Svartfjallaland vann leikinn, 24-28. Þegar leikmenn liðsins voru að fagna sigrinum hrópuðu stuðningsmenn Norður-Makedóníu einhver óákvæðisorð að þeim.
Það fór illa í Lasica sem gekk að stuðningsmönnum Norður-Makedóníu og hrækti í átt að þeim eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan.
El jugador Marko Lasica escupiendo a un aficionado tras el partido de ayer entre Macedonia y Montenegro https://t.co/CMNkTljLeY pic.twitter.com/ELrToBYHX4
— Martí Ruiz (@martiruizhb) January 16, 2022
Aganefnd EHF sleppti því að dæma Lasica í leikbann og hann getur því spilað með Svartfjallalandi gegn Slóveníu í dag, í hreinum úrslitaleik um sæti í milliriðli.
Lasica fékk hins vegar sekt upp á fimm þúsund evrur sem nemur um 750 þúsund íslenskra króna.