Harrison með þrjú er Leeds vann West Ham í markaleik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. janúar 2022 16:16 Jack Harrison fagnar einu þriggja marka sinna í dag. Twitter/@premierleague Leeds United vann 3-2 sigur á West Ham United er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn var einkar fjörugur og undir lok leiks voru mörk dæmd af báðum liðum. Þá fékk Jarrod Bowen sannkallað dauðafæri til að jafna metin í uppbótartíma. Gestirnir í Leeds byrjuðu betur en Jack Harrison kom þeim yfir strax á 10. mínútu. Leeds varð þó fyrir áfalli rúmum tíu mínútum síðar þegar Adam Forshaw, sem lagði upp markið, og Junior Firpo þurftu báðir að fara af velli vegna meiðsla. Þetta nýttu heimamenn sér og Bowen jafnaði metin á 34. mínútu leiksins. Gestirnir voru þó ekki lengi að komast yfir á nýjan leik. Aftur var Harrison á ferðinni, að þessu sinni stýrði hann skalla Luke Ayling eftir hornspyrnu í netið, staðan 1-2 í hálfleik. Síðari hálfleikur var aðeins sjö mínútna gamall þegar Pablo Fornals jafnaði metin í 2-2. Aftur tók það Leeds aðeins örfáar mínútur að taka forystuna á nýjan leik og aftur var Harrison að verki. Hann fullkomnaði þrennu sína með snyrtilegri afgreiðslu eftir sendingu Raphinha inn fyrir vörn heimamanna. Lyfti Harrison boltanum yfir Łukasz Fabiański, markvörð West Ham, sem kom askvaðandi út á móti honum. Staðan orðin 3-2 og enn hálftími til leiksloka. Hat-trick hero! @Harrison_Jack11 pic.twitter.com/Ts6WVlQ00y— Leeds United (@LUFC) January 16, 2022 Mateusz Klich hélt hann hefði gulltryggt sigur Leeds með marki á 73. mínútu en eftir að markið var skoðað af myndbandsdómara leiksins kom í ljós að boltinn fór í Rodrigo sem stóð á marklínunni og þaðan í netið. Rodrigo var hins vegar í rangstöðu og markið tekið af. Skömmu síðar hélt Bowen að hann hefði jafnað metin eftir að hann fylgdi á eftir skoti liðsfélaga síns en Bowen var líkt og Rodrigo rangstæður og staðan enn 3-2. Bowen fékk svo kjörið tækifæri til að jafna metin á fjórðu mínútu uppbótartíma. Michail Antonio sendi boltann fyrir frá hægri, boltinn hafði viðkomu í varnarmanni sem gæti hafa truflað Bowen en hann þurfti bara að setja höfuðið í boltann tæpum einum og hálfum metra frá marki. Í stað þess ákvað hann að setja bringuna í boltann sem fór yfir markið og Leeds landaði dýrmætum 3-2 sigri. Leeds er í 15. sæti með 22 stig á meðan West Ham er í 4. sæti með 37 stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
Gestirnir í Leeds byrjuðu betur en Jack Harrison kom þeim yfir strax á 10. mínútu. Leeds varð þó fyrir áfalli rúmum tíu mínútum síðar þegar Adam Forshaw, sem lagði upp markið, og Junior Firpo þurftu báðir að fara af velli vegna meiðsla. Þetta nýttu heimamenn sér og Bowen jafnaði metin á 34. mínútu leiksins. Gestirnir voru þó ekki lengi að komast yfir á nýjan leik. Aftur var Harrison á ferðinni, að þessu sinni stýrði hann skalla Luke Ayling eftir hornspyrnu í netið, staðan 1-2 í hálfleik. Síðari hálfleikur var aðeins sjö mínútna gamall þegar Pablo Fornals jafnaði metin í 2-2. Aftur tók það Leeds aðeins örfáar mínútur að taka forystuna á nýjan leik og aftur var Harrison að verki. Hann fullkomnaði þrennu sína með snyrtilegri afgreiðslu eftir sendingu Raphinha inn fyrir vörn heimamanna. Lyfti Harrison boltanum yfir Łukasz Fabiański, markvörð West Ham, sem kom askvaðandi út á móti honum. Staðan orðin 3-2 og enn hálftími til leiksloka. Hat-trick hero! @Harrison_Jack11 pic.twitter.com/Ts6WVlQ00y— Leeds United (@LUFC) January 16, 2022 Mateusz Klich hélt hann hefði gulltryggt sigur Leeds með marki á 73. mínútu en eftir að markið var skoðað af myndbandsdómara leiksins kom í ljós að boltinn fór í Rodrigo sem stóð á marklínunni og þaðan í netið. Rodrigo var hins vegar í rangstöðu og markið tekið af. Skömmu síðar hélt Bowen að hann hefði jafnað metin eftir að hann fylgdi á eftir skoti liðsfélaga síns en Bowen var líkt og Rodrigo rangstæður og staðan enn 3-2. Bowen fékk svo kjörið tækifæri til að jafna metin á fjórðu mínútu uppbótartíma. Michail Antonio sendi boltann fyrir frá hægri, boltinn hafði viðkomu í varnarmanni sem gæti hafa truflað Bowen en hann þurfti bara að setja höfuðið í boltann tæpum einum og hálfum metra frá marki. Í stað þess ákvað hann að setja bringuna í boltann sem fór yfir markið og Leeds landaði dýrmætum 3-2 sigri. Leeds er í 15. sæti með 22 stig á meðan West Ham er í 4. sæti með 37 stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira