Segir réttlætanlegt að hafa Sherrock í úrvalsdeildinni vegna vinsælda hennar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. janúar 2022 10:31 Hallardrottningin Fallon Sherrock náði ekki að komast á PDC-mótaröðina. getty/ Vinsældir Fallons Sherrock gætu réttlætt það að hún fengi úthlutað sæti í úrvalsdeildinni í pílukasti. Þetta segir Laura Turner, einn af sérfræðingur Sky Sports um pílukast. Sherrock mistókst að vinna sér þátttökurétt á PDC-mótaröðinni í síðustu viku. Þrátt fyrir það er ekki loku fyrir það skotið að hún fái sæti í úrvalsdeildinni þar sem átta bestu pílukastarar heims leiða saman hesta sína. Turner segist skilja rökin á bak við það að hafa Sherrock með í úrvalsdeildinni. „Hún hlýtur að einn verðmætasti í pílukastinu í augnablikinu. Hún er gríðarlega vinsæl og allir vilja sjá hana spila,“ sagði Turner. „Þú skilur einnig vonbrigði þeirra leikmanna sem voru kannski á brúninni að komast inn vegna peninganna sem eru í húfi en þetta snýst bara um hvernig þú horfir á þetta. Pílukast snýst jafn mikið um viðskipti og vinsældir eins og íþróttina sjálfa og skemmtun.“ Turner hallast þó frekar að því að Sherrock verði að bíða eitthvað lengur eftir því að fá að keppa í úrvalsdeildinni. „Það kæmi mér bæði á óvart ef hún yrði með og ef hún yrði ekki með. Þú getur réttlætt það með því hversu mikið fólk vill sjá hana spila en tilfinningin mín er að átta bestu leikmenn heims, eða átta af tíu bestu, fái sæti í úrvalsdeildinni,“ sagði Turner. Hún bætti við að Sherrock væri afar mikilvæg í því að auka áhuga almennings á pílukasti. „Þegar þú spyrð fólk hverja það sér reglulega í fjölmiðlum og hverja það talar um er hún risastórt nafn vegna þess sem hún hefur afrekað. Þetta er snúið. Þú vilt selja miða og hún hefur opnað heim pílukastsins fyrir alls konar fólk. Þetta eru ekki bara nýir áhorfendur heldur snýst þetta um útbreiðslu. Fjöldi fólks í Bandaríkjunum skipti af amerískum fótbolta til að horfa á Fallon keppa á HM,“ sagði Turner. „Þetta er það sem þú vilt. Þú vilt keppendur sem dregur aðra áhorfendur að. Þannig verður þetta stærrra og stærra. Þetta snýst um að finna milliveg milli vinsælda og viðskiptahliðarinnar og hugsa vel um leikmennina sem hafa gert vel undanfarin tvö ár eða svo.“ Sherrock skaust fram á sjónarsviðið þegar hún vann tvo leiki á HM 2020, fyrst kvenna. Hún keppti aftur á HM í ár en tapaði fyrir reynsluboltanum Steve Beaton í 1. umferð. Pílukast Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sjá meira
Sherrock mistókst að vinna sér þátttökurétt á PDC-mótaröðinni í síðustu viku. Þrátt fyrir það er ekki loku fyrir það skotið að hún fái sæti í úrvalsdeildinni þar sem átta bestu pílukastarar heims leiða saman hesta sína. Turner segist skilja rökin á bak við það að hafa Sherrock með í úrvalsdeildinni. „Hún hlýtur að einn verðmætasti í pílukastinu í augnablikinu. Hún er gríðarlega vinsæl og allir vilja sjá hana spila,“ sagði Turner. „Þú skilur einnig vonbrigði þeirra leikmanna sem voru kannski á brúninni að komast inn vegna peninganna sem eru í húfi en þetta snýst bara um hvernig þú horfir á þetta. Pílukast snýst jafn mikið um viðskipti og vinsældir eins og íþróttina sjálfa og skemmtun.“ Turner hallast þó frekar að því að Sherrock verði að bíða eitthvað lengur eftir því að fá að keppa í úrvalsdeildinni. „Það kæmi mér bæði á óvart ef hún yrði með og ef hún yrði ekki með. Þú getur réttlætt það með því hversu mikið fólk vill sjá hana spila en tilfinningin mín er að átta bestu leikmenn heims, eða átta af tíu bestu, fái sæti í úrvalsdeildinni,“ sagði Turner. Hún bætti við að Sherrock væri afar mikilvæg í því að auka áhuga almennings á pílukasti. „Þegar þú spyrð fólk hverja það sér reglulega í fjölmiðlum og hverja það talar um er hún risastórt nafn vegna þess sem hún hefur afrekað. Þetta er snúið. Þú vilt selja miða og hún hefur opnað heim pílukastsins fyrir alls konar fólk. Þetta eru ekki bara nýir áhorfendur heldur snýst þetta um útbreiðslu. Fjöldi fólks í Bandaríkjunum skipti af amerískum fótbolta til að horfa á Fallon keppa á HM,“ sagði Turner. „Þetta er það sem þú vilt. Þú vilt keppendur sem dregur aðra áhorfendur að. Þannig verður þetta stærrra og stærra. Þetta snýst um að finna milliveg milli vinsælda og viðskiptahliðarinnar og hugsa vel um leikmennina sem hafa gert vel undanfarin tvö ár eða svo.“ Sherrock skaust fram á sjónarsviðið þegar hún vann tvo leiki á HM 2020, fyrst kvenna. Hún keppti aftur á HM í ár en tapaði fyrir reynsluboltanum Steve Beaton í 1. umferð.
Pílukast Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sjá meira