Vildi takmarka skjátíma barna og bjó til spil fyrir örmagna fjölskyldur í sóttkví Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. janúar 2022 22:01 Arnar hannaði og teiknaði spilið ásamt því að framleiða það. egill aðalsteinsson Faðir sem missti vinnuna í fyrstu bylgju Covid-19 ákvað að afla sér tekna með því að hanna og framleiða samveruspilið Hvað í pabbanum ert þú að gera, þar sem aðal leikendur eru húsgögn á heimilinu. Hann segir mikilvægt að foreldrar skipuleggi skjálausar stundir með börnum sínum. Í samkomubanninu tók leikarinn Arnar Dan eftir því hvað synir hans sóttu mikið í sjónvarpsskjáinn þegar minna var um að vera í samfélaginu. Arnari leist ekki á það og ákvað að taka málin í eigin hendur og hanna samveruspil. Í spilinu eru 190 leikir en til þess að leika þá eftir þarf einungis venjulegt dót sem finnst á flestum heimilum eins og herðartré, stóla, skeiðar og sturtu. „Þetta byrjar bara hér á heimilinu. Ég hugsaði: Hvað getum við notað? Við getum notað skeiðar og svo reyni ég að flippa skeiðinni í boxið,“ sagði Arnar Dan Kristjánsson, leikari og faðir. Í myndbandinu hér að ofan sýnir hann nokkra leiki spilsins. „Þessi er innblásinn af Helga Björnssyni. Að fara í sturtu með regnhlíf og ekki blotna. Alls ekki blotna.“ „Svo er það þessi hér sem heitir stólar hafa fætur. Maður klippir hringi út úr pappakassa og setur stólinn upp á borð og frispar hringjunum á stólinn.“ Hann segir að í ljósi mikils skjátíma barna þurfi foreldrar að leitast við að skapa jafnvægi í lífi barna sinna og skipuleggja skjálausar stundir saman. „Þegar barn kemur til þín og þú ert í símanum og það segir: Pabbi viltu sjá? En ég segir bíddu aðeins. Þá er ég að segja: Það sem ég er að díla við í símanum er mikilvægara en þú og mér finnst það trámatískt,“ Börnin sæki í leikina og augnsambandið Áherslan er lögð á augnsamband og virkan líkama og strákunum hans líkar vel. „Þeir koma heim og í staðinn fyrir að segja: Megum við horfa á hvolpasveitina eða Turtles? Þá segja þeir: Hver er leikur dagsins? Hvað ætlaru að gera með okkur?“ Spilið er fáanlegt hér en það er á afslætti vegna samkomubanns. Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Borðspil Föndur Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Sjá meira
Í samkomubanninu tók leikarinn Arnar Dan eftir því hvað synir hans sóttu mikið í sjónvarpsskjáinn þegar minna var um að vera í samfélaginu. Arnari leist ekki á það og ákvað að taka málin í eigin hendur og hanna samveruspil. Í spilinu eru 190 leikir en til þess að leika þá eftir þarf einungis venjulegt dót sem finnst á flestum heimilum eins og herðartré, stóla, skeiðar og sturtu. „Þetta byrjar bara hér á heimilinu. Ég hugsaði: Hvað getum við notað? Við getum notað skeiðar og svo reyni ég að flippa skeiðinni í boxið,“ sagði Arnar Dan Kristjánsson, leikari og faðir. Í myndbandinu hér að ofan sýnir hann nokkra leiki spilsins. „Þessi er innblásinn af Helga Björnssyni. Að fara í sturtu með regnhlíf og ekki blotna. Alls ekki blotna.“ „Svo er það þessi hér sem heitir stólar hafa fætur. Maður klippir hringi út úr pappakassa og setur stólinn upp á borð og frispar hringjunum á stólinn.“ Hann segir að í ljósi mikils skjátíma barna þurfi foreldrar að leitast við að skapa jafnvægi í lífi barna sinna og skipuleggja skjálausar stundir saman. „Þegar barn kemur til þín og þú ert í símanum og það segir: Pabbi viltu sjá? En ég segir bíddu aðeins. Þá er ég að segja: Það sem ég er að díla við í símanum er mikilvægara en þú og mér finnst það trámatískt,“ Börnin sæki í leikina og augnsambandið Áherslan er lögð á augnsamband og virkan líkama og strákunum hans líkar vel. „Þeir koma heim og í staðinn fyrir að segja: Megum við horfa á hvolpasveitina eða Turtles? Þá segja þeir: Hver er leikur dagsins? Hvað ætlaru að gera með okkur?“ Spilið er fáanlegt hér en það er á afslætti vegna samkomubanns.
Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Borðspil Föndur Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Sjá meira