Þetta er glænýtt mannvirki sem tekur rúmlega tuttugu þúsund manns í sæti og þar er hugsað fyrir öllu. Það ætti því ekki að fara illa um þá tæplega fimm hundruð Íslendinga sem mæta á mótið.
Allir leikmenn liðsins eru heilir heilsu og tóku þátt í æfingunni í dag. Vonandi verður engin breyting þar á.
Alvaran hefst svo annað kvöld er strákarnir spila við Portúgal. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og honum verða gerð góð skil á Vísi.

