Lýsir sundrung í klefa Man. Utd og segir sautján leikmenn óánægða Sindri Sverrisson skrifar 6. janúar 2022 08:00 Edinson Cavani, Paul Pogba og Anthony Martial virðast allir vera á förum frá Manchester United á þessu ári. Getty/Peter Cziborra Ef eitthvað er að marka ensku götublöðin er allt í upplausn í herbúðum Manchester United eftir frekar dapurt gengi á leiktíðinni í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Daily Mail fullyrðir í dag að hvorki fleiri né færri en sautján leikmenn United séu óánægðir hjá félaginu og að þar með geti svo farið að á annan tug leikmanna yfirgefi Old Trafford fyrir næstu leiktíð. Stemningin í félaginu er sögð við frostmark eftir ósannfærandi frammistöðu liðsins undir stjórn Ralf Rangnick, sem fengið hafi sundraðan leikmannahóp í hendurnar eftir að Ole Gunnar Solskjær var rekinn í lok nóvember. Daily Mail segir að á meðal þeirra 17 leikmanna sem séu óánægðir séu stjörnur á borð við Edinson Cavani, Paul Pogba og Donny van de Beek. Manchester United face a mass exodus of players with SEVENTEEN first-team stars unhappy | @ChrisWheelerDM & Simon Jones https://t.co/yXjn3NOgY5— MailOnline Sport (@MailSport) January 6, 2022 Ljóst sé að ekki verði öllum leyft að fara frá félaginu, enda margir leikmannanna samningsbundnir, en þó sé búist við miklum flótta á næstu átta mánuðum. Rangnick er sagður meðvitaður um þessa stöðu eftir að hafa haldið röð funda með leikmönnum til að ræða þeirra framtíð. Anthony Martial verður lánaður til Sevilla í þessum mánuði ef að spænska félagið bætir tilboð sitt nægilega mikið, og verður væntanlega seldur næsta sumar. Pogba og Lingard á förum Ekkert bendir til þess að Pogba og Jesse Lingard endurnýi samninga sem renna út í júní svo þeir gætu farið frítt hvert sem þeim hentar án þess að United fái krónu fyrir. Cavani var tjáð að hann mætti ekki fara frá félaginu í janúar en samningur hans rennur út næsta sumar, líkt og hjá Juan Mata sem býðst að fara að láni til Bandaríkjanna eða Spánar í þessum mánuði. Van de Beek, Dean Henderson og Eric Bailly eru allir sagðir óánægðir með að fá of lítið að spila og vilja skoða sína möguleika í lok tímabilsins. Daily Mail nefnir fleiri leikmenn sem gætu verið að hugsa sér til hreyfings og ljóst er að það gustar um Old Trafford eftir að United fékk aðeins fjögur stig úr leikjum sínum við Newcastle, Burnley og Wolves, auk þess sem frammistaða liðsins var léleg. Næsti leikur United er bikarleikur gegn Aston Villa á Old Trafford næstkomandi mánudagskvöld en liðin mætast svo einnig í deildarleik í Birmingham 15. janúar. Enski boltinn Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Fleiri fréttir Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Sjá meira
Daily Mail fullyrðir í dag að hvorki fleiri né færri en sautján leikmenn United séu óánægðir hjá félaginu og að þar með geti svo farið að á annan tug leikmanna yfirgefi Old Trafford fyrir næstu leiktíð. Stemningin í félaginu er sögð við frostmark eftir ósannfærandi frammistöðu liðsins undir stjórn Ralf Rangnick, sem fengið hafi sundraðan leikmannahóp í hendurnar eftir að Ole Gunnar Solskjær var rekinn í lok nóvember. Daily Mail segir að á meðal þeirra 17 leikmanna sem séu óánægðir séu stjörnur á borð við Edinson Cavani, Paul Pogba og Donny van de Beek. Manchester United face a mass exodus of players with SEVENTEEN first-team stars unhappy | @ChrisWheelerDM & Simon Jones https://t.co/yXjn3NOgY5— MailOnline Sport (@MailSport) January 6, 2022 Ljóst sé að ekki verði öllum leyft að fara frá félaginu, enda margir leikmannanna samningsbundnir, en þó sé búist við miklum flótta á næstu átta mánuðum. Rangnick er sagður meðvitaður um þessa stöðu eftir að hafa haldið röð funda með leikmönnum til að ræða þeirra framtíð. Anthony Martial verður lánaður til Sevilla í þessum mánuði ef að spænska félagið bætir tilboð sitt nægilega mikið, og verður væntanlega seldur næsta sumar. Pogba og Lingard á förum Ekkert bendir til þess að Pogba og Jesse Lingard endurnýi samninga sem renna út í júní svo þeir gætu farið frítt hvert sem þeim hentar án þess að United fái krónu fyrir. Cavani var tjáð að hann mætti ekki fara frá félaginu í janúar en samningur hans rennur út næsta sumar, líkt og hjá Juan Mata sem býðst að fara að láni til Bandaríkjanna eða Spánar í þessum mánuði. Van de Beek, Dean Henderson og Eric Bailly eru allir sagðir óánægðir með að fá of lítið að spila og vilja skoða sína möguleika í lok tímabilsins. Daily Mail nefnir fleiri leikmenn sem gætu verið að hugsa sér til hreyfings og ljóst er að það gustar um Old Trafford eftir að United fékk aðeins fjögur stig úr leikjum sínum við Newcastle, Burnley og Wolves, auk þess sem frammistaða liðsins var léleg. Næsti leikur United er bikarleikur gegn Aston Villa á Old Trafford næstkomandi mánudagskvöld en liðin mætast svo einnig í deildarleik í Birmingham 15. janúar.
Enski boltinn Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Fleiri fréttir Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Sjá meira