Hrapaði af stjörnuhimninum og gæti átt yfir höfði sér tuttugu ára fangelsi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. janúar 2022 22:20 Elizabeth Holmes skaust upp á stjörnuhimininn þegar hún boðaði byltingar í heilbrigðisvísindum. Fallið var álíka snöggt þegar skyggnst var í raunverulega starfsemi Theranos. Getty/Justin Sullivan Frumkvöðullinn Elizabeth Holmes var í vikunni sakfelld fyrir fjársvik en hún var lengi álitin ein skærasta stjarna Sílíkondals í Bandaríkjunum. Holmes stofnaði fyrirtækið Theranos árið 2003 þegar hún var aðeins nítján ára gömul. Hún vakti fljótt mikla athygli, hún klæddi sig eins og Steve Jobs og talaði með einkennandi lágri röddu. Og fjöldi fólks heillaðist að henni. Markmið Holmes var að finna betri og ódýrari leið til að greina hundruð sjúkdóma úr aðeins nokkrum dropum af blóði. Þá átti að vera hægt að greina blóðsýnin með sérstökum tækjum úr smiðju Theranos, sem hægt væri að setja upp í apótekum og tækju mun styttri tíma en að senda blóðsýni á rannsóknarstofur. Aðferðin var af mörgum talin byltingarkennd og fékk Holmes til liðs við sig fjárfesta, allt frá fjölmiðlamógúlnum Rupert Murdoch yfir í Waltons fjölskylduna sem á og rekur Walmart verslanirnar í Bandaríkjunum, sem vörðu milljörðum í fyrirtækið. Draumur sem byggður var á sandi Það sem síðar kom í ljós var að niðurstöður úr blóðsýnagreiningum Theranos voru mjög ónákvæmar og leiddu oft til þess að fólk þurfti að fara í venjulegar blóðprufur í framhaldinu sem Theranos rannsakaði leynilega í venjulegum rannsóknarstofum. Fingurstungan dugði ekki til, þveröfugt við það sem Holmes hélt fram. Sönnunargögn sem lögð voru fyrir dóminn sýndu jafnframt að Holmes hafi logið til um að hafa samið við stórfyrirtæki á borð við Pfizer og Bandaríkjaher um notkun á tækni hennar. Höfuðstöðvar Theranos í sílíkondal voru lengi vel sveipaðar leyndarhjúp.Getty/Jason Doiy Þegar fyrirtækið var á hæsta tindi var það metið á níu milljarða dala en það stóð ekki lengi. Árið 2015 kom í ljós, eftir að Wall Street Journal birti röð frétta um blekkingar Holmes, að ekki væri allt sem sýndist. Hún og Ramesh Sunny Balwani, framkvæmdastjóri Theranos og fyrrverandi kærasti hennar, voru árið 2018 ákærð fyrir svik og fyrirtækið leyst upp. Réttarhöldin yfir Holmes stóðu yfir í nokkra mánuði en hún var að lokum sakfelld fyrir fjóra af ellefu ákæruliðum, þrír þeirra sneru að póstsvikum og eitt að fjársvikum. Hún var sýknuð af fjórum ákæruliðum um svik við almenning en kviðdómendum tókst ekki að komast að sameiginlegri niðurstöðu um þrjá ákæruliðanna. Holmes gæti átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi fyrir hvern ákæruliðanna sem hún var sakfelld fyrir en það er þó talið ólíklegt. Bandaríkin Tækni Elizabeth Holmes og Theranos Fréttaskýringar Tengdar fréttir Elizabeth Holmes fundin sek um fjársvik Dómstóll í Bandaríkjunum sakfelldi í gær Elizabeth Holmes, stofnanda Theranos, af ákæru um að hafa svikið fé út úr fjárfestum. Réttarhöld í máli Holmes hafa staðið yfir í Kaliforníu síðustu mánuði. 4. janúar 2022 07:42 Saksóknarar lýstu stofnanda Theranos sem gráðugum svikahrappi Réttarhöld yfir Elizabeth Holmes, stofnanda Theranos sem átti að umbylta blóðrannsóknum, hófust í Kaliforníu í gær. Saksóknarar lýstu Holmes þar sem gráðugum svikahrappi en verjendurnir sögðu hana ástríðufullan lítilmagna. 9. september 2021 10:04 Lofaði tæknibyltingu en svarar til saka fyrir svik og pretti Búast má við fjölmiðlasirkus þegar réttarhöld yfir Elizabeth Holmes, stofnanda nýsköpunarfyrirtækisins Theranos, hefjast í Kaliforníu í dag. Holmes boðaði byltingu í tækni við blóðprufur en gæti nú átt yfir höfði sér áralangt fangelsi fyrir stórfelld svik og blekkingar. 8. september 2021 00:02 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Fleiri fréttir Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Sjá meira
Holmes stofnaði fyrirtækið Theranos árið 2003 þegar hún var aðeins nítján ára gömul. Hún vakti fljótt mikla athygli, hún klæddi sig eins og Steve Jobs og talaði með einkennandi lágri röddu. Og fjöldi fólks heillaðist að henni. Markmið Holmes var að finna betri og ódýrari leið til að greina hundruð sjúkdóma úr aðeins nokkrum dropum af blóði. Þá átti að vera hægt að greina blóðsýnin með sérstökum tækjum úr smiðju Theranos, sem hægt væri að setja upp í apótekum og tækju mun styttri tíma en að senda blóðsýni á rannsóknarstofur. Aðferðin var af mörgum talin byltingarkennd og fékk Holmes til liðs við sig fjárfesta, allt frá fjölmiðlamógúlnum Rupert Murdoch yfir í Waltons fjölskylduna sem á og rekur Walmart verslanirnar í Bandaríkjunum, sem vörðu milljörðum í fyrirtækið. Draumur sem byggður var á sandi Það sem síðar kom í ljós var að niðurstöður úr blóðsýnagreiningum Theranos voru mjög ónákvæmar og leiddu oft til þess að fólk þurfti að fara í venjulegar blóðprufur í framhaldinu sem Theranos rannsakaði leynilega í venjulegum rannsóknarstofum. Fingurstungan dugði ekki til, þveröfugt við það sem Holmes hélt fram. Sönnunargögn sem lögð voru fyrir dóminn sýndu jafnframt að Holmes hafi logið til um að hafa samið við stórfyrirtæki á borð við Pfizer og Bandaríkjaher um notkun á tækni hennar. Höfuðstöðvar Theranos í sílíkondal voru lengi vel sveipaðar leyndarhjúp.Getty/Jason Doiy Þegar fyrirtækið var á hæsta tindi var það metið á níu milljarða dala en það stóð ekki lengi. Árið 2015 kom í ljós, eftir að Wall Street Journal birti röð frétta um blekkingar Holmes, að ekki væri allt sem sýndist. Hún og Ramesh Sunny Balwani, framkvæmdastjóri Theranos og fyrrverandi kærasti hennar, voru árið 2018 ákærð fyrir svik og fyrirtækið leyst upp. Réttarhöldin yfir Holmes stóðu yfir í nokkra mánuði en hún var að lokum sakfelld fyrir fjóra af ellefu ákæruliðum, þrír þeirra sneru að póstsvikum og eitt að fjársvikum. Hún var sýknuð af fjórum ákæruliðum um svik við almenning en kviðdómendum tókst ekki að komast að sameiginlegri niðurstöðu um þrjá ákæruliðanna. Holmes gæti átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi fyrir hvern ákæruliðanna sem hún var sakfelld fyrir en það er þó talið ólíklegt.
Bandaríkin Tækni Elizabeth Holmes og Theranos Fréttaskýringar Tengdar fréttir Elizabeth Holmes fundin sek um fjársvik Dómstóll í Bandaríkjunum sakfelldi í gær Elizabeth Holmes, stofnanda Theranos, af ákæru um að hafa svikið fé út úr fjárfestum. Réttarhöld í máli Holmes hafa staðið yfir í Kaliforníu síðustu mánuði. 4. janúar 2022 07:42 Saksóknarar lýstu stofnanda Theranos sem gráðugum svikahrappi Réttarhöld yfir Elizabeth Holmes, stofnanda Theranos sem átti að umbylta blóðrannsóknum, hófust í Kaliforníu í gær. Saksóknarar lýstu Holmes þar sem gráðugum svikahrappi en verjendurnir sögðu hana ástríðufullan lítilmagna. 9. september 2021 10:04 Lofaði tæknibyltingu en svarar til saka fyrir svik og pretti Búast má við fjölmiðlasirkus þegar réttarhöld yfir Elizabeth Holmes, stofnanda nýsköpunarfyrirtækisins Theranos, hefjast í Kaliforníu í dag. Holmes boðaði byltingu í tækni við blóðprufur en gæti nú átt yfir höfði sér áralangt fangelsi fyrir stórfelld svik og blekkingar. 8. september 2021 00:02 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Fleiri fréttir Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Sjá meira
Elizabeth Holmes fundin sek um fjársvik Dómstóll í Bandaríkjunum sakfelldi í gær Elizabeth Holmes, stofnanda Theranos, af ákæru um að hafa svikið fé út úr fjárfestum. Réttarhöld í máli Holmes hafa staðið yfir í Kaliforníu síðustu mánuði. 4. janúar 2022 07:42
Saksóknarar lýstu stofnanda Theranos sem gráðugum svikahrappi Réttarhöld yfir Elizabeth Holmes, stofnanda Theranos sem átti að umbylta blóðrannsóknum, hófust í Kaliforníu í gær. Saksóknarar lýstu Holmes þar sem gráðugum svikahrappi en verjendurnir sögðu hana ástríðufullan lítilmagna. 9. september 2021 10:04
Lofaði tæknibyltingu en svarar til saka fyrir svik og pretti Búast má við fjölmiðlasirkus þegar réttarhöld yfir Elizabeth Holmes, stofnanda nýsköpunarfyrirtækisins Theranos, hefjast í Kaliforníu í dag. Holmes boðaði byltingu í tækni við blóðprufur en gæti nú átt yfir höfði sér áralangt fangelsi fyrir stórfelld svik og blekkingar. 8. september 2021 00:02