Leyfir sér að vona að hið dramatíska „finale“ sé handan við hornið Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. janúar 2022 07:00 Helgi Jóhannsson hefur verið svæfingalæknir á St. Mary's háskólasjúkrahúsinu í Lundúnum síðan 2007. Hann hefur reglulega verið kallaður til starfa á gjörgæslu vegna kórónuveirufaraldursins. úr einkasafni Íslenskur læknir sem starfar á sjúkrahúsi í Lundúnum segir stöðuna ágæta á spítalanum, þrátt fyrir uppgang ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar og tiltölulega vægar samkomutakmarkanir. Hann bindur vonir við að dramtískur endapunktur faraldursins sé í nánd. Ómíkron er fyrir löngu orðið ráðandi á Bretlandseyjum eins og víða annars staðar - og smittölur í hæstu hæðum síðustu daga. Í fyrradag var greint frá því að síðan faraldurinn hófst hefðu yfir 150 þúsund nú látist af Covid-19 í Bretlandi innan 28 daga frá jákvæðri niðurstöðu. Erfitt að horfa á fólk deyja Helgi Jóhannsson, íslenskur svæfingalæknir sem starfað hefur á St. Mary's háskólasjúkrahúsinu í Lundúnum síðan árið 2007, segir baráttuna hafa verið langerfiðasta í blábyrjun faraldurs. Sem betur fer hafi engir samstarfsmenn hans látist. „En það voru margir mjög veikir og margir inni á spítala. En svo var rosalega erfitt að sjá fólk á mínum aldri og yngra en ég sem fékk sýkinguna og bara dó fyrir framan okkur.“ Helgi telur íslensk stjórnvöld hafa haldið talsvert betur á spöðunum en þau bresku í baráttunni við faraldurinn. Gripið hafi verið of seint til aðgerða í fyrri bylgjum - en nú séu mjög vægar aðgerðir í gangi í Englandi, sem hann voni að dugi. „En fólk hefur misst traustið á yfirvöldum, þannig að ef við hefðum lokað eitthvað í desember eða núna í janúar held ég að þjóðin hefði ekki tekið mark á því,“ segir Helgi. Leyfir sér að vera svolítið hugrakkur Sjálfur fékk Helgi veiruna strax í mars 2020, með fyrstu mönnum semsagt. Hann er nú þríbólusettur, nokkuð sem hann hvetur alla til að gera, en fékk þó ómíkron nú rétt fyrir jól - og fimmtugsafmælisferð til Mexíkó varð þar með að engu. Hann segir að enn sé vissulega álag á spítalanum en staðan nú sé allt önnur en áður. Fólk verði hreinlega ekki jafnveikt. „Það er voðalega mikið af starfsfólki í sýkingu eins og er, þannig að það er eiginlega versta vandamálið okkar,“ segir Helgi. „Ég ætla að vera svolítið hugrakkur núna. Ég er eiginlega svolítið bjartsýnn að þetta sé svolítið dramtískt „finale“ hjá okkur, og flugeldarnir og allt saman. Og hlutirnir verða erfiðir nú í janúar en svo held ég að þeir batni núna í febrúar og mars.“ Íslendingar erlendis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Sjá meira
Ómíkron er fyrir löngu orðið ráðandi á Bretlandseyjum eins og víða annars staðar - og smittölur í hæstu hæðum síðustu daga. Í fyrradag var greint frá því að síðan faraldurinn hófst hefðu yfir 150 þúsund nú látist af Covid-19 í Bretlandi innan 28 daga frá jákvæðri niðurstöðu. Erfitt að horfa á fólk deyja Helgi Jóhannsson, íslenskur svæfingalæknir sem starfað hefur á St. Mary's háskólasjúkrahúsinu í Lundúnum síðan árið 2007, segir baráttuna hafa verið langerfiðasta í blábyrjun faraldurs. Sem betur fer hafi engir samstarfsmenn hans látist. „En það voru margir mjög veikir og margir inni á spítala. En svo var rosalega erfitt að sjá fólk á mínum aldri og yngra en ég sem fékk sýkinguna og bara dó fyrir framan okkur.“ Helgi telur íslensk stjórnvöld hafa haldið talsvert betur á spöðunum en þau bresku í baráttunni við faraldurinn. Gripið hafi verið of seint til aðgerða í fyrri bylgjum - en nú séu mjög vægar aðgerðir í gangi í Englandi, sem hann voni að dugi. „En fólk hefur misst traustið á yfirvöldum, þannig að ef við hefðum lokað eitthvað í desember eða núna í janúar held ég að þjóðin hefði ekki tekið mark á því,“ segir Helgi. Leyfir sér að vera svolítið hugrakkur Sjálfur fékk Helgi veiruna strax í mars 2020, með fyrstu mönnum semsagt. Hann er nú þríbólusettur, nokkuð sem hann hvetur alla til að gera, en fékk þó ómíkron nú rétt fyrir jól - og fimmtugsafmælisferð til Mexíkó varð þar með að engu. Hann segir að enn sé vissulega álag á spítalanum en staðan nú sé allt önnur en áður. Fólk verði hreinlega ekki jafnveikt. „Það er voðalega mikið af starfsfólki í sýkingu eins og er, þannig að það er eiginlega versta vandamálið okkar,“ segir Helgi. „Ég ætla að vera svolítið hugrakkur núna. Ég er eiginlega svolítið bjartsýnn að þetta sé svolítið dramtískt „finale“ hjá okkur, og flugeldarnir og allt saman. Og hlutirnir verða erfiðir nú í janúar en svo held ég að þeir batni núna í febrúar og mars.“
Íslendingar erlendis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Sjá meira