Afsökunarbeiðni Lukaku: „Mér þykir leitt að hafa valdið öllum þessum vandræðum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. janúar 2022 23:00 Lukaku er fullur iðrunar. James Williamson/Getty Images Romelu Lukaku hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla í viðtali sem tekið var fyrir nokkrum vikum síðan en birtist skömmu fyrir stórleik Chelsea og Liverpool um liðna helgi. Belgíski framherjinn var hvergi sjáanlegur er Chelsea og Liverpool gerðu 2-2 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni um liðna helgi. Í aðdraganda leiksins var birt viðtal við Lukaku þar sem hann sagði að hann vildi snúa aftur til Inter Milan og að hann væri ósáttur með leikkerfið sem Thomas Tuchel – þjálfari Chelsea – væri að notast við. Tuchel brást við með því að taka Lukaku úr hóp í einum af stærri leikjum tímabilsins. Þjálfarinn staðfesti svo fyrr í dag að Lukaku hefði beðist afsökunar á ummælum sínum og yrði í hópnum gegn Tottenham Hotspur í undanúrslitum deildarbikarsins. Þá hefur Lukaku beðið stuðningsfólk félagsins afsökunar. Það gerði hann í gegnum samfélagsmiðla Chelsea. „Við stuðningsfólk vil ég segja: Mér þykir leitt að hafa valdið öllum þessum vandræðum. Ég skil að þið séuð ósátt. Nú er það undir mér komið að vinna traust ykkar til baka og sýna mitt besta á hverjum degi,“ sagði Lukaku í viðtali sem birt var á samfélagsmiðlum Chelsea fyrr í kvöld. „Ég vil einnig biðja þjálfarann, liðsfélagar og stjórn félagsins afsökunar. Ég vonast til að þetta sé nú að baki og ég geti gert mitt besta til að hjálpa liðinu að vinna leiki,“ endaði Lukaku á að segja. A message from Romelu.— Chelsea FC (@ChelseaFC) January 4, 2022 Lukaku hefur átt erfitt uppdráttar síðan hann gekk í raðir Chelsea frá Inter í sumar. Alls hefur hann skorað fimm mörk í 13 leikjum í ensku úrvalsdeildinni og tvö í fjórum leikjum í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Sjá meira
Belgíski framherjinn var hvergi sjáanlegur er Chelsea og Liverpool gerðu 2-2 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni um liðna helgi. Í aðdraganda leiksins var birt viðtal við Lukaku þar sem hann sagði að hann vildi snúa aftur til Inter Milan og að hann væri ósáttur með leikkerfið sem Thomas Tuchel – þjálfari Chelsea – væri að notast við. Tuchel brást við með því að taka Lukaku úr hóp í einum af stærri leikjum tímabilsins. Þjálfarinn staðfesti svo fyrr í dag að Lukaku hefði beðist afsökunar á ummælum sínum og yrði í hópnum gegn Tottenham Hotspur í undanúrslitum deildarbikarsins. Þá hefur Lukaku beðið stuðningsfólk félagsins afsökunar. Það gerði hann í gegnum samfélagsmiðla Chelsea. „Við stuðningsfólk vil ég segja: Mér þykir leitt að hafa valdið öllum þessum vandræðum. Ég skil að þið séuð ósátt. Nú er það undir mér komið að vinna traust ykkar til baka og sýna mitt besta á hverjum degi,“ sagði Lukaku í viðtali sem birt var á samfélagsmiðlum Chelsea fyrr í kvöld. „Ég vil einnig biðja þjálfarann, liðsfélagar og stjórn félagsins afsökunar. Ég vonast til að þetta sé nú að baki og ég geti gert mitt besta til að hjálpa liðinu að vinna leiki,“ endaði Lukaku á að segja. A message from Romelu.— Chelsea FC (@ChelseaFC) January 4, 2022 Lukaku hefur átt erfitt uppdráttar síðan hann gekk í raðir Chelsea frá Inter í sumar. Alls hefur hann skorað fimm mörk í 13 leikjum í ensku úrvalsdeildinni og tvö í fjórum leikjum í Meistaradeild Evrópu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Sjá meira