Í kvöldfréttatímanum klukkan 18:30 fjöllum við um málið og ræðum við Rúnu Hauksdóttur, forstjóra Lyfjastofnunar, um bóluefnið sem notað verður til að bólusetja börnin.
Þá fjöllum við um það að ríkisstofnanir eyða stórfé í áfengi á hverju ári en engin leið er fyrir almenning að vita hversu miklu eða hvar þær versla það.
Djúp lægð gengur yfir landið í kvöld og nótt og taka appelsínugular veðurviðvaranir gildi á suðvesturhorni landsins í kvöld. Mikill öldugangur mun fylgja lægðinni og er biðlað til bátaeigenda að festa báta sína vel. Við ræðum við Guðmundur Birkir Agnarsson skipstjóra og sjómælingamann í beinni útsendingu um við hverju er búist.
Við sýnum frá fyrstu skóflustungunni að Holtahverfi, nýju hverfi á Akureyri, sem var tekin í dag. Mikil eftirspurn er eftir lóðum í bænum.
Þá lítum við við í Hringrás en nær allir hlutar vindmyllunar sem sem felld var í gær verða endurunnir. Unnið er að því að búta vindmylluna niður og hreinsa svæðið.