Riftu samningi við fyrrverandi leikmann FH og Fylkis vegna tengsla við nauðgunarmál Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. janúar 2022 10:49 Jerv bauð Sonna Ragnar Nattested velkominn en rifti samningnum við hann skömmu síðar. getty/LARS RONBOG/heimasíða jerv Jerv, nýliðar í norsku úrvalsdeildinni, riftu samningi sínum við færeyska varnarmanninn Sonni Ragnar Nattested, fyrrverandi leikmann FH og Fylkis, aðeins nokkrum klukkutímum eftir að hann samdi við félagið. Ástæðan er tengsl hans við nauðgunarmál gegn Babacar Sarr, fyrrverandi leikmanns Selfoss. Sonni átti að vera aðalvitni í nauðgunarmáli gegn Sarr fyrir tveimur árum en mætti ekki fyrir rétt. Sömu sögu er að segja af Sarr sem flúði Noreg. Ekki liggur fyrir hvar Sarr heldur sig en hann er eftirlýstur af Interpol. Eftir að Jerv tilkynnti að félagið hefði samið við Sonna mótmæltu stuðningsmenn liðsins félagaskiptunum. Og eftir mikla pressu ákvað Jerv að rifta samningnum við þann færeyska, aðeins nokkrum klukkutímum eftir að hann skrifaði undir hann. Jerv sendi frá sér yfirlýsingu þar sem félagið baðst afsökunar á að hafa ekki kannað bakgrunn Sonna betur. „Ástæðan fyrir þessu er mál sem leikmaðurinn er tengdur og við hefðum átt að vita um. Málið er þess eðlis að félagið getur ekki tengst því. Jerv biður alla hlutaðeigandi afsökunar á að hafa ekki unnið heimavinnuna nægilega vel áður en samið var við leikmanninn,“ segir í yfirlýsingunni. FK Jerv og Sonni Nattestad har i dag besluttet å avbryte den annonserte kontraktsinngåelsen. Dere kan lese mer på hjemmesiden: https://t.co/FJ8BCNYPuK— FK Jerv (@FKJerv) January 2, 2022 Sonni gekk í raðir FH 2016. Honum tókst ekki að festa sig í sessi hjá liðinu og var lánaður til Fylkis. Alls spilaði Sonni ellefu leiki í deild og bikar hér á landi. Sarr lék með Selfossi á árunum 2011-12 en fór eftir það til Noregs. Hann lék síðast í Sádí-Arabíu en sem fyrr segir er ekkert vitað hvar hann er niðurkominn. Sarr er eftirlýstur í öllum þeim löndum sem eru aðilar að Interpol. Alþjóðalögreglan biðlar til hverrar þeirrar þjóðar sem verður hans vör að framselja Sarr til Noregs svo hægt sé að sækja hann til saka. Kona á þrítugsaldri kærði Sarr fyrir nauðgun 2017. Ári seinna var hann sýknaður af rétti í Molde en lét sig hverfa frá Noregi eftir að málinu var áfrýjað. Ekkert hefur til hans spurst í um tvö ár og Interpol leitar logandi ljósi að honum eins og áður sagði. Norski boltinn Noregur Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira
Sonni átti að vera aðalvitni í nauðgunarmáli gegn Sarr fyrir tveimur árum en mætti ekki fyrir rétt. Sömu sögu er að segja af Sarr sem flúði Noreg. Ekki liggur fyrir hvar Sarr heldur sig en hann er eftirlýstur af Interpol. Eftir að Jerv tilkynnti að félagið hefði samið við Sonna mótmæltu stuðningsmenn liðsins félagaskiptunum. Og eftir mikla pressu ákvað Jerv að rifta samningnum við þann færeyska, aðeins nokkrum klukkutímum eftir að hann skrifaði undir hann. Jerv sendi frá sér yfirlýsingu þar sem félagið baðst afsökunar á að hafa ekki kannað bakgrunn Sonna betur. „Ástæðan fyrir þessu er mál sem leikmaðurinn er tengdur og við hefðum átt að vita um. Málið er þess eðlis að félagið getur ekki tengst því. Jerv biður alla hlutaðeigandi afsökunar á að hafa ekki unnið heimavinnuna nægilega vel áður en samið var við leikmanninn,“ segir í yfirlýsingunni. FK Jerv og Sonni Nattestad har i dag besluttet å avbryte den annonserte kontraktsinngåelsen. Dere kan lese mer på hjemmesiden: https://t.co/FJ8BCNYPuK— FK Jerv (@FKJerv) January 2, 2022 Sonni gekk í raðir FH 2016. Honum tókst ekki að festa sig í sessi hjá liðinu og var lánaður til Fylkis. Alls spilaði Sonni ellefu leiki í deild og bikar hér á landi. Sarr lék með Selfossi á árunum 2011-12 en fór eftir það til Noregs. Hann lék síðast í Sádí-Arabíu en sem fyrr segir er ekkert vitað hvar hann er niðurkominn. Sarr er eftirlýstur í öllum þeim löndum sem eru aðilar að Interpol. Alþjóðalögreglan biðlar til hverrar þeirrar þjóðar sem verður hans vör að framselja Sarr til Noregs svo hægt sé að sækja hann til saka. Kona á þrítugsaldri kærði Sarr fyrir nauðgun 2017. Ári seinna var hann sýknaður af rétti í Molde en lét sig hverfa frá Noregi eftir að málinu var áfrýjað. Ekkert hefur til hans spurst í um tvö ár og Interpol leitar logandi ljósi að honum eins og áður sagði.
Norski boltinn Noregur Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira