom strax betri bragur á íslenska sóknarleikinn. Ísland skoraði í fyrstu fimm sóknunum eftir innkomu Janusar. Hann gaf fjórar stoðsendingar og átti svo stóran þátt í að opna hollensku vörnina í fjórða markinu. Janus átti til að mynda frábæra sirkussendingu á Sigvalda Guðjónsson sem sneri boltann listilega framhjá í Bart Ravensbergen marki Hollands og kom Íslandi í 28-26. Ísland komst tveimur mörkum yfir, 29-27, þegar Elliði skoraði eftir sendingu Janusar. Næsta sókn Hollands klikkaði og Ísland gat því komist þremur mörkum yfir. Janus opnaði hornið fyrir Sigvalda en Ravensbergen varði frá honum. Kay Smits minnkaði muninn í 29-28 með sínu þrettánda marki. Ísland fór í sókn, Janus bjó til dauðafæri fyrir Aron en Ravensbergen varði. Janus fékk í kjölfarið tveggja mínútna brottvísun og tók ekki frekari þátt í leiknum. Manni færri náðu Íslendingar samt að landa sigrinum. Hollendingar töpuðu boltanum þegar um hálf mínúta var eftir, Íslendingar héldu boltanum út tímann og unnu nauman sigur, 29-28. Óhætt er að segja að innkoma Janusar hafi skipt sköpum. Eftir fimm misheppnaðar sóknir í röð skoraði Ísland í fyrstu fimm sóknunum eftir að Selfyssingurinn kom inn á. Hann gaf fjórar stoðsendingar og átti svo stóran þátt í einu marki til viðbótar. Alls spilaði Janus sjö sóknir á lokakafla leiksins. Í þeim bjó hann til sex færi og fjögur þeirra skiluðu mörkum. Sóknirnar undir lokin með Janus inni á Aron skorar eftir sendingu Janusar - 25-24 Aron skorar eftir sendingu Janusar - 26-25 Janus sprengir upp vörn Hollands, sendir á Ómar Inga sem finnur Sigvalda sem skorar - 27-26 Sigvaldi skorar eftir sendingu Janusar - 28-26 Elliði skorar eftir sendingu Janusar - 29-27 Janus býr til færi fyrir Elliða en Gravensberg ver Janus býr til færi fyrir Aron Gravensberg ver Janus fékk hæstu einkunn leikmanna Íslands fyrir frammistöðu sína gegn Hollandi hjá Vísi. „Janus Daði var maðurinn sem gerði útslagið í leiknum og í raun leikmaðurinn sem kláraði leikinn. Hann gjörbreytti leiknum og átti svör við 5:1 vörn Hollendinga. Átti í það minnsta fjögur mörk á lokakafla leiksins og bjó til tvö dauðafæri að auki. Afar sterk innkoma,“ sagði í umsögn um frammistöðu Janusar. Þrátt fyrir tregðuna í sókninni eftir að Holland skipti um vörn var sóknarleikur Íslands að mestu stórgóður í gær. Íslendingar voru með rúmlega sjötíu prósent skotnýtingu og töpuðu boltanum aðeins tíu sinnum, þar af bara þrisvar í seinni hálfleik. Og Ísland skoraði 29 mörk þrátt fyrir að hafa nánast ekki fengið nein hraðaupphlaup í leiknum. Ísland er með fullt hús stiga í B-riðli Evrópumótsins en er þrátt fyrir það ekki komið í milliriðla. Íslendingar mæta heimaliði Ungverja klukkan 17:00 á morgun og með sigri eða jafntefli fer íslenska liðið með tvö stig í milliriðla. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
Ísland var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 15-13. Íslensku strákarnir byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti, komust mest fimm mörkum yfir og allt stefndi í öruggan íslenskan sigur. En Erlingur Richardsson og hollensku strákarnir hans gáfust ekki upp og Eyjamaðurinn átti ás uppi í erminni. Eftir að Luc Steins minnkaði muninn í 22-18 á 41. mínútu breytti Erlingur í 5-1 vörn. Íslendingar voru þá manni færri. Þessi breyting Erlings gaf góða raun. Holland vann næstu ellefu mínútur 6-2, þrátt fyrir að hafa verið tveimur mönnum færri um tíma, og jafnaði í 24-24. Í fyrstu átta sóknunum eftir að Holland skipti um vörn skoraði Ísland aðeins tvö mörk, bæði í yfirtölu. Ómar Ingi Magnússon tapaði boltanum í þrígang og Elliði Snær Viðarsson, Aron Pálmarsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson klikkuðu allir á skotum. Á 52. mínútu kom Janus inn á í fyrsta sinn á mótinu, ef frá eru taldar nokkrar mínútur í fyrri hálfleik. Með innkomu hans kom strax betri bragur á íslenska sóknarleikinn. Ísland skoraði í fyrstu fimm sóknunum eftir innkomu Janusar. Hann gaf fjórar stoðsendingar og átti svo stóran þátt í að opna hollensku vörnina í fjórða markinu. Janus átti til að mynda frábæra sirkussendingu á Sigvalda Guðjónsson sem sneri boltann listilega framhjá í Bart Ravensbergen marki Hollands og kom Íslandi í 28-26. Ísland komst tveimur mörkum yfir, 29-27, þegar Elliði skoraði eftir sendingu Janusar. Næsta sókn Hollands klikkaði og Ísland gat því komist þremur mörkum yfir. Janus opnaði hornið fyrir Sigvalda en Ravensbergen varði frá honum. Kay Smits minnkaði muninn í 29-28 með sínu þrettánda marki. Ísland fór í sókn, Janus bjó til dauðafæri fyrir Aron en Ravensbergen varði. Janus fékk í kjölfarið tveggja mínútna brottvísun og tók ekki frekari þátt í leiknum. Manni færri náðu Íslendingar samt að landa sigrinum. Hollendingar töpuðu boltanum þegar um hálf mínúta var eftir, Íslendingar héldu boltanum út tímann og unnu nauman sigur, 29-28. Óhætt er að segja að innkoma Janusar hafi skipt sköpum. Eftir fimm misheppnaðar sóknir í röð skoraði Ísland í fyrstu fimm sóknunum eftir að Selfyssingurinn kom inn á. Hann gaf fjórar stoðsendingar og átti svo stóran þátt í einu marki til viðbótar. Alls spilaði Janus sjö sóknir á lokakafla leiksins. Í þeim bjó hann til sex færi og fjögur þeirra skiluðu mörkum. Sóknirnar undir lokin með Janus inni á Aron skorar eftir sendingu Janusar - 25-24 Aron skorar eftir sendingu Janusar - 26-25 Janus sprengir upp vörn Hollands, sendir á Ómar Inga sem finnur Sigvalda sem skorar - 27-26 Sigvaldi skorar eftir sendingu Janusar - 28-26 Elliði skorar eftir sendingu Janusar - 29-27 Janus býr til færi fyrir Elliða en Gravensberg ver Janus býr til færi fyrir Aron Gravensberg ver Janus fékk hæstu einkunn leikmanna Íslands fyrir frammistöðu sína gegn Hollandi hjá Vísi. „Janus Daði var maðurinn sem gerði útslagið í leiknum og í raun leikmaðurinn sem kláraði leikinn. Hann gjörbreytti leiknum og átti svör við 5:1 vörn Hollendinga. Átti í það minnsta fjögur mörk á lokakafla leiksins og bjó til tvö dauðafæri að auki. Afar sterk innkoma,“ sagði í umsögn um frammistöðu Janusar. Þrátt fyrir tregðuna í sókninni eftir að Holland skipti um vörn var sóknarleikur Íslands að mestu stórgóður í gær. Íslendingar voru með rúmlega sjötíu prósent skotnýtingu og töpuðu boltanum aðeins tíu sinnum, þar af bara þrisvar í seinni hálfleik. Og Ísland skoraði 29 mörk þrátt fyrir að hafa nánast ekki fengið nein hraðaupphlaup í leiknum. Ísland er með fullt hús stiga í B-riðli Evrópumótsins en er þrátt fyrir það ekki komið í milliriðla. Íslendingar mæta heimaliði Ungverja klukkan 17:00 á morgun og með sigri eða jafntefli fer íslenska liðið með tvö stig í milliriðla.
Aron skorar eftir sendingu Janusar - 25-24 Aron skorar eftir sendingu Janusar - 26-25 Janus sprengir upp vörn Hollands, sendir á Ómar Inga sem finnur Sigvalda sem skorar - 27-26 Sigvaldi skorar eftir sendingu Janusar - 28-26 Elliði skorar eftir sendingu Janusar - 29-27 Janus býr til færi fyrir Elliða en Gravensberg ver Janus býr til færi fyrir Aron Gravensberg ver
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti