Netþrjótar komust í gögn um notendur akstursþjónustu Strætó Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. janúar 2022 21:01 Upplýsingar um notendur akstursþjónustu Strætó, eins og kennitölur, nöfn og heimilisföng, eru í höndum netþrjótanna. Vísir/Vilhelm Netþrjótar, sem réðust inn í tölvukerfi Strætó í desember, komust yfir kerfi Strætó sem hýsir gögn sem tengjast akstursþjónustu fatlaðs fólks og aldraðra. Komust þeir meðal annas yfir nöfn, kennitölur og heimilisföng þeirra sem nota þjónustuna. Strætó varð fyrir netárás frá erlendum árásaraðilum í lok desember sem náðu að brjóta sér leið inn í netkerfi Strætó og afrita þar gögn og upplýsingar. Ekki var ljóst fyrr en nú hvaða upplýsingar þrjótarnir komust yfir. Fram kemur í tilkynningu frá Strætó að árásaraðilarnir hafi komist yfir upplýsingar um nöfn, kennitölur, heimilisfang og eftir atvikum símanúmer og/eða netfang notenda akstursþjónustunnar. Þá hafi þeir komist yfir upplýsingar um þjónustuþarfir og sérþarfir notendanna, upplýsingar um aðstoð fylgdarmanns og notkun hjálpartækja, afrit af ferðapöntunum og reikningum, afrit af erindum og fyrirspurnum auk afrita af tölvupóstsamskiptum. Þá hafi þeir komist yfir upplýsingar um forráðamenn og tengiliði notenda þjónustunnar, til dæmis yfir nöfn þeirra, kennitölur, símanúmer, netfang og tengsl við notendur auk afrita af erindum, fyrirspurnum og tölvupóstsamskipum. Tölvuþrjótarnir hafa krafið Strætó um greiðslu og hótað því að leka viðkomandi gögnum verði Strætó ekki við kröfum þeirra. Í samræmi við leiðbeiningar netöryggissveitar Íslands muni Strætó ekki verða við þeim kröfum. Fram kemur í tilkynningu frá Strætó að persónuvernd hafi verið upplýst um málið og hafi sveitarfélögin, sem Strætó þjónustar, og Strætó verið í miklum samskiptum við stofnunina vegna þessa. Rannsókn málsins standi þá enn yfir og gripið hafi verið til umfangsmikilla ráðstafana til að loka á aðgang umræddra aðila og takmarka áhrif á réttindi og frelsi þeirra einstakilnga sem Strætó vinni upplýsingar um. Búið sé að loka til dæmis á aðgang tilgreindra IP talna og tilgreindra aðganga að kerfum Strætó. Ekkert bendi til þess að árásaraðilarnir hafi eða geti misnotað þessar upplýsingar, en ekki sé hægt að útiloka að upplýsingarnar verði birtar opinberlega af tölvuþrjótunum. Strætó Netöryggi Tölvuárásir Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Strætó varð fyrir netárás frá erlendum árásaraðilum í lok desember sem náðu að brjóta sér leið inn í netkerfi Strætó og afrita þar gögn og upplýsingar. Ekki var ljóst fyrr en nú hvaða upplýsingar þrjótarnir komust yfir. Fram kemur í tilkynningu frá Strætó að árásaraðilarnir hafi komist yfir upplýsingar um nöfn, kennitölur, heimilisfang og eftir atvikum símanúmer og/eða netfang notenda akstursþjónustunnar. Þá hafi þeir komist yfir upplýsingar um þjónustuþarfir og sérþarfir notendanna, upplýsingar um aðstoð fylgdarmanns og notkun hjálpartækja, afrit af ferðapöntunum og reikningum, afrit af erindum og fyrirspurnum auk afrita af tölvupóstsamskiptum. Þá hafi þeir komist yfir upplýsingar um forráðamenn og tengiliði notenda þjónustunnar, til dæmis yfir nöfn þeirra, kennitölur, símanúmer, netfang og tengsl við notendur auk afrita af erindum, fyrirspurnum og tölvupóstsamskipum. Tölvuþrjótarnir hafa krafið Strætó um greiðslu og hótað því að leka viðkomandi gögnum verði Strætó ekki við kröfum þeirra. Í samræmi við leiðbeiningar netöryggissveitar Íslands muni Strætó ekki verða við þeim kröfum. Fram kemur í tilkynningu frá Strætó að persónuvernd hafi verið upplýst um málið og hafi sveitarfélögin, sem Strætó þjónustar, og Strætó verið í miklum samskiptum við stofnunina vegna þessa. Rannsókn málsins standi þá enn yfir og gripið hafi verið til umfangsmikilla ráðstafana til að loka á aðgang umræddra aðila og takmarka áhrif á réttindi og frelsi þeirra einstakilnga sem Strætó vinni upplýsingar um. Búið sé að loka til dæmis á aðgang tilgreindra IP talna og tilgreindra aðganga að kerfum Strætó. Ekkert bendi til þess að árásaraðilarnir hafi eða geti misnotað þessar upplýsingar, en ekki sé hægt að útiloka að upplýsingarnar verði birtar opinberlega af tölvuþrjótunum.
Strætó Netöryggi Tölvuárásir Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira