Lýsir sundrung í klefa Man. Utd og segir sautján leikmenn óánægða Sindri Sverrisson skrifar 6. janúar 2022 08:00 Edinson Cavani, Paul Pogba og Anthony Martial virðast allir vera á förum frá Manchester United á þessu ári. Getty/Peter Cziborra Ef eitthvað er að marka ensku götublöðin er allt í upplausn í herbúðum Manchester United eftir frekar dapurt gengi á leiktíðinni í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Daily Mail fullyrðir í dag að hvorki fleiri né færri en sautján leikmenn United séu óánægðir hjá félaginu og að þar með geti svo farið að á annan tug leikmanna yfirgefi Old Trafford fyrir næstu leiktíð. Stemningin í félaginu er sögð við frostmark eftir ósannfærandi frammistöðu liðsins undir stjórn Ralf Rangnick, sem fengið hafi sundraðan leikmannahóp í hendurnar eftir að Ole Gunnar Solskjær var rekinn í lok nóvember. Daily Mail segir að á meðal þeirra 17 leikmanna sem séu óánægðir séu stjörnur á borð við Edinson Cavani, Paul Pogba og Donny van de Beek. Manchester United face a mass exodus of players with SEVENTEEN first-team stars unhappy | @ChrisWheelerDM & Simon Jones https://t.co/yXjn3NOgY5— MailOnline Sport (@MailSport) January 6, 2022 Ljóst sé að ekki verði öllum leyft að fara frá félaginu, enda margir leikmannanna samningsbundnir, en þó sé búist við miklum flótta á næstu átta mánuðum. Rangnick er sagður meðvitaður um þessa stöðu eftir að hafa haldið röð funda með leikmönnum til að ræða þeirra framtíð. Anthony Martial verður lánaður til Sevilla í þessum mánuði ef að spænska félagið bætir tilboð sitt nægilega mikið, og verður væntanlega seldur næsta sumar. Pogba og Lingard á förum Ekkert bendir til þess að Pogba og Jesse Lingard endurnýi samninga sem renna út í júní svo þeir gætu farið frítt hvert sem þeim hentar án þess að United fái krónu fyrir. Cavani var tjáð að hann mætti ekki fara frá félaginu í janúar en samningur hans rennur út næsta sumar, líkt og hjá Juan Mata sem býðst að fara að láni til Bandaríkjanna eða Spánar í þessum mánuði. Van de Beek, Dean Henderson og Eric Bailly eru allir sagðir óánægðir með að fá of lítið að spila og vilja skoða sína möguleika í lok tímabilsins. Daily Mail nefnir fleiri leikmenn sem gætu verið að hugsa sér til hreyfings og ljóst er að það gustar um Old Trafford eftir að United fékk aðeins fjögur stig úr leikjum sínum við Newcastle, Burnley og Wolves, auk þess sem frammistaða liðsins var léleg. Næsti leikur United er bikarleikur gegn Aston Villa á Old Trafford næstkomandi mánudagskvöld en liðin mætast svo einnig í deildarleik í Birmingham 15. janúar. Enski boltinn Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Sjá meira
Daily Mail fullyrðir í dag að hvorki fleiri né færri en sautján leikmenn United séu óánægðir hjá félaginu og að þar með geti svo farið að á annan tug leikmanna yfirgefi Old Trafford fyrir næstu leiktíð. Stemningin í félaginu er sögð við frostmark eftir ósannfærandi frammistöðu liðsins undir stjórn Ralf Rangnick, sem fengið hafi sundraðan leikmannahóp í hendurnar eftir að Ole Gunnar Solskjær var rekinn í lok nóvember. Daily Mail segir að á meðal þeirra 17 leikmanna sem séu óánægðir séu stjörnur á borð við Edinson Cavani, Paul Pogba og Donny van de Beek. Manchester United face a mass exodus of players with SEVENTEEN first-team stars unhappy | @ChrisWheelerDM & Simon Jones https://t.co/yXjn3NOgY5— MailOnline Sport (@MailSport) January 6, 2022 Ljóst sé að ekki verði öllum leyft að fara frá félaginu, enda margir leikmannanna samningsbundnir, en þó sé búist við miklum flótta á næstu átta mánuðum. Rangnick er sagður meðvitaður um þessa stöðu eftir að hafa haldið röð funda með leikmönnum til að ræða þeirra framtíð. Anthony Martial verður lánaður til Sevilla í þessum mánuði ef að spænska félagið bætir tilboð sitt nægilega mikið, og verður væntanlega seldur næsta sumar. Pogba og Lingard á förum Ekkert bendir til þess að Pogba og Jesse Lingard endurnýi samninga sem renna út í júní svo þeir gætu farið frítt hvert sem þeim hentar án þess að United fái krónu fyrir. Cavani var tjáð að hann mætti ekki fara frá félaginu í janúar en samningur hans rennur út næsta sumar, líkt og hjá Juan Mata sem býðst að fara að láni til Bandaríkjanna eða Spánar í þessum mánuði. Van de Beek, Dean Henderson og Eric Bailly eru allir sagðir óánægðir með að fá of lítið að spila og vilja skoða sína möguleika í lok tímabilsins. Daily Mail nefnir fleiri leikmenn sem gætu verið að hugsa sér til hreyfings og ljóst er að það gustar um Old Trafford eftir að United fékk aðeins fjögur stig úr leikjum sínum við Newcastle, Burnley og Wolves, auk þess sem frammistaða liðsins var léleg. Næsti leikur United er bikarleikur gegn Aston Villa á Old Trafford næstkomandi mánudagskvöld en liðin mætast svo einnig í deildarleik í Birmingham 15. janúar.
Enski boltinn Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Sjá meira