Segir ósanngjarnt ef Fallon Sherrock fær sæti í úrvalsdeildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. janúar 2022 14:01 Fallon Sherrock tapaði fyrir reynsluboltanum Steve Beaton, 3-2, í 1. umferð heimsmeistaramótsins í pílukasti. getty/Tom Dulat Skiptar skoðanir eru á því hvort Fallon Sherrock eigi að fá keppnisrétt í úrvalsdeildinni í pílukasti. Sherrock hefur vakið athygli fyrir vasklega framgöngu á mótum og komst meðal annars í 3. umferð á HM 2020. Þar varð hún fyrsta konan til að vinna leik á HM. Hún komst einnig í átta manna úrslit á Grand Slam of Darts síðasta haust. Þá er Sherrock gríðarlega vinsæl og líklega einn vinsælasti pílukastari heims. Hún tapaði hins vegar í 1. umferð á nýafstöðnu heimsmeistaramóti og ekki eru allir sáttir með að hún fái sæti í úrvalsdeildinni þar sem tíu af bestu kepppendum heims leiða saman hesta sína. Ekki hefur enn verið tilkynnt hverjir munu keppa í úrvalsdeildinni en talið er að forsvarsmenn hennar bíði eftir því hvort Sherrock muni tryggja sér sæti á PDC mótaröðinni. John Part, þrefaldur heimsmeistari og einn sérfræðinga Sky Sports um pílukast, er mótfallinn því að Sherrock fái sæti í úrvalsdeildinni. „Með núgildandi fyrirkomulagi er erfitt að velja hana. Hún er sannarlega fær um að spila. En ef ég væri hún eða einhver tengdur henni myndi ég sennilega ekki vilja að hún færi í úrvalsdeildinni. Ég þekki það af eigin reynslu hversu erfitt þetta er. Þetta hefur ekki góð áhrif á sjálfstraust viðkomandi. Við höfum séð það hjá leikmönnum á borð við Kim Huybrechts, Mark Webster og Michael Smith,“ sagði Part. Hann er sannfærður um að það myndi auka áhuga á úrvalsdeildinni að bjóða Sherrock sæti í henni en ókostirnir séu líka til staðar og vegi sennilega þyngra. „Það yrði að mörgu leyti gott að hafa hana þarna en ég held að það væri ekki gott fyrir hana og er ekki viss um að það væri sanngjarnt fyrir aðra. Þú getur ekki gert þetta á kostnað einhvers sem á það fullkomlega skilið án þess að spyrja hvort þetta hafi eitthvað með athygli á mótinu að gera. Og það þarf ekki endilega að vera jákvæð athygli,“ sagði Part um Sherrock sem er í 90. sæti heimslistans. Pílukast Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Sjá meira
Sherrock hefur vakið athygli fyrir vasklega framgöngu á mótum og komst meðal annars í 3. umferð á HM 2020. Þar varð hún fyrsta konan til að vinna leik á HM. Hún komst einnig í átta manna úrslit á Grand Slam of Darts síðasta haust. Þá er Sherrock gríðarlega vinsæl og líklega einn vinsælasti pílukastari heims. Hún tapaði hins vegar í 1. umferð á nýafstöðnu heimsmeistaramóti og ekki eru allir sáttir með að hún fái sæti í úrvalsdeildinni þar sem tíu af bestu kepppendum heims leiða saman hesta sína. Ekki hefur enn verið tilkynnt hverjir munu keppa í úrvalsdeildinni en talið er að forsvarsmenn hennar bíði eftir því hvort Sherrock muni tryggja sér sæti á PDC mótaröðinni. John Part, þrefaldur heimsmeistari og einn sérfræðinga Sky Sports um pílukast, er mótfallinn því að Sherrock fái sæti í úrvalsdeildinni. „Með núgildandi fyrirkomulagi er erfitt að velja hana. Hún er sannarlega fær um að spila. En ef ég væri hún eða einhver tengdur henni myndi ég sennilega ekki vilja að hún færi í úrvalsdeildinni. Ég þekki það af eigin reynslu hversu erfitt þetta er. Þetta hefur ekki góð áhrif á sjálfstraust viðkomandi. Við höfum séð það hjá leikmönnum á borð við Kim Huybrechts, Mark Webster og Michael Smith,“ sagði Part. Hann er sannfærður um að það myndi auka áhuga á úrvalsdeildinni að bjóða Sherrock sæti í henni en ókostirnir séu líka til staðar og vegi sennilega þyngra. „Það yrði að mörgu leyti gott að hafa hana þarna en ég held að það væri ekki gott fyrir hana og er ekki viss um að það væri sanngjarnt fyrir aðra. Þú getur ekki gert þetta á kostnað einhvers sem á það fullkomlega skilið án þess að spyrja hvort þetta hafi eitthvað með athygli á mótinu að gera. Og það þarf ekki endilega að vera jákvæð athygli,“ sagði Part um Sherrock sem er í 90. sæti heimslistans.
Pílukast Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Sjá meira