Undanþága Djokovic veldur reiði: „Höfum verið höfð að fíflum“ Sindri Sverrisson skrifar 5. janúar 2022 09:31 Novak Djokovic vann þrjú risamót á síðasta ári og er fremsti tennisspilari heims. Getty/Oscar Gonzalez Ástralir eru bæði reiðir og undrandi yfir því að tennisstjarnan Novak Djokovic hafi fengið undanþágu til að koma til landsins og spila á opna ástralska mótinu sem hefst í Melbourne 17. janúar. Þetta segir ástralski miðillinn ABC News. Djokovic hefur ekki viljað gefa upp hvort hann sé bólusettur gegn kórónuveirunni og því þótti ólíklegt að hann yrði með á mótinu. Í gær greindi Serbinn frá því á samfélagsmiðlum að hann hefði fengið undanþágu til að keppa. Mótshaldarar og stjórnvöld í Viktoríufylki, þar sem mótið fer fram, staðfestu í gær að Djokovic yrði með og fullyrtu að hann væri með „raunverulegt sjúkdómsástand sem uppfyllti skilyrði fyrir undanþágu“. Ýmsir heimamenn hafa furðað sig á þessu, meðal annars Kevin Bartlett sem er goðsögn í áströlskum fótbolta. „Novak Djokovic er besti tenniskappi sögunnar. Gleymið Laver, Agassi, Federer, Sampras, Nadal, McEnroe, Connors og Borg því Novak hefur unnið 20 risatitla, 87 titla til viðbótar og þénað milljarða dollara án þess að við vissum að hann glímdi við sjúkdómsvandamál. Við höfum verið höfð að fíflum,“ skrifaði Bartlett á Twitter. Tennisskríbentinn Ben Rothenberg birti reglur ástralskra stjórnvalda um undanþágur og sagði ljóst að undanþága Djokovic vekti upp spurningar um hvort hún væri réttmæt. Though we now know that Djokovic plans to play the #AusOpen, there will still be considerable speculation about the legitimacy of his exemption.What acute major medical condition, as listed here by Australian authorities, could a healthy #1-ranked athlete have? pic.twitter.com/Qe12SWTMJo— Ben Rothenberg (@BenRothenberg) January 4, 2022 „Hvaða „bráðasjúkdómsástand“, eins og áströlsk stjórnvöld nefna á sínum lista, gæti heilbrigður, efsti maður heimslista í íþrótt, verið með?“ spurði Rothenberg. „Ef að hann neitar að fá bólusetningu þá á hann ekki að fá að koma hingað“ „Þetta er mjög athyglisvert. Ég ætla ekki að segja fleira,“ sagði ástralski tennisspilarinn Alex de Minaur, spurður út í málið á blaðamannafundi. Jamie Murray, eldri bróðir Andy Murray, gaf í skyn að Djokovic fengi sérmeðferð: „Ég held að ef það væri ég sem væri ekki bólusettur þá myndi ég ekki fá undanþágu… en vel gert hjá honum að fá leyfi til að koma til Ástralíu og keppa,“ sagði Murray. „Þegar allt kemur til alls þá verður maður að treysta því að það sé góð ástæða fyrir því að hann fékk undanþágu vegna sjúkdómsástands,“ sagði Murray. Stephen Parnis, læknir á bráðamóttöku í Viktoríufylki, sagði um skelfileg skilaboð að ræða til þeirra sem reyndu að hefta útbreiðslu Covid-19. „Mér er alveg sama hversu góður tennisspilari hann er. Ef að hann neitar að fá bólusetningu þá á hann ekki að fá að koma hingað. Ef að það er satt að hann hafi fengið undanþágu þá eru það hræðileg skilaboð til milljóna manns sem reyna að minnka hættuna af Covid-19 gagnvart sér og öðrum. Bólusetning sýnir virðingu gagnvart öðrum, Novak,“ skrifaði Parnis. Tennis Ástralía Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Fleiri fréttir Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sjá meira
Þetta segir ástralski miðillinn ABC News. Djokovic hefur ekki viljað gefa upp hvort hann sé bólusettur gegn kórónuveirunni og því þótti ólíklegt að hann yrði með á mótinu. Í gær greindi Serbinn frá því á samfélagsmiðlum að hann hefði fengið undanþágu til að keppa. Mótshaldarar og stjórnvöld í Viktoríufylki, þar sem mótið fer fram, staðfestu í gær að Djokovic yrði með og fullyrtu að hann væri með „raunverulegt sjúkdómsástand sem uppfyllti skilyrði fyrir undanþágu“. Ýmsir heimamenn hafa furðað sig á þessu, meðal annars Kevin Bartlett sem er goðsögn í áströlskum fótbolta. „Novak Djokovic er besti tenniskappi sögunnar. Gleymið Laver, Agassi, Federer, Sampras, Nadal, McEnroe, Connors og Borg því Novak hefur unnið 20 risatitla, 87 titla til viðbótar og þénað milljarða dollara án þess að við vissum að hann glímdi við sjúkdómsvandamál. Við höfum verið höfð að fíflum,“ skrifaði Bartlett á Twitter. Tennisskríbentinn Ben Rothenberg birti reglur ástralskra stjórnvalda um undanþágur og sagði ljóst að undanþága Djokovic vekti upp spurningar um hvort hún væri réttmæt. Though we now know that Djokovic plans to play the #AusOpen, there will still be considerable speculation about the legitimacy of his exemption.What acute major medical condition, as listed here by Australian authorities, could a healthy #1-ranked athlete have? pic.twitter.com/Qe12SWTMJo— Ben Rothenberg (@BenRothenberg) January 4, 2022 „Hvaða „bráðasjúkdómsástand“, eins og áströlsk stjórnvöld nefna á sínum lista, gæti heilbrigður, efsti maður heimslista í íþrótt, verið með?“ spurði Rothenberg. „Ef að hann neitar að fá bólusetningu þá á hann ekki að fá að koma hingað“ „Þetta er mjög athyglisvert. Ég ætla ekki að segja fleira,“ sagði ástralski tennisspilarinn Alex de Minaur, spurður út í málið á blaðamannafundi. Jamie Murray, eldri bróðir Andy Murray, gaf í skyn að Djokovic fengi sérmeðferð: „Ég held að ef það væri ég sem væri ekki bólusettur þá myndi ég ekki fá undanþágu… en vel gert hjá honum að fá leyfi til að koma til Ástralíu og keppa,“ sagði Murray. „Þegar allt kemur til alls þá verður maður að treysta því að það sé góð ástæða fyrir því að hann fékk undanþágu vegna sjúkdómsástands,“ sagði Murray. Stephen Parnis, læknir á bráðamóttöku í Viktoríufylki, sagði um skelfileg skilaboð að ræða til þeirra sem reyndu að hefta útbreiðslu Covid-19. „Mér er alveg sama hversu góður tennisspilari hann er. Ef að hann neitar að fá bólusetningu þá á hann ekki að fá að koma hingað. Ef að það er satt að hann hafi fengið undanþágu þá eru það hræðileg skilaboð til milljóna manns sem reyna að minnka hættuna af Covid-19 gagnvart sér og öðrum. Bólusetning sýnir virðingu gagnvart öðrum, Novak,“ skrifaði Parnis.
Tennis Ástralía Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Fleiri fréttir Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sjá meira