Efna til samkeppni um uppbyggingu bryggjusvæðisins þar sem Tinni og Kolbeinn kafteinn komu í land Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. janúar 2022 09:00 Umrætt svæði er á besta stað, við miðbæ Akureyrar. Efnt hefur verið til opinnar hugmyndasamkeppni um skipulag Torfunefs, bryggjusvæðis við miðbæ Akureyrar. Torfunefsbryggjan er örlítið sögusvið heimsbókmentanna, þar sem Tinni og Kolbeinn kafteinn komu þar í land í einni af Tinnabókum Hergé. Hafnarsamlag Norðurlands stendur að verkefninu í samvinnu við Akureyrarbæ og Arkítektafélag Íslands. Meginmarkmið verkefnisins er að gera tillögu að lifandi hafnarhverfi með fjölbreyttri starfsemi á Torfunefi í hjarta Akureyrar, að því er fram kemur á vef Miðstöðvar hönnunar og arkítektúrs. Leitað er eftir tillögu þar sem byggingar og almannarými hafa aðdráttarafli fyrir bæjarbúa, ferðamenn og rekstraaðila á ýmsum sviðum eins og ferðaþjónustu, veitingarkestur, verslanir, sýningarrými, vinnustofur og skrifstofurými svo dæmi séu nefnd Þá er tekið fram að útirými mættu gjarnan gefa möguleika á viðburðum, svo sem útitónleikum, útimarkaði eða öðrum smærri uppákomum. Hér sést glitta í umrætt svæði, neðarlega hægramegin fyrir miðju myndarinnar.Vísir/Vilhelm Í lýsingu hugmyndasamkeppninnar segir að vegna mikillar fjölgunar minni skemmtiferðaskipa hafi undirbúningur að endurbyggingu Torfunefsbryggju verið hafinn. Með stækkun þessara hafnarmannvirka verði til dýrmætt land við miðbæ Akureyrar, það land sem hugmyndasamkeppnin nær til. Þar er þess einnig getið að Torfunefsbryggja leiki lítið hlutverk í Tinnabókinni Dularfullu stjörnunni, þar sem Tinni og Kolbeinn Kafteinn heimsækja Akureyri og skip þeirra leggst við umrædda bryggju. Áður hefur verið fjallað um þessa tengingu á Vísi. Stefnt að uppbyggingu miðbæjarins Nánari upplýsingar um hugmyndasamkeppnina má nálgast hér en gert er ráð fyrir að dómnefnd kynni niðurstöðu þann 27. apríl næstkomandi. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir geti hafist í lok árs 2023 eða 2024. Ljóst er að miðbær Akureyrar mun taka stakkaskiptum næstu árin. Í desember 2020 voru tillögur kynntar að töluverðri uppbyggingu í miðbænum, þar sem byggja á verslunar- og íbúðarhúsnæði á stóru bílastæði við Skipagötu. Akureyri Skipulag Hafnarmál Tengdar fréttir Tímamót á Akureyri þar sem uppbyggingin færist norður Fyrsta skóflustungan að Holtahverfi, nýju hverfi á Akureyri var tekin í dag. Skóflustungan markar tímamót þar sem uppbygging á íbúðarhúsnæði færist nú norður í bæinn eftir mikla uppbyggingu í suðurhluta hans. Formaður skipulagsráðs bæjarins segir eftirspurn eftir lóðum hafa verið gríðarlega síðasta árið. 5. janúar 2022 23:00 „Við skuldum bæjarbúum það að uppbygging geti hafist hérna“ Bæjarfulltrúar á Akureyri skulda íbúum bæjarins það að uppbygging hefjist í miðbæ bæjarins að sögn formanns hópsins sem leiddi vinnu við nýtt miðbæjarskipulag 15. desember 2020 09:00 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Hafnarsamlag Norðurlands stendur að verkefninu í samvinnu við Akureyrarbæ og Arkítektafélag Íslands. Meginmarkmið verkefnisins er að gera tillögu að lifandi hafnarhverfi með fjölbreyttri starfsemi á Torfunefi í hjarta Akureyrar, að því er fram kemur á vef Miðstöðvar hönnunar og arkítektúrs. Leitað er eftir tillögu þar sem byggingar og almannarými hafa aðdráttarafli fyrir bæjarbúa, ferðamenn og rekstraaðila á ýmsum sviðum eins og ferðaþjónustu, veitingarkestur, verslanir, sýningarrými, vinnustofur og skrifstofurými svo dæmi séu nefnd Þá er tekið fram að útirými mættu gjarnan gefa möguleika á viðburðum, svo sem útitónleikum, útimarkaði eða öðrum smærri uppákomum. Hér sést glitta í umrætt svæði, neðarlega hægramegin fyrir miðju myndarinnar.Vísir/Vilhelm Í lýsingu hugmyndasamkeppninnar segir að vegna mikillar fjölgunar minni skemmtiferðaskipa hafi undirbúningur að endurbyggingu Torfunefsbryggju verið hafinn. Með stækkun þessara hafnarmannvirka verði til dýrmætt land við miðbæ Akureyrar, það land sem hugmyndasamkeppnin nær til. Þar er þess einnig getið að Torfunefsbryggja leiki lítið hlutverk í Tinnabókinni Dularfullu stjörnunni, þar sem Tinni og Kolbeinn Kafteinn heimsækja Akureyri og skip þeirra leggst við umrædda bryggju. Áður hefur verið fjallað um þessa tengingu á Vísi. Stefnt að uppbyggingu miðbæjarins Nánari upplýsingar um hugmyndasamkeppnina má nálgast hér en gert er ráð fyrir að dómnefnd kynni niðurstöðu þann 27. apríl næstkomandi. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir geti hafist í lok árs 2023 eða 2024. Ljóst er að miðbær Akureyrar mun taka stakkaskiptum næstu árin. Í desember 2020 voru tillögur kynntar að töluverðri uppbyggingu í miðbænum, þar sem byggja á verslunar- og íbúðarhúsnæði á stóru bílastæði við Skipagötu.
Akureyri Skipulag Hafnarmál Tengdar fréttir Tímamót á Akureyri þar sem uppbyggingin færist norður Fyrsta skóflustungan að Holtahverfi, nýju hverfi á Akureyri var tekin í dag. Skóflustungan markar tímamót þar sem uppbygging á íbúðarhúsnæði færist nú norður í bæinn eftir mikla uppbyggingu í suðurhluta hans. Formaður skipulagsráðs bæjarins segir eftirspurn eftir lóðum hafa verið gríðarlega síðasta árið. 5. janúar 2022 23:00 „Við skuldum bæjarbúum það að uppbygging geti hafist hérna“ Bæjarfulltrúar á Akureyri skulda íbúum bæjarins það að uppbygging hefjist í miðbæ bæjarins að sögn formanns hópsins sem leiddi vinnu við nýtt miðbæjarskipulag 15. desember 2020 09:00 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Tímamót á Akureyri þar sem uppbyggingin færist norður Fyrsta skóflustungan að Holtahverfi, nýju hverfi á Akureyri var tekin í dag. Skóflustungan markar tímamót þar sem uppbygging á íbúðarhúsnæði færist nú norður í bæinn eftir mikla uppbyggingu í suðurhluta hans. Formaður skipulagsráðs bæjarins segir eftirspurn eftir lóðum hafa verið gríðarlega síðasta árið. 5. janúar 2022 23:00
„Við skuldum bæjarbúum það að uppbygging geti hafist hérna“ Bæjarfulltrúar á Akureyri skulda íbúum bæjarins það að uppbygging hefjist í miðbæ bæjarins að sögn formanns hópsins sem leiddi vinnu við nýtt miðbæjarskipulag 15. desember 2020 09:00