Covid-19 heldur áfram að vera fyrirferðamikið, en við segjum við frá því að Sjúkratryggingum hafa borist 23 bótakröfur vegna gruns um alvarlega aukaverkun kjölfar bólusetningar gegn Covid-19 og Lyfjastofnun hefur fengið 35 tilkynningar um dauðsföll í kjölfar hennar.
Þá er sóttvarnalæknir farinn að huga að tillögum um næstu sóttvarnaaðgerðir og Íslensk erfðagreining stefnir á að kanna raunverulega útbreiðslu veirunnar í næstu viku.
Við förum til Grindavíkur þar sem varð tugmilljónatjón í óveðrinu í nótt og í morgun.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.