Forystufólk flokkanna sagðist allt gera mistök Heimir Már Pétursson skrifar 1. janúar 2022 19:05 Formenn flokkanna ræddu málin í Kryddsíldinni í gær. Forystufólk allra flokka viðurkenndi í Kryddsíldinni á Stöð 2 í gær að stjórnmálamenn gerðu mistök eins og annað fólk og ættu að gangast við þeim. Maður ársins að mati fréttastofunnar sagðist deila heiðrinum með fjölda samstarfsfólks. Inga Sæland formaður Flokks fólksins treysti sér ekki til að mæta í Kryddsíldina vegna þess að Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins mætti í stað Bjarna Benediktssonar sem er í einangrun eftir að hafa smitast af kórónuveirunni. En sjálf var Þórdís nýlega laus úr sjö daga einangrun. „Mér þykir auðvitað leitt að Inga hafi ekki treyst sér til að vera hérna með okkur. Það væri skemmtilegra að hafa vinkonu okkar hérna með,“ sagði Þórdís Kolbrún. Forystufólkið ræddi bæði árið sem var að líða og hvað væri framundan. Þau viðurkenndu öll að þau eins og aðrir gerðu mistök og það væri eðlilegt að gangast við þeim. „Auðvitað á maður og er reglulega að fara yfir sem stjórnmálamaður allt sem maður gerir. Auðvitað veit maður að oft getur maður gert hlutina betur eða öðruvísi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagði stjórnmálamenn hafa lært í þessum efnum þótt fjölmiðlar tækju kannski ekki eftir því. „Mér finnst einmitt þegar ég horfi á stjórnmálafólkið, auðvitað erum við bara misjöfn og allt það, en mér finnst við vera að læra. Mér finnst full af stjórnmálafólki vera einmitt að viðurkenna mistök. Þora að líta í eigin barm,“ sagði Þorgerður Katrín. Halldóra Mogensen þingflokksformaður Pírata tók í svipaðan streng. „Ég hef gert fullt af mistökum og er alltaf að gera mistök. Ég held að það sé ofboðslega mikilvægur hluti af lærdómsferlinu. Því að lifa, þroskast og þróast áfram,“ sagði Halldóra. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagðist hlakka til að stjórnmálamenn gætu aftur farið að tala um stjórnmál. „Vonandi verður nýtt ár líka betra fyrir samfélagið okkar og önnur samfélög. Þar á ég augljóslega við að vonandi losnum við við þetta covid. En ég vona að við losnum líka við covid hugarfarið,“ sagði Sigmundur Davíð. Logi Einarsson sagðist oft hafa gert mistök. „Kannski meðal annars það fallega við að vera maður, að við erum breisk og alls konar. Gerum mistök og stundum vegnar okkur vel,“ sagði Logi. Edda Andrésdóttir tilkynnti val fréttastofunnar á manni ársins sem að þessu sinni var Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir yfirmaður hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir framgöngu hennar við bólusetningu þjóðarinnar.stöð 2 Í þættinum var Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir útnefnd maður ársins af fréttastofunni fyrir að leiðastarfsfólk Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við að bólusetja nær alla þjóðina íþrígang.Hún vildi deila heiðrinum með samstarfsfólki. „Takk innilega. Ég held ég verði að fá aðtileinka þetta öllu því fjölmarga starfsfólki sem hefur komið með okkur í þetta verkefni. Það eru svo margir þarna á bakvið tjöldin sem eiga svo mikið skilið. Þannig að þetta er til þeirra,“ sagði Ragnheiður Ósk. Kryddsíld Bólusetningar Tengdar fréttir Sjáðu Kryddsíld í heild sinni Óhætt er að segja að umræðurnar hafi verið hressilegar í hinni árlegu Kryddsíld sem sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 í gær. 1. janúar 2022 12:33 Ragnheiður Ósk valin maður ársins 2021 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, er maður ársins að mati fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Margir voru um hituna á viðburðaríku ári en tilkynnt var um valið í þættinum Kryddsíld í dag, þar sem árið 2021 er gert upp. 31. desember 2021 14:50 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Fleiri fréttir Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Sjá meira
Inga Sæland formaður Flokks fólksins treysti sér ekki til að mæta í Kryddsíldina vegna þess að Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins mætti í stað Bjarna Benediktssonar sem er í einangrun eftir að hafa smitast af kórónuveirunni. En sjálf var Þórdís nýlega laus úr sjö daga einangrun. „Mér þykir auðvitað leitt að Inga hafi ekki treyst sér til að vera hérna með okkur. Það væri skemmtilegra að hafa vinkonu okkar hérna með,“ sagði Þórdís Kolbrún. Forystufólkið ræddi bæði árið sem var að líða og hvað væri framundan. Þau viðurkenndu öll að þau eins og aðrir gerðu mistök og það væri eðlilegt að gangast við þeim. „Auðvitað á maður og er reglulega að fara yfir sem stjórnmálamaður allt sem maður gerir. Auðvitað veit maður að oft getur maður gert hlutina betur eða öðruvísi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagði stjórnmálamenn hafa lært í þessum efnum þótt fjölmiðlar tækju kannski ekki eftir því. „Mér finnst einmitt þegar ég horfi á stjórnmálafólkið, auðvitað erum við bara misjöfn og allt það, en mér finnst við vera að læra. Mér finnst full af stjórnmálafólki vera einmitt að viðurkenna mistök. Þora að líta í eigin barm,“ sagði Þorgerður Katrín. Halldóra Mogensen þingflokksformaður Pírata tók í svipaðan streng. „Ég hef gert fullt af mistökum og er alltaf að gera mistök. Ég held að það sé ofboðslega mikilvægur hluti af lærdómsferlinu. Því að lifa, þroskast og þróast áfram,“ sagði Halldóra. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagðist hlakka til að stjórnmálamenn gætu aftur farið að tala um stjórnmál. „Vonandi verður nýtt ár líka betra fyrir samfélagið okkar og önnur samfélög. Þar á ég augljóslega við að vonandi losnum við við þetta covid. En ég vona að við losnum líka við covid hugarfarið,“ sagði Sigmundur Davíð. Logi Einarsson sagðist oft hafa gert mistök. „Kannski meðal annars það fallega við að vera maður, að við erum breisk og alls konar. Gerum mistök og stundum vegnar okkur vel,“ sagði Logi. Edda Andrésdóttir tilkynnti val fréttastofunnar á manni ársins sem að þessu sinni var Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir yfirmaður hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir framgöngu hennar við bólusetningu þjóðarinnar.stöð 2 Í þættinum var Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir útnefnd maður ársins af fréttastofunni fyrir að leiðastarfsfólk Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við að bólusetja nær alla þjóðina íþrígang.Hún vildi deila heiðrinum með samstarfsfólki. „Takk innilega. Ég held ég verði að fá aðtileinka þetta öllu því fjölmarga starfsfólki sem hefur komið með okkur í þetta verkefni. Það eru svo margir þarna á bakvið tjöldin sem eiga svo mikið skilið. Þannig að þetta er til þeirra,“ sagði Ragnheiður Ósk.
Kryddsíld Bólusetningar Tengdar fréttir Sjáðu Kryddsíld í heild sinni Óhætt er að segja að umræðurnar hafi verið hressilegar í hinni árlegu Kryddsíld sem sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 í gær. 1. janúar 2022 12:33 Ragnheiður Ósk valin maður ársins 2021 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, er maður ársins að mati fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Margir voru um hituna á viðburðaríku ári en tilkynnt var um valið í þættinum Kryddsíld í dag, þar sem árið 2021 er gert upp. 31. desember 2021 14:50 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Fleiri fréttir Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Sjá meira
Sjáðu Kryddsíld í heild sinni Óhætt er að segja að umræðurnar hafi verið hressilegar í hinni árlegu Kryddsíld sem sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 í gær. 1. janúar 2022 12:33
Ragnheiður Ósk valin maður ársins 2021 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, er maður ársins að mati fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Margir voru um hituna á viðburðaríku ári en tilkynnt var um valið í þættinum Kryddsíld í dag, þar sem árið 2021 er gert upp. 31. desember 2021 14:50