West Ham fékk Leeds í heimsókn og fyrirfram voru heimamenn sigurstranglegri. Það varð líka raunin og Manuel Lanzini kom West Ham í 1-0 rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Markið var ekki það glæsilegasta og kom eftir mikið klafs. Jarrod Bowen skoraði svo annað mark West Ham undir lok leiksins eftir undirbúning frá Michail Antonio. 2-0 niðurstaðan og West Ham áfram.
Tottenham lenti undir á heimavelli gegn Morecambe en Anthony O'Connor skoraði á 33. mínútu og væntanlega fór aðeins um stuðningsmenn Tottenham. Spurs náðu ekki að brjóta ísinn fyrr en á 74. mínútu með marki frá Harry Winks. Lucas Moura og Harry Kane skoruðu svo sitt markið hvor áður en yfir lauk og Tottenham komnir í næstu umferð.
FULL-TIME: @SpursOfficial 3-1 #Shrimps.
— Morecambe FC (@ShrimpsOfficial) January 9, 2022
Goals from Winks, Moura and Kane complete a second-half comeback for the hosts. #UTS | #TOTvMOR pic.twitter.com/fDm1H7nT3B
Önnur úrslit dagsins
Charlton 0-1 Norwich
Stoke 2-0 Leyton Orient
Wolves 3-0 Sheffield United
Cardiff 2-1 Preston
Luton 4-0 Harrogate